97 ára og gerir við dvergastyttur og málar þær í Eyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júlí 2024 20:25 Páll Magnús Guðjónsson (Palli í Mörk), 97 ára Eyjamaður og Sonja Andrésdóttir, tómstunda og virknifulltrúi í Hraunbúðum, sem eru bæði að gera flotta og skemmtilega hluti á heimilinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt það allra skemmtilegasta sem Palli í Mörk eins og hann er alltaf kallaður í Vestmannaeyjum gerir er að mála og laga dvergastyttur fyrir Eyjamenn en Palli er rétt að verða 98 ára. Og Palli segist að sjálfsögðu ætla á þjóðhátíð eins og hann hefur alltaf gert. Páll Magnús Guðjónsson, eða Palli í Mörk er mikill vinnuhestur því hann er alltaf með einhver skemmtileg verkefni í gangi. Nú eru það dvergastyttur Eyjamanna, sem eiga hug hans allan en Hraunbúðir, heimilið, sem hann býr á, auglýsti eftir styttum frá Eyjamönnum, sem þyrfti að laga og mála og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Nú er Palli búin að mála og laga yfir 40 dvergastyttur. „Þetta heldur lífinu í manni, það er ekkert öðruvísi. Þetta er alveg dásamlegt, alveg dásamlegt, það er ekkert hægt að orða það öðruvísi,“ segir Palli alsæll. Og Palli er mjög vandvirkur í öllu, sem hann gerir. „Það er ekkert gaman öðruvísi. Það er bara verst að ég gleyma alltaf gleraugunum inn í herbergi, ég nota aldrei gleraugu,“ segir Palli og skellihlær. Og í Hraunbúðum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili má víða sjá dverga, sem Palli á heiðurinn af og á útipallinum við heimilið er fullt af fallegum dvergastyttum í sérstöku dvergalandi. En það er ýmislegt fleira gera á heimilinu. Dvergastytturnar vekja alltaf mikla athygli í Hraunbúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum til dæmis búin að perla öll nöfnin á íbúum og merkja allar dyr hjá okkur hérna með þeim,“ segir Sonja Andrésdóttir, tómstunda og virknifulltrúi í Hraunbúðum og bætir við. „Gamla fólkið er best í heimi, það er bara svoleiðis, það gefur manni helling,“ og Palli skýtur inn í. „Sonja á sér engan sér líka, hún er að standa sig svo vel.“ En hvernig er að vera roskinn eldri borgari í Vestmannaeyjum? „Alveg dásamlegt, hérna er allt af öllu, þetta er besti staður í heimi,“ segir Palli. En ætlar hann að fara á þjóðhátíð? „Að sjálfsögðu, í fyrra var ég allar næturnar til klukkan þrjú um nóttina.“ Palli í Mörk verður 98 ára í desember næstkomandi en þeir sem sjá hann segja að það geti ekki verið, hann sé í mesta lagi að verða 75 ára. Hann er alltaf með einhver verkefni í gangi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Eldri borgarar Styttur og útilistaverk Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Páll Magnús Guðjónsson, eða Palli í Mörk er mikill vinnuhestur því hann er alltaf með einhver skemmtileg verkefni í gangi. Nú eru það dvergastyttur Eyjamanna, sem eiga hug hans allan en Hraunbúðir, heimilið, sem hann býr á, auglýsti eftir styttum frá Eyjamönnum, sem þyrfti að laga og mála og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Nú er Palli búin að mála og laga yfir 40 dvergastyttur. „Þetta heldur lífinu í manni, það er ekkert öðruvísi. Þetta er alveg dásamlegt, alveg dásamlegt, það er ekkert hægt að orða það öðruvísi,“ segir Palli alsæll. Og Palli er mjög vandvirkur í öllu, sem hann gerir. „Það er ekkert gaman öðruvísi. Það er bara verst að ég gleyma alltaf gleraugunum inn í herbergi, ég nota aldrei gleraugu,“ segir Palli og skellihlær. Og í Hraunbúðum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili má víða sjá dverga, sem Palli á heiðurinn af og á útipallinum við heimilið er fullt af fallegum dvergastyttum í sérstöku dvergalandi. En það er ýmislegt fleira gera á heimilinu. Dvergastytturnar vekja alltaf mikla athygli í Hraunbúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum til dæmis búin að perla öll nöfnin á íbúum og merkja allar dyr hjá okkur hérna með þeim,“ segir Sonja Andrésdóttir, tómstunda og virknifulltrúi í Hraunbúðum og bætir við. „Gamla fólkið er best í heimi, það er bara svoleiðis, það gefur manni helling,“ og Palli skýtur inn í. „Sonja á sér engan sér líka, hún er að standa sig svo vel.“ En hvernig er að vera roskinn eldri borgari í Vestmannaeyjum? „Alveg dásamlegt, hérna er allt af öllu, þetta er besti staður í heimi,“ segir Palli. En ætlar hann að fara á þjóðhátíð? „Að sjálfsögðu, í fyrra var ég allar næturnar til klukkan þrjú um nóttina.“ Palli í Mörk verður 98 ára í desember næstkomandi en þeir sem sjá hann segja að það geti ekki verið, hann sé í mesta lagi að verða 75 ára. Hann er alltaf með einhver verkefni í gangi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Eldri borgarar Styttur og útilistaverk Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira