Messi vonar að Di María kveðji með marki í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 13:31 Lionel Messi og Julian Alvarez fagna Angel Di Maria eftir að hann skoraði úrslitaleik HM í Katar í desember 2022. EPA-EFE/Tolga Bozoglu Ángel Di María hefur skorað í öllum úrslitaleikjum sem Lionel Messi hefur unnið. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Messi vonist til þess að Di María skori í úrslitaleik Suðurameríkukeppninnar í kvöld. Það hefur boðað gott hingað til. Argentína getur unnið þriðja stórmótið í röð og sextánda Suðurameríkutitilinn með sigri á Kólumbíu í úrslitaleiknum sem fer fram í Miami í Bandaríkjunum seint í kvöld. Di María spilar síðasta landsleikinn á ferlinum í þessum úrslitaleik en hann og Messi hafa verið samstíga í argentínska landsliðinu í einn og hálfan áratug. Hinn 36 ára gamli Di María tilkynnti það í nóvember að þetta yrðu hans síðustu landsleikir. 2005—Di María and Messi win the U20 World Cup2008—Win Olympic gold (Messi assists Di María winner)2014—Lose in the World Cup final to Germany2021—Win the Copa América on a Di María goal2022—Both score in the World Cup finalTogether 🤗 pic.twitter.com/g77NHwBQPI— B/R Football (@brfootball) December 18, 2022 Hann hefur spilað í landsliðinu í fimmtán ár og alls skorað 31 mark í 144 landsleikjum. Messi talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann vonist til þess að Di María endi landsliðsferilinn með marki og gulli um hálsinn. „Hver veit? Kannski mun hann skora enn eitt markið í úrslitaleik eins og hann gerði í öllum hinum sem hann hefur spilað. Það yrði stórkostlegt,“ sagði Messi. ESPN segir frá. Messi hefur ekki unnið titil með landsliðinu nema þegar Di María skorar. Di María skoraði sigurmarkið þegar þeir unnu Ólympíugullið saman í Peking 2008, hann skoraði sigurmarkið á móti Brasilíu í úrslitaleik Copa América 2021 sem og skoraði líka í úrslitaleiknum á móti Frökkum í úrslitaleik HM í Katar 2022. „Við erum allt að segja honum að ef allt fer vel þá eru fleiri mikilvægir leikir fram undan. Engu að síður þá hefur Fideo [Di María] tekið ákvörðun og það mun ekkert breyta henni,“ sagði Messi. Di Maria and Messi play for one last time tomorrow 🥺❤️pic.twitter.com/ZfEcCWkb9c— Barça Worldwide (@BarcaWorldwide) July 13, 2024 Copa América Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Sjá meira
Argentína getur unnið þriðja stórmótið í röð og sextánda Suðurameríkutitilinn með sigri á Kólumbíu í úrslitaleiknum sem fer fram í Miami í Bandaríkjunum seint í kvöld. Di María spilar síðasta landsleikinn á ferlinum í þessum úrslitaleik en hann og Messi hafa verið samstíga í argentínska landsliðinu í einn og hálfan áratug. Hinn 36 ára gamli Di María tilkynnti það í nóvember að þetta yrðu hans síðustu landsleikir. 2005—Di María and Messi win the U20 World Cup2008—Win Olympic gold (Messi assists Di María winner)2014—Lose in the World Cup final to Germany2021—Win the Copa América on a Di María goal2022—Both score in the World Cup finalTogether 🤗 pic.twitter.com/g77NHwBQPI— B/R Football (@brfootball) December 18, 2022 Hann hefur spilað í landsliðinu í fimmtán ár og alls skorað 31 mark í 144 landsleikjum. Messi talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann vonist til þess að Di María endi landsliðsferilinn með marki og gulli um hálsinn. „Hver veit? Kannski mun hann skora enn eitt markið í úrslitaleik eins og hann gerði í öllum hinum sem hann hefur spilað. Það yrði stórkostlegt,“ sagði Messi. ESPN segir frá. Messi hefur ekki unnið titil með landsliðinu nema þegar Di María skorar. Di María skoraði sigurmarkið þegar þeir unnu Ólympíugullið saman í Peking 2008, hann skoraði sigurmarkið á móti Brasilíu í úrslitaleik Copa América 2021 sem og skoraði líka í úrslitaleiknum á móti Frökkum í úrslitaleik HM í Katar 2022. „Við erum allt að segja honum að ef allt fer vel þá eru fleiri mikilvægir leikir fram undan. Engu að síður þá hefur Fideo [Di María] tekið ákvörðun og það mun ekkert breyta henni,“ sagði Messi. Di Maria and Messi play for one last time tomorrow 🥺❤️pic.twitter.com/ZfEcCWkb9c— Barça Worldwide (@BarcaWorldwide) July 13, 2024
Copa América Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti