Bustarfellsdagurinn í glæsilegum torfbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júlí 2024 12:23 Eyþór Bragi Bragason, umsjónarmaður á Bustarfelli hér með hest og ungan knapa á baki við torfbæinn fallega. Aðsend Það er ótrúlegt en dagsatt en sama ættin hefur búið á bænum Bustarfelli í Vopnafirði frá 1532 eða í 492 ár en í dag er einmitt Bustarfellsdagurinn í einum besta varðveitta torfbæ landsins, sem er fullur af munum fortíðar. Hinn árlegi Bustarfellsdagur er í dag en þá verður fjölbreytt dagskrá í anda gamla tímans í boði fyrir gesti og gangandi. Fyrir þá sem ekki vita þá er Bustarfell fornt höfuból og ein stærsta jörð í Vopnafirði en jörðin hefur verið í sjálfsbúð sömu ættar frá 1532. Á bænum er stór og glæsilegur torfbær, sem hefur verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1943. Eyþór Bragi Bragason, sem er af Bustarfellsættinni er umsjónarmaður staðarins og veit allt um Bustarfellsdaginn. „Hér kemur fólk og sýnir gömul handverk og vinnubrögð og fólk fær að skoða og ganga um og prófa ýmislegt og prófa að taka í verkfærin jafnvel. Þetta er svona fjölskylduskemmtun, sem er svona öðruvísi og þetta er hugsað mikið fyrir ungu kynslóðina að sjá gömlu handverkin,” segir Eyþór Bragi. Hvaða handverk ertu þú aðallega að tala um? „Allskonar, slá með orf og ljá, raka, prjóna og vefstóll og eldusmiður verður á svæðinu. Þetta er hitt og þetta, alveg frá því að þvo með þvottabretti.” Vel verður tekið á móti gestum á Bustarfelli í dag en dagskráin hefst klukkan 14:00 og stendur til klukkan 17:00.Aðsend Eyþór Bragi segir að mjög mikið sé um ferðamenn á Bustarfelli yfir sumartímann og þeir verði alltaf jafn heillaðir af torfbænum og umhverfi hans, svo ekki sé minnst á öllu gömlu flottu munina inn í bænum. Og Eyþór Bragi segist vera stoltur af því að tilheyra sömu ættinni frá 1532, sem hefur búið á Bustarfelli en hann tilheyrir fimmtánda ættliðunum. „Já það er ég en það er búin að vera búskapur hérna stöðugur og það sem gerir þetta svona sérstakt að það er óslitin búskapur frá 1532 og alltaf einhver, sem hefur tekið við og ég er sem sagt fimmtándi ættliðurinn,” segir Eyþór Bragi. Og eru ekki allir náttúrulega velkomnir í dag á Bustarfellsdaginn eða hvað? „Jú að sjálfsögðu, því fleiri því betra. Svo eru líka allskonar dýr líka til að sjá og það er hægt að fara á hestbak og skoða kettlinga, geit og lömb, kálf og fleira, þannig að það er ýmislegt að sjá.” Bustarfell er mjög vinsæll staður hjá ferðamönnum enda margt að sjá þar og gaman að koma.Aðsend Vopnafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Hinn árlegi Bustarfellsdagur er í dag en þá verður fjölbreytt dagskrá í anda gamla tímans í boði fyrir gesti og gangandi. Fyrir þá sem ekki vita þá er Bustarfell fornt höfuból og ein stærsta jörð í Vopnafirði en jörðin hefur verið í sjálfsbúð sömu ættar frá 1532. Á bænum er stór og glæsilegur torfbær, sem hefur verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1943. Eyþór Bragi Bragason, sem er af Bustarfellsættinni er umsjónarmaður staðarins og veit allt um Bustarfellsdaginn. „Hér kemur fólk og sýnir gömul handverk og vinnubrögð og fólk fær að skoða og ganga um og prófa ýmislegt og prófa að taka í verkfærin jafnvel. Þetta er svona fjölskylduskemmtun, sem er svona öðruvísi og þetta er hugsað mikið fyrir ungu kynslóðina að sjá gömlu handverkin,” segir Eyþór Bragi. Hvaða handverk ertu þú aðallega að tala um? „Allskonar, slá með orf og ljá, raka, prjóna og vefstóll og eldusmiður verður á svæðinu. Þetta er hitt og þetta, alveg frá því að þvo með þvottabretti.” Vel verður tekið á móti gestum á Bustarfelli í dag en dagskráin hefst klukkan 14:00 og stendur til klukkan 17:00.Aðsend Eyþór Bragi segir að mjög mikið sé um ferðamenn á Bustarfelli yfir sumartímann og þeir verði alltaf jafn heillaðir af torfbænum og umhverfi hans, svo ekki sé minnst á öllu gömlu flottu munina inn í bænum. Og Eyþór Bragi segist vera stoltur af því að tilheyra sömu ættinni frá 1532, sem hefur búið á Bustarfelli en hann tilheyrir fimmtánda ættliðunum. „Já það er ég en það er búin að vera búskapur hérna stöðugur og það sem gerir þetta svona sérstakt að það er óslitin búskapur frá 1532 og alltaf einhver, sem hefur tekið við og ég er sem sagt fimmtándi ættliðurinn,” segir Eyþór Bragi. Og eru ekki allir náttúrulega velkomnir í dag á Bustarfellsdaginn eða hvað? „Jú að sjálfsögðu, því fleiri því betra. Svo eru líka allskonar dýr líka til að sjá og það er hægt að fara á hestbak og skoða kettlinga, geit og lömb, kálf og fleira, þannig að það er ýmislegt að sjá.” Bustarfell er mjög vinsæll staður hjá ferðamönnum enda margt að sjá þar og gaman að koma.Aðsend
Vopnafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira