„Sorglegt að koma á leik bara til að púa á einn leikmann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 14:31 Marc Cucurella hefur spilað vel fyrir spænska landsliðið á þessu Evrópumóti en fram undan er úrslitaleikurinn í Berlín í kvöld. EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Það fór ekkert fram hjá neinum sem horfði á undanúrslitaleik Spánar og Frakklands að einn leikmaður á vellinum mátti þola hreint og tært einelti nær allan leikinn. Hér erum við að tala um spænska varnarmanninn Marc Cucurella. Fullt af áhorfendum púuðu á hann í hvert skipti sem hann fékk boltann í þessum leik. Ástæðan var sú að það var hann sem fékk boltann í hendina í lokin á leiknum á móti gestgjöfum Þýskalands í átta liða úrslitunum. Þjóðverjar vildu fá víti en ekkert var dæmt. Spánverjar sluppu með skrekkinn og komust í undanúrslitaleikinn. Fullt af Þjóðverjum voru aftur á móti búnir að kaupa sér miða á undanúrslitaleikinn og mættu bara með það markmið að púa á Cucurella. „Í raun og veru þá var mér sama um baulið en á sama tíma þá er það sorglegt að koma á leik bara til að púa á einn leikmann,“ sagði Marc Cucurella við The Athletic. NRK segir frá. „Sumt fólk sóaði miðunum sínum sem hefðu getað farið til annarra sem langaði virkilega að sjá leikinn,“ sagði Cucurella. Cucurella hefur reyndar reynslu að svona lögðuðu. Þegar hann skipti úr Brighton til Chelsea fyrir tveimur árum þá bauluðu stuðningsmenn Brighton á hann um leið og hann fékk boltann. „Þá var líka púað mjög hátt í hvert skipti sem ég fékk boltann. Ég get ekki sagt að það sé óbærileg tilfinning en þetta er óþægilegt,“ sagði Cucurella. Spánverjar hafa unnið alla sex leiki sína á Evrópumótinu og mæta Englandi í úrslitaleiknum í Berlín í kvöld. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Hér erum við að tala um spænska varnarmanninn Marc Cucurella. Fullt af áhorfendum púuðu á hann í hvert skipti sem hann fékk boltann í þessum leik. Ástæðan var sú að það var hann sem fékk boltann í hendina í lokin á leiknum á móti gestgjöfum Þýskalands í átta liða úrslitunum. Þjóðverjar vildu fá víti en ekkert var dæmt. Spánverjar sluppu með skrekkinn og komust í undanúrslitaleikinn. Fullt af Þjóðverjum voru aftur á móti búnir að kaupa sér miða á undanúrslitaleikinn og mættu bara með það markmið að púa á Cucurella. „Í raun og veru þá var mér sama um baulið en á sama tíma þá er það sorglegt að koma á leik bara til að púa á einn leikmann,“ sagði Marc Cucurella við The Athletic. NRK segir frá. „Sumt fólk sóaði miðunum sínum sem hefðu getað farið til annarra sem langaði virkilega að sjá leikinn,“ sagði Cucurella. Cucurella hefur reyndar reynslu að svona lögðuðu. Þegar hann skipti úr Brighton til Chelsea fyrir tveimur árum þá bauluðu stuðningsmenn Brighton á hann um leið og hann fékk boltann. „Þá var líka púað mjög hátt í hvert skipti sem ég fékk boltann. Ég get ekki sagt að það sé óbærileg tilfinning en þetta er óþægilegt,“ sagði Cucurella. Spánverjar hafa unnið alla sex leiki sína á Evrópumótinu og mæta Englandi í úrslitaleiknum í Berlín í kvöld. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira