Fasískir tilburðir í fagnaðarlátum spænska landsliðsins í Madríd Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júlí 2024 13:45 Alvaro Morata fagnaði með látum í Madríd í gær. Gonzalo Arroyo Moreno/Getty Images Rodri og Alvara Morata leiddu níðsöngva um sjálfstjórnarríkið sunnan Spánar, Gíbraltar, þegar spænska landsliðið fagnaði Evrópumeistaratitlinum í höfuðborginni Madríd í gær. Forsætisráðherra Gíbraltar segir svívirðilegt að blanda fótboltafögnuði saman við fasistapólitík. Gíbraltar er sjálfsstjórnarríki innan breska konungsríkisins, rétt sunnan Spánar og var áður innan landamæra spænska ríkisins en hefur verið hluti af Bretlandi síðan 1703. Spánn hefur lengi viljað endurheimta Gíbraltar og gert fjölda tilrauna til. Íbúar Gíbraltar hafa tvisvar gengið til atkvæðagreiðslu og hafnað því að verða hluti af Spáni. Viðræður voru milli Spánar og Bretlands um sameiginlega stjórn yfir Gíbraltar en íbúar greiddu einnig atkvæði gegn því og Bretland ákvað að stöðva viðræður í kjölfarið. Ríkisstjórn Gíbraltar hefur fundað með ríkisstjórn Spánar um önnur mál en lýst því yfir að allar hugmyndir um að verða hluti af spænska konungsríkinu séu algjörlega úr myndinni. Eðlilega var það því umdeild ákvörðun að syngja lag sem segir „Gíbraltar er Spánn“ og var samið þegar Spánn var undir stjórn einræðisherrans Francisco Franco. Myndskeið af söngnum má sjá hér fyrir neðan. Besti leikmaður EM, Rodri, hóf sönginn og fyrirliðinn Alvaro Morata fylgdi honum síðan eftir. rodri cantando "GIBRALTAR ES ESPAÑOL" cuando él juega en inglaterra por favor a este lo deportan #EuroRTVE pic.twitter.com/0T11FdOJCw— bambino 🇪🇸 (@_bambinx_) July 15, 2024 When 2 Madrid-born players urge the crowd to sing political statement “Gibraltar is Spanish” this isn’t football, celebration or the signs of a New Spain. As role-models it sends a clear message to young people that old Franco-style views that ignore our rights as a 🇬🇮people are… https://t.co/CNXJj7cu8n pic.twitter.com/dyEYMmsiQB— Keith Azopardi (@keith_azopardi) July 16, 2024 UEFA barst kvörtun vegna málsins frá gíbralska knattspyrnusambandinu þar sem sagði að leikmenn Spánar hefðu leitt „níðsöngva gerða til þess að ögra og vanvirða“. Fabian Picardo, forsætisráðherra Gíbraltar, tjáði sig um málið á Twitter (X). Þar segir hann svívirðilegt að blanda saman fótboltafögnuði og fasistalegum tilburðum sem þekktust undir stjórn einvaldsins Franco. Málinu verði fylgt eftir og ríkisstjórnin muni veita knattspyrnusambandinu fullan stuðning. „Steinninn [Gíbraltarhöfði] er OKKAR!“ skrifaði hann að lokum. Mixing a sporting victory and the chant that glorifies the dictatorial politics of a mass murderer like Franco and his fascist regime's attempt to usurp a neighbouring territory, that is also a UEFA nation, is worse than disgusting. It sullies the sport of football and the win… pic.twitter.com/xrnFCqWZ26— Fabian Picardo (@FabianPicardo) July 16, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Fleiri fréttir Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Sjá meira
Gíbraltar er sjálfsstjórnarríki innan breska konungsríkisins, rétt sunnan Spánar og var áður innan landamæra spænska ríkisins en hefur verið hluti af Bretlandi síðan 1703. Spánn hefur lengi viljað endurheimta Gíbraltar og gert fjölda tilrauna til. Íbúar Gíbraltar hafa tvisvar gengið til atkvæðagreiðslu og hafnað því að verða hluti af Spáni. Viðræður voru milli Spánar og Bretlands um sameiginlega stjórn yfir Gíbraltar en íbúar greiddu einnig atkvæði gegn því og Bretland ákvað að stöðva viðræður í kjölfarið. Ríkisstjórn Gíbraltar hefur fundað með ríkisstjórn Spánar um önnur mál en lýst því yfir að allar hugmyndir um að verða hluti af spænska konungsríkinu séu algjörlega úr myndinni. Eðlilega var það því umdeild ákvörðun að syngja lag sem segir „Gíbraltar er Spánn“ og var samið þegar Spánn var undir stjórn einræðisherrans Francisco Franco. Myndskeið af söngnum má sjá hér fyrir neðan. Besti leikmaður EM, Rodri, hóf sönginn og fyrirliðinn Alvaro Morata fylgdi honum síðan eftir. rodri cantando "GIBRALTAR ES ESPAÑOL" cuando él juega en inglaterra por favor a este lo deportan #EuroRTVE pic.twitter.com/0T11FdOJCw— bambino 🇪🇸 (@_bambinx_) July 15, 2024 When 2 Madrid-born players urge the crowd to sing political statement “Gibraltar is Spanish” this isn’t football, celebration or the signs of a New Spain. As role-models it sends a clear message to young people that old Franco-style views that ignore our rights as a 🇬🇮people are… https://t.co/CNXJj7cu8n pic.twitter.com/dyEYMmsiQB— Keith Azopardi (@keith_azopardi) July 16, 2024 UEFA barst kvörtun vegna málsins frá gíbralska knattspyrnusambandinu þar sem sagði að leikmenn Spánar hefðu leitt „níðsöngva gerða til þess að ögra og vanvirða“. Fabian Picardo, forsætisráðherra Gíbraltar, tjáði sig um málið á Twitter (X). Þar segir hann svívirðilegt að blanda saman fótboltafögnuði og fasistalegum tilburðum sem þekktust undir stjórn einvaldsins Franco. Málinu verði fylgt eftir og ríkisstjórnin muni veita knattspyrnusambandinu fullan stuðning. „Steinninn [Gíbraltarhöfði] er OKKAR!“ skrifaði hann að lokum. Mixing a sporting victory and the chant that glorifies the dictatorial politics of a mass murderer like Franco and his fascist regime's attempt to usurp a neighbouring territory, that is also a UEFA nation, is worse than disgusting. It sullies the sport of football and the win… pic.twitter.com/xrnFCqWZ26— Fabian Picardo (@FabianPicardo) July 16, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Fleiri fréttir Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Sjá meira