Innlent

Sí­brota­maður dæmdur og Siggi stormur svarar fyrir spána

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les fréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Mohamad Kourani var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, og fjölda annarra brota. Um er að ræða hans fjórða fangelsisdóm frá því hann kom hingað til lands árið 2017.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Landsþing Repúblikanaflokksins er hafið og búist er við því að Donald Trump kynni varaforsetaefni sitt í kvöld. Ýmsir greinendur telja að banatilræðið um helgina muni styrkja stöðu hans í aðdraganda kosninga. Við ræðum við stjórnmálafræðing um málið í beinni.

Hópur bifhjólamanna safnast í kvöld saman á Korputorgi til að mótmæla slæmum skilyrðum fyrir bifhjólaakstur á vegum landsins. Þau krefjast þess jafnframt að einhver verði látinn sæta ábyrgð á mistökum við vegagerð sem leiddu til banaslyss tveggja bifhjólamanna á Kjalarnesi árið 2020. Við verðum í beinni þaðan og ræðum við mótmælendur.

Þá fer fréttamaður á stúfana og ræðir við borgarbúa sem nýttu sólargeisla dagsins og við verðum í beinni með veðurfræðingi sem lofaði góðu sumri. Auk þess kíkjum við á einn helsta stóðhest landsins sem á yfir níu hundruð afkvæmi og í Sportpakkanum hittum við Ólympíufara sem stefnir á að komast í úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×