„Sorglegt að koma á leik bara til að púa á einn leikmann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 14:31 Marc Cucurella hefur spilað vel fyrir spænska landsliðið á þessu Evrópumóti en fram undan er úrslitaleikurinn í Berlín í kvöld. EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Það fór ekkert fram hjá neinum sem horfði á undanúrslitaleik Spánar og Frakklands að einn leikmaður á vellinum mátti þola hreint og tært einelti nær allan leikinn. Hér erum við að tala um spænska varnarmanninn Marc Cucurella. Fullt af áhorfendum púuðu á hann í hvert skipti sem hann fékk boltann í þessum leik. Ástæðan var sú að það var hann sem fékk boltann í hendina í lokin á leiknum á móti gestgjöfum Þýskalands í átta liða úrslitunum. Þjóðverjar vildu fá víti en ekkert var dæmt. Spánverjar sluppu með skrekkinn og komust í undanúrslitaleikinn. Fullt af Þjóðverjum voru aftur á móti búnir að kaupa sér miða á undanúrslitaleikinn og mættu bara með það markmið að púa á Cucurella. „Í raun og veru þá var mér sama um baulið en á sama tíma þá er það sorglegt að koma á leik bara til að púa á einn leikmann,“ sagði Marc Cucurella við The Athletic. NRK segir frá. „Sumt fólk sóaði miðunum sínum sem hefðu getað farið til annarra sem langaði virkilega að sjá leikinn,“ sagði Cucurella. Cucurella hefur reyndar reynslu að svona lögðuðu. Þegar hann skipti úr Brighton til Chelsea fyrir tveimur árum þá bauluðu stuðningsmenn Brighton á hann um leið og hann fékk boltann. „Þá var líka púað mjög hátt í hvert skipti sem ég fékk boltann. Ég get ekki sagt að það sé óbærileg tilfinning en þetta er óþægilegt,“ sagði Cucurella. Spánverjar hafa unnið alla sex leiki sína á Evrópumótinu og mæta Englandi í úrslitaleiknum í Berlín í kvöld. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Hér erum við að tala um spænska varnarmanninn Marc Cucurella. Fullt af áhorfendum púuðu á hann í hvert skipti sem hann fékk boltann í þessum leik. Ástæðan var sú að það var hann sem fékk boltann í hendina í lokin á leiknum á móti gestgjöfum Þýskalands í átta liða úrslitunum. Þjóðverjar vildu fá víti en ekkert var dæmt. Spánverjar sluppu með skrekkinn og komust í undanúrslitaleikinn. Fullt af Þjóðverjum voru aftur á móti búnir að kaupa sér miða á undanúrslitaleikinn og mættu bara með það markmið að púa á Cucurella. „Í raun og veru þá var mér sama um baulið en á sama tíma þá er það sorglegt að koma á leik bara til að púa á einn leikmann,“ sagði Marc Cucurella við The Athletic. NRK segir frá. „Sumt fólk sóaði miðunum sínum sem hefðu getað farið til annarra sem langaði virkilega að sjá leikinn,“ sagði Cucurella. Cucurella hefur reyndar reynslu að svona lögðuðu. Þegar hann skipti úr Brighton til Chelsea fyrir tveimur árum þá bauluðu stuðningsmenn Brighton á hann um leið og hann fékk boltann. „Þá var líka púað mjög hátt í hvert skipti sem ég fékk boltann. Ég get ekki sagt að það sé óbærileg tilfinning en þetta er óþægilegt,“ sagði Cucurella. Spánverjar hafa unnið alla sex leiki sína á Evrópumótinu og mæta Englandi í úrslitaleiknum í Berlín í kvöld. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn