Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2024 11:56 Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveit. Vísir Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. Bilunarinnar varð fyrst vart undir morgun að íslenskum tíma. Hún er rakin til gallaðrar uppfærslu á vírusvörn netöryggisfyrirtækisins Crowdstrike, sem keyrð hefur verið á Windows-búnaði Microsoft. „Sem olli því að tölvurnar hrundu og ekki er hægt að setja þær í gang aftur. Þetta virðist hafa teygt sig líka inn í skýjaþjónustu Microsoft, sem verið er að vinna í að koma á lappirnar aftur. Þannig að þetta eru mjög víðtæk áhrif af þessu af því að þetta eru svo rosalega markaðsráðandi aðilar, sérstaklega Microsoft sem keyra svo rosalega mikið af þessum upplýsingatæknikerfum um allan heim þannig að áhrifin eru gífurleg,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveit. Fáeinum flugferðum erlendra félaga frá KEF aflýst Og áhrifin hafa sannarlega verið gífurleg; skömmu fyrir hádegi hafði á annað þúsund flugferða verið aflýst víða um heim, langar raðir hafa myndast á flugvöllum þar sem innritun hefur þurft að fara fram handvirkt og sums staðar hafa greiðslukerfi legið niðri, svo öngþveiti myndaðist í verslunum. Hér heima hefur áhrifa kerfishrunsins einnig gætt; netbanki og smáforrit Landsbankans lá niðri um tíma og þá lítur út fyrir takmarkaða þjónustu á bókasöfnum um allt land, þar sem Gegnir, landskerfi bókasafna er óvirkt. Íslensku flugfélögin virðast hafa sloppið vel, einu flugi Icelandair til Amsterdam var seinkað í morgun en er farið í loftið. Þá hefur fáeinum flugferðum erlendra flugfélaga frá Keflavík verið aflýst eða seinkað en engra áhrifa gætir á Keflavíkurflugvelli sjálfum, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Vel er haldið utan um afleiðingar bilunarinnar í vaktinni á Vísi. CERT-IS hefur sett sig í samband við þá sem glíma við bilun hér á landi. Mikil og seinleg handavinna gæti verið þar í vændum, að sögn Guðmundar. „Þetta er alveg með þeim stærstu atvikum sem hafa komið upp í mörg, mörg ár. Þetta er ekki netárás, ekki mannlegur ásetningur heldur tæknileg bilun, og ágætisáminning um hvað er mikilvægt að eiga vel hannaðar viðbragðsáætlanir.“ Microsoft segir í yfirlýsingu nú fyrir hádegi að rót vandans hafi verið fundin og unnið sé að lausn en áfram megi búast við örðugleikum. Guðmundur telur raunar að það gæti tekið daga eða jafnvel vikur að koma öllu fullkomlega í lag. Netöryggi Fréttir af flugi Microsoft Tengdar fréttir Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Bilunarinnar varð fyrst vart undir morgun að íslenskum tíma. Hún er rakin til gallaðrar uppfærslu á vírusvörn netöryggisfyrirtækisins Crowdstrike, sem keyrð hefur verið á Windows-búnaði Microsoft. „Sem olli því að tölvurnar hrundu og ekki er hægt að setja þær í gang aftur. Þetta virðist hafa teygt sig líka inn í skýjaþjónustu Microsoft, sem verið er að vinna í að koma á lappirnar aftur. Þannig að þetta eru mjög víðtæk áhrif af þessu af því að þetta eru svo rosalega markaðsráðandi aðilar, sérstaklega Microsoft sem keyra svo rosalega mikið af þessum upplýsingatæknikerfum um allan heim þannig að áhrifin eru gífurleg,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveit. Fáeinum flugferðum erlendra félaga frá KEF aflýst Og áhrifin hafa sannarlega verið gífurleg; skömmu fyrir hádegi hafði á annað þúsund flugferða verið aflýst víða um heim, langar raðir hafa myndast á flugvöllum þar sem innritun hefur þurft að fara fram handvirkt og sums staðar hafa greiðslukerfi legið niðri, svo öngþveiti myndaðist í verslunum. Hér heima hefur áhrifa kerfishrunsins einnig gætt; netbanki og smáforrit Landsbankans lá niðri um tíma og þá lítur út fyrir takmarkaða þjónustu á bókasöfnum um allt land, þar sem Gegnir, landskerfi bókasafna er óvirkt. Íslensku flugfélögin virðast hafa sloppið vel, einu flugi Icelandair til Amsterdam var seinkað í morgun en er farið í loftið. Þá hefur fáeinum flugferðum erlendra flugfélaga frá Keflavík verið aflýst eða seinkað en engra áhrifa gætir á Keflavíkurflugvelli sjálfum, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Vel er haldið utan um afleiðingar bilunarinnar í vaktinni á Vísi. CERT-IS hefur sett sig í samband við þá sem glíma við bilun hér á landi. Mikil og seinleg handavinna gæti verið þar í vændum, að sögn Guðmundar. „Þetta er alveg með þeim stærstu atvikum sem hafa komið upp í mörg, mörg ár. Þetta er ekki netárás, ekki mannlegur ásetningur heldur tæknileg bilun, og ágætisáminning um hvað er mikilvægt að eiga vel hannaðar viðbragðsáætlanir.“ Microsoft segir í yfirlýsingu nú fyrir hádegi að rót vandans hafi verið fundin og unnið sé að lausn en áfram megi búast við örðugleikum. Guðmundur telur raunar að það gæti tekið daga eða jafnvel vikur að koma öllu fullkomlega í lag.
Netöryggi Fréttir af flugi Microsoft Tengdar fréttir Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06