„Leikur sem getur breytt lífi okkar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 11:00 Bukayo Saka og Cole Palmer fagna sigri á Hollandi í undanúrslitaleiknum. Getty/Eddie Keogh Enski landsliðsmaðurinn Cole Palmer átti frábæra innkomu í undanúrslitaleikinn á móti Hollandi og lagði upp sigurmarkið. Palmer hefur þurft að bíða þolinmóður á bekknum en hefur átti góða innkomu í nokkra leiki þrátt fyrir fáar mínútur. England mætir Spáni í kvöld í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Palmer þarf væntanlega að sætta sig við það að byrja enn á ný á bekknum en þjálfarinn Gareth Soutgate veit vel að hann er þar með leikmann sem getur breytt leikjum. Palmer gaf stoðsendinguna á Ollie Watkins í markinu sem kom á lokamínútunni á móti Hollandi. Hann var fljótur að lesa flott hlaup framherjans inn á vítateiginn og fann hann með nákvæmri sendingu. Palmer on Watkins finish: “He did one against us at Stamford Bridge remember? I weren’t on the pitch by the way.” [Lions Den] #euro2024 #cfc 😂 pic.twitter.com/3uyQJEdyUp— CFCDaily (@CFCDaily) July 11, 2024 Palmer ræddi undanúrslitaleikinn og úrslitaleikinn í YouTube þætti enska landsliðsins; „Lions' Den“. „Það voru allir í miklu stuði í rútunni eftir leikinn. Tónlistin var á fullu og allir voru að njóta stundarinnar,“ sagði Palmer um miðvikudagskvöldið. „Auðvitað er mjög stutt á milli leikjanna og fram undan er risa, risa leikur. Leikur sem getur breytt lífi okkar og lífi fjölskyldna okkar. Við viljum gera alla stolta,“ sagði Palmer. „Við erum komnir alla leið í úrslitaleikinn og getum vonandi klárað dæmið. Það er frábært að komast í úrslitaleikinn og það er og fínu lagi að fagna því aðeins. Þú færð ekki mörg slík móment á ferlinum. En nú vilja aftur á móti allir í liðinu gera allt til að vinna titilinn. Við viljum svo mikið vinna,“ sagði Palmer. Enska landsliðið hefur aldrei orðið Evrópumeistari og vann síðast stórmót á HM 1966 eða fyrir 58 árum síðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Puo1wDS5Us0">watch on YouTube</a> EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira
England mætir Spáni í kvöld í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Palmer þarf væntanlega að sætta sig við það að byrja enn á ný á bekknum en þjálfarinn Gareth Soutgate veit vel að hann er þar með leikmann sem getur breytt leikjum. Palmer gaf stoðsendinguna á Ollie Watkins í markinu sem kom á lokamínútunni á móti Hollandi. Hann var fljótur að lesa flott hlaup framherjans inn á vítateiginn og fann hann með nákvæmri sendingu. Palmer on Watkins finish: “He did one against us at Stamford Bridge remember? I weren’t on the pitch by the way.” [Lions Den] #euro2024 #cfc 😂 pic.twitter.com/3uyQJEdyUp— CFCDaily (@CFCDaily) July 11, 2024 Palmer ræddi undanúrslitaleikinn og úrslitaleikinn í YouTube þætti enska landsliðsins; „Lions' Den“. „Það voru allir í miklu stuði í rútunni eftir leikinn. Tónlistin var á fullu og allir voru að njóta stundarinnar,“ sagði Palmer um miðvikudagskvöldið. „Auðvitað er mjög stutt á milli leikjanna og fram undan er risa, risa leikur. Leikur sem getur breytt lífi okkar og lífi fjölskyldna okkar. Við viljum gera alla stolta,“ sagði Palmer. „Við erum komnir alla leið í úrslitaleikinn og getum vonandi klárað dæmið. Það er frábært að komast í úrslitaleikinn og það er og fínu lagi að fagna því aðeins. Þú færð ekki mörg slík móment á ferlinum. En nú vilja aftur á móti allir í liðinu gera allt til að vinna titilinn. Við viljum svo mikið vinna,“ sagði Palmer. Enska landsliðið hefur aldrei orðið Evrópumeistari og vann síðast stórmót á HM 1966 eða fyrir 58 árum síðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Puo1wDS5Us0">watch on YouTube</a>
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira