„Það hefur í raun og veru ekkert sumar komið hjá okkur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2024 13:07 Einar Þór Sand formaður björgunarsveitarinnar á Snæfellsnesi Vísir Það var sumar í tvo daga á Snæfellsnesi að sögn björgunarsveitarmanns á svæðinu þar sem gular viðvaranir hafa verið í gildi. Tré rifnuðu upp með rótum á Þingeyri í gær og hjólhýsi fuku í Húnavatnssýslu. Hengirúm sem sést í myndbandi hér fyrir neðan er eins konar táknmynd fyrir sumarveðrið sem íbúum á Vesturlandi og víðar hefur verið boðið upp á. Hinn sumarlegi fuglasöngur víkur fyrir háværum vindhviðum. Gríðarlegt rok var á Þingeyri í fyrradag. Mörg tré brotnuðu og nokkur féllu til jarðar með rótum. Marsibil G. Kristjánsdóttir, íbúi á svæðinu ætlaði að festa óveðrið á filmu en þurfti að koma sér inn eftir að stærðarinnar grein féll beint fyrir framan hana. Á sama tíma njóta íbúar á Austurlandi veðurblíðunnar þar sem hiti fer yfir tuttugu gráður. Gular viðvaranir eru í gildi á Faxaflóa og í Breiðafirði vegna óvenju mikillar rigningar. Líkur eru á aurskriðum og grjóthruni á Vesturlandi og aðstæður fyrir ferðamenn varasamar. „Það er búið að vera svona ágætis haustveður, eigum við ekki að segja það. Það hefur í raun og veru ekkert sumar komið hjá okkur. Það hafa komið tveir sumardagar komið síðan í maí, það er ekki flóknara hér á Snæfellsnesinu,“ sagði Einar Þór Sand, formaður björgunarsveitarinnar á Snæfellsnesi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Lítið var um útköll á Snæfellsnesi í gærnótt og í fyrradag en nokkur í Húnavatnssýslu þar sem hjólhýsi fuku. Ekkert hjólhýsaveður hefur verið á Norðurlandi vestra. Eitt hjólhýsi fauk af veginum þar í fyrradag og annað daginn þar á undan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær hvatti veðurfræðingur þá sem draga eftirvagna á svæðinu til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er af stað Einar sagði áðurnefnd útköll óvanaleg fyrir þennan árstíma. Margir séu orðnir þreyttir á vetrarveðrinu. „Ekki ég en auðvitað finnst fólki óþægilegt að hafa engan hita og það er ómögulegt að fara að mála glugga eða sinna einhverju svoleiðis viðhaldi því það er svo blautt. Það hefur ekki gefist neitt tækifæri til að gera neitt sem maður gerir vanalega á sumrin.“ Veður Ísafjarðarbær Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Hengirúm sem sést í myndbandi hér fyrir neðan er eins konar táknmynd fyrir sumarveðrið sem íbúum á Vesturlandi og víðar hefur verið boðið upp á. Hinn sumarlegi fuglasöngur víkur fyrir háværum vindhviðum. Gríðarlegt rok var á Þingeyri í fyrradag. Mörg tré brotnuðu og nokkur féllu til jarðar með rótum. Marsibil G. Kristjánsdóttir, íbúi á svæðinu ætlaði að festa óveðrið á filmu en þurfti að koma sér inn eftir að stærðarinnar grein féll beint fyrir framan hana. Á sama tíma njóta íbúar á Austurlandi veðurblíðunnar þar sem hiti fer yfir tuttugu gráður. Gular viðvaranir eru í gildi á Faxaflóa og í Breiðafirði vegna óvenju mikillar rigningar. Líkur eru á aurskriðum og grjóthruni á Vesturlandi og aðstæður fyrir ferðamenn varasamar. „Það er búið að vera svona ágætis haustveður, eigum við ekki að segja það. Það hefur í raun og veru ekkert sumar komið hjá okkur. Það hafa komið tveir sumardagar komið síðan í maí, það er ekki flóknara hér á Snæfellsnesinu,“ sagði Einar Þór Sand, formaður björgunarsveitarinnar á Snæfellsnesi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Lítið var um útköll á Snæfellsnesi í gærnótt og í fyrradag en nokkur í Húnavatnssýslu þar sem hjólhýsi fuku. Ekkert hjólhýsaveður hefur verið á Norðurlandi vestra. Eitt hjólhýsi fauk af veginum þar í fyrradag og annað daginn þar á undan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær hvatti veðurfræðingur þá sem draga eftirvagna á svæðinu til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er af stað Einar sagði áðurnefnd útköll óvanaleg fyrir þennan árstíma. Margir séu orðnir þreyttir á vetrarveðrinu. „Ekki ég en auðvitað finnst fólki óþægilegt að hafa engan hita og það er ómögulegt að fara að mála glugga eða sinna einhverju svoleiðis viðhaldi því það er svo blautt. Það hefur ekki gefist neitt tækifæri til að gera neitt sem maður gerir vanalega á sumrin.“
Veður Ísafjarðarbær Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira