Alvarleg staða uppi í kattaheimum Jón Ísak Ragnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. júlí 2024 22:08 Hanna segir að Kattholt sé yfirfullt, köttur sé í hverju rými og rúmlega það. Vísir/Sigurjón Kattaathvörf landsins eru óðum að fyllast og staðan er víðast hvar sögð þyngjast dag frá degi. Samtökin villikettir sendu frá sér neyðarkall í vikunni þar sem óskað var eftir heimili fyrir um 200 ketti. Rekstrarstjóri Kattholts segir stöðuna mjög slæma, Kattholt sé yfirfullt. Kristín Ólafsdóttir heimsótti Kattholt í kvöldfréttum í kvöld. „Við erum yfirfull, það eru kettir í hverju rými. Við erum með kött inni á starfsmannasalerni, inni í bílskúr, á matarganginum, bara í hverju einasta rými hjá okkur. Þetta er svolítið svart ástand,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Hún segir að tölurnar séu sláandi, hún heyri endalaust af köttum sem þurfi ný heimili. Á hverjum degi dúndrist inn Facebook færslur af köttum í leit að nýjum heimilum, og einnig séu margir kettir og hundar á skrá Dýrahjálpar. Þetta virðist gerast svolítið á sumrin síðustu ár, af hverju? „Já fólk er að fara í sumarfrí, eða flytja eða komið upp ofnæmi á heimilinu eða eitthvað slíkt. Á meðan fólk er í sumarfríum er enginn að ætleiða, þannig er bara venjan,“ segir Hanna. Fólk hringi inn á hverjum degi, og vilji losa sig við kettina sína. „Ég verð bara því miður að vísa þeim frá sem eru ekki neyðartilvik,“ segir Hanna. Guðbrandur er þrífættur gosflóttaköttur frá Grindavík. Hann býr úti á gangi.Vísir/Sigurjón Í augnablikinu vísi Kattholt á Dýrahjálp, og bendir fólki á að auglýsa sjálft á Facebook. Hverju beinir þú til fólks sem er í þessum hugleiðingum? „Í guðs bænum, örmerkið dýrin ykkar, geldið dýrin ykkar, hættið að styðja kettlingamyllur. Reynum að sýna smá ábyrgð í verki,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Köttur er í hverju búri.Vísir/Sigurjón Dýr Kettir Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn á uppleið í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Sjá meira
„Við erum yfirfull, það eru kettir í hverju rými. Við erum með kött inni á starfsmannasalerni, inni í bílskúr, á matarganginum, bara í hverju einasta rými hjá okkur. Þetta er svolítið svart ástand,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Hún segir að tölurnar séu sláandi, hún heyri endalaust af köttum sem þurfi ný heimili. Á hverjum degi dúndrist inn Facebook færslur af köttum í leit að nýjum heimilum, og einnig séu margir kettir og hundar á skrá Dýrahjálpar. Þetta virðist gerast svolítið á sumrin síðustu ár, af hverju? „Já fólk er að fara í sumarfrí, eða flytja eða komið upp ofnæmi á heimilinu eða eitthvað slíkt. Á meðan fólk er í sumarfríum er enginn að ætleiða, þannig er bara venjan,“ segir Hanna. Fólk hringi inn á hverjum degi, og vilji losa sig við kettina sína. „Ég verð bara því miður að vísa þeim frá sem eru ekki neyðartilvik,“ segir Hanna. Guðbrandur er þrífættur gosflóttaköttur frá Grindavík. Hann býr úti á gangi.Vísir/Sigurjón Í augnablikinu vísi Kattholt á Dýrahjálp, og bendir fólki á að auglýsa sjálft á Facebook. Hverju beinir þú til fólks sem er í þessum hugleiðingum? „Í guðs bænum, örmerkið dýrin ykkar, geldið dýrin ykkar, hættið að styðja kettlingamyllur. Reynum að sýna smá ábyrgð í verki,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Köttur er í hverju búri.Vísir/Sigurjón
Dýr Kettir Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn á uppleið í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Sjá meira