Fótbolti

Gautaborgarar geta andað léttar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn Þórðarson kom til Gautaborgar frá Lommel í fyrra.
Kolbeinn Þórðarson kom til Gautaborgar frá Lommel í fyrra. getty/Michael Campanella

Eftir 0-1 sigur á Hammarby eru Kolbeinn Þórðarson og félagar í Gautaborg fjórum stigum frá fallsæti í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Kolbeinn lék allan leikinn á miðjunni hjá Gautaborg sem hefur unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum. Paulos Abraham skoraði sigurmark liðsins í kvöld.

Kolbeinn hefur leikið tólf leiki með Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og lagt upp þrjú mörk.

Ekki gekk jafn vel hjá Gísla Eyjólfssyni, Birni Snæ Ingasyni og félögum í Halmstad. Þeir töpuðu 1-2 fyrir AIK á heimavelli.

Gísli og Birnir voru báðir í byrjunarliði Halmstad sem er í 11. sæti deildarinnar með átján stig, einu stigi meira en Gautaborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×