Auðveld ákvörðun fyrst konan var klár í slaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júlí 2024 08:00 Ægir Jarl er fluttur til Köben. Vísir/Bjarni Ægir Jarl Jónasson hefur yfirgefið KR og er fluttur búferlum til Kaupmannahafnar þar sem hann bætist við Íslendinganýlendu þar í borg. Hann hefur lengi dreymt um að spila fótbolta erlendis. „Maður er búinn að stefna að þessu síðan maður var lítill krakki. Þetta er það sem mann dreymir um. Það er bara frábært að fá tækifæri til að spila fótbolta úti,“ segir Ægir Jarl um skiptin til AB sem leikur í þriðju efstu deild í Danaveldi. Íslendingatenging félagsins er rík þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson var nýverið ráðinn þjálfari liðsins og Ágúst Eðvald Hlynsson er leikmaður þess. Þá er stefnan sett hátt hjá þessu sögufræga félagi. „Þetta er bara sterk deild, hörkudeild og risaklúbbur sem er í smá lægð. Þeir ætla upp og það er spennandi verkefni að taka þátt í einhverju svona. Að hjálpa þeim að negla sér upp um deildir er spennandi,“ segir Ægir. Ægir fer til Danmerkur frá KR í Bestu deildinni. Hann kveður með söknuði eftir fimm ár í Vesturbænum. „Auðvitað er erfitt að skilja við KR. Ég er búinn að eignast fullt frábærum vinum og þykir mjög vænt um KR. Ég þakklátur þeim fyrir tímann sem ég var hjá þeim. Það var einn titill á fyrsta árinu og ég á þeim mikið að þakka. Það verður ákveðinn söknuður þar,“ segir Ægir. Ægir flytur utan með kærustu sínu og barni og þarf í mörg horn að líta. „Þetta var spurning um fjölskylduna, ég er með konu og barn, það var spurning hvort þau væru klár í þetta líka. Það spilaði stórt hlutverk. Þegar allir voru klárir var þetta auðveld ákvörðun,“ Það voru sem sagt fundarhöld á heimilinu? „Það þurfti aðeins að sannfæra hana en hún er spennt fyrir þessu líka. Þetta verður bara frábært,“ segir Ægir sem segir meira en að segja það að flytja erlendis. „Þetta er búið að vera mikið maus og í mörg horn að líta. Það verður gott að komast út og geta einbeitt sér að verkefninu,“ segir Ægir Jarl. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Danski boltinn KR Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira
„Maður er búinn að stefna að þessu síðan maður var lítill krakki. Þetta er það sem mann dreymir um. Það er bara frábært að fá tækifæri til að spila fótbolta úti,“ segir Ægir Jarl um skiptin til AB sem leikur í þriðju efstu deild í Danaveldi. Íslendingatenging félagsins er rík þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson var nýverið ráðinn þjálfari liðsins og Ágúst Eðvald Hlynsson er leikmaður þess. Þá er stefnan sett hátt hjá þessu sögufræga félagi. „Þetta er bara sterk deild, hörkudeild og risaklúbbur sem er í smá lægð. Þeir ætla upp og það er spennandi verkefni að taka þátt í einhverju svona. Að hjálpa þeim að negla sér upp um deildir er spennandi,“ segir Ægir. Ægir fer til Danmerkur frá KR í Bestu deildinni. Hann kveður með söknuði eftir fimm ár í Vesturbænum. „Auðvitað er erfitt að skilja við KR. Ég er búinn að eignast fullt frábærum vinum og þykir mjög vænt um KR. Ég þakklátur þeim fyrir tímann sem ég var hjá þeim. Það var einn titill á fyrsta árinu og ég á þeim mikið að þakka. Það verður ákveðinn söknuður þar,“ segir Ægir. Ægir flytur utan með kærustu sínu og barni og þarf í mörg horn að líta. „Þetta var spurning um fjölskylduna, ég er með konu og barn, það var spurning hvort þau væru klár í þetta líka. Það spilaði stórt hlutverk. Þegar allir voru klárir var þetta auðveld ákvörðun,“ Það voru sem sagt fundarhöld á heimilinu? „Það þurfti aðeins að sannfæra hana en hún er spennt fyrir þessu líka. Þetta verður bara frábært,“ segir Ægir sem segir meira en að segja það að flytja erlendis. „Þetta er búið að vera mikið maus og í mörg horn að líta. Það verður gott að komast út og geta einbeitt sér að verkefninu,“ segir Ægir Jarl. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Danski boltinn KR Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira