„Það er ánægjulegt að það sé áhugi á heildarpakkanum. Það var alltaf vonast til að slíkar viðræður færu í gang og vonandi leiða þær til einhvers jákvæðs. Þetta er flókið ferli,“ segir hann.
Að sögn Helga lagði lögmannsstofa fram tilboð fyrir hönd hóps fjárfesta. Tilboðið sé háð ýmsum skilyrðum, en þeir vilja til dæmis kaupa fasteignir sem eru ekki í eigu þrotabúsins.
Helgi gerir ráð fyrir því að viðræður hefjist í næstu viku, en hann á fund með bankanum sem á veðin snemma á mándudagsmorgun. Þar verði skoðað hvort hægt sé að fallast á þessi skilyrði sem eru sett fram.
„Þetta er bara fyrsta skref í ákveðnu ferli sem fer af stað. Þetta er ekki eins og að selja notaðan bíl þar sem það er bara af eða á.“
Það þarf að huga að ýmsu að sögn Helga. Bankinn, fasteignafélagið, sveitarfélagið og þrotabúið hafi sína hagsmuni.
Þá segist Helgi hafa heyrt af öðrum fjárfestum sem hafi áhuga, sem hafi þó ekki lagt fram tilboð en óskað eftir viðræðum