Perugia er sögufrægt félag en hefur verið í nokkurri lægð undanfarin ár. Á síðasta tímabili endaði Perugia í 4. sæti B-riðils C-deildarinnar.
Eftir að hafa orðið stoðsendingakóngur Bestu deildarinnar 2022 gekk Adam í raðir Vals. Hann lék alls 45 deildar- og bikarleiki með Val og skoraði ellefu mörk.
Adam hefur einnig leikið með Víkingi og varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu 2021. Sumarið 2018 lék hann svo með Selfossi og Víði.
Uppfært 11:50
Adam framlengdi samning sinn við Val til ársloka 2026. Hann verður lánaður til Perugia út tímabilið en félagið á svo forkaupsrétt á honum.