Golf

Ó­trú­leg hola í höggi: Meira en hálfa mínútu að fara niður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Peiyun Chien er frá Tævan og náði mögnuðu höggi á sextándu holunni í dag.
Peiyun Chien er frá Tævan og náði mögnuðu höggi á sextándu holunni í dag. Getty/ Steph Chambers

Tævanski kylfingurinn Chien Peiyun fór holu í höggi á The Amundi Evian meistaramótinu í dag sem er eitt af risamótunum í kvennagolfinu.

Peiyun náði þessu frábæra höggi sínu á sextándu holu Evian-les-Bains vallarins í Frakklandi en það er par þrjú hola.

Í fyrstu leit ekki út fyrir að Peiyun væri að fara holu í höggi. Hún átti vissulega gott högg inn á flöt en var samt talsvert langt frá holunni.

Kúlan hélt áfram að rúlla löturhægt í átta að holunni þar til að hún fór ofan í. Kúlan var líklega meira en hálfa mínútu að fara niður.

Það eru örugglega ekki mörg högg í golfsögunni sem hafa verið lengur að fara í holu. Höggið ótrúlega má sjá hér fyrir neðan.

Peiyun endaði í sjöunda sæti á mótinu á tíu höggum undir pari. Hún lék lokadaginn á fimm höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×