Heimsleikarnir gætu byrjað klukkan sex um morguninn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2024 09:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir gat ekki tekið þátt í tímabilinu í ár vegna bakmeiðsla en hún heimsótti á dögunum fyrrum æfingafélaga sinn Cole Sager sem var að undirbúa sig fyrir heimsleikana ásamt fleirum. @katrintanja Það styttist í heimsleikana í CrossFit sem að þessu sinni fara fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Fyrsti keppnisdagurinn í ár er fimmtudaginn 8. ágúst og það er þegar búið að tilkynna um fyrstu greinina. Hún mun snúast um sund og útihlaup eins og við höfum séð áður. Keppendur munu hlaupa í kringum Marine Creek vatnið og synda einnig í vatninu. Þetta verður líklegast hópstart og því mikið fjör. Fer fram rétt hjá Dallas Marine Creek Lake er rétt fyrir utan Forth Wort sem er hluti stórborgarsvæði Dallas-Fort Worth-Arlington og er fjórða stærsta stórborgarsvæði Bandaríkjanna. Það sem er nýtt í ár er keppnistíminn. CrossFit fólkið þekkir það vissulega að þurfa að byrja daginn snemma en þá kannski að vakna klukkan sjö en ekki byrja að keppa klukkan sjö. Nú verður hins vegar breyting á þessu og keppendur þurfa væntanlega að vakna og borða morgunmatinn sinn um miðja nótt. „Við munum byrja klukkan sjö um morguninn, þannig mjög snemma um morguninn,“ sagði Dave Castro íþróttastjóri leikanna í spjalli við The Barbell Spin eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar sem heimsleikarnir fara nú fram mun sunnar á hnettinum en í Madison þá gæti orðið mjög heitt á þessum tíma. Það kallar á það að byrja keppnina mjög snemma. Gæti flýtt keppni frá sjö til sex „Í vikunni fyrir leikana þá munum við prófa þessa fyrstu grein klukkan sjö um morguninn til að sjá hvernig þetta kemur út hvað varðar hitann og annað slíkt. Ef að það verður of heitt á þeim tíma þá þurfum við bara að byrja keppnina klukkan sex,“ sagði Castro. „Við munum byrja keppnina þennan morgunn það er bara spurning um klukkan hvað,“ sagði Castro. Björgvin Karl Guðmundsson er sá eini frá Íslandi sem keppir á heimsleikum fullorðinna í ár en keppni í aldursflokkum og fötlunarflokkum er nú haldið sér. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin) CrossFit Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Sjá meira
Fyrsti keppnisdagurinn í ár er fimmtudaginn 8. ágúst og það er þegar búið að tilkynna um fyrstu greinina. Hún mun snúast um sund og útihlaup eins og við höfum séð áður. Keppendur munu hlaupa í kringum Marine Creek vatnið og synda einnig í vatninu. Þetta verður líklegast hópstart og því mikið fjör. Fer fram rétt hjá Dallas Marine Creek Lake er rétt fyrir utan Forth Wort sem er hluti stórborgarsvæði Dallas-Fort Worth-Arlington og er fjórða stærsta stórborgarsvæði Bandaríkjanna. Það sem er nýtt í ár er keppnistíminn. CrossFit fólkið þekkir það vissulega að þurfa að byrja daginn snemma en þá kannski að vakna klukkan sjö en ekki byrja að keppa klukkan sjö. Nú verður hins vegar breyting á þessu og keppendur þurfa væntanlega að vakna og borða morgunmatinn sinn um miðja nótt. „Við munum byrja klukkan sjö um morguninn, þannig mjög snemma um morguninn,“ sagði Dave Castro íþróttastjóri leikanna í spjalli við The Barbell Spin eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar sem heimsleikarnir fara nú fram mun sunnar á hnettinum en í Madison þá gæti orðið mjög heitt á þessum tíma. Það kallar á það að byrja keppnina mjög snemma. Gæti flýtt keppni frá sjö til sex „Í vikunni fyrir leikana þá munum við prófa þessa fyrstu grein klukkan sjö um morguninn til að sjá hvernig þetta kemur út hvað varðar hitann og annað slíkt. Ef að það verður of heitt á þeim tíma þá þurfum við bara að byrja keppnina klukkan sex,“ sagði Castro. „Við munum byrja keppnina þennan morgunn það er bara spurning um klukkan hvað,“ sagði Castro. Björgvin Karl Guðmundsson er sá eini frá Íslandi sem keppir á heimsleikum fullorðinna í ár en keppni í aldursflokkum og fötlunarflokkum er nú haldið sér. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin)
CrossFit Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Sjá meira