Suður-Súdanir voru alls óhræddir við bandarísku stjörnurnar og náðu mest sextán stiga forskoti í leiknum. Og þegar tuttugu sekúndur voru eftir kom JD Thor, fyrrverandi leikmaður Charlotte Hornets, Suður-Súdan yfir með þriggja stiga körfu, 99-100.
Þá tók hinn 39 ára LeBron málin í sínar hendur og kom Bandaríkjunum yfir þegar átta sekúndur voru eftir. Það reyndist sigurkarfa leiksins þrátt fyrir að Suður-Súdan hefði fengið tækifæri til að tryggja sér sigurinn á lokasekúndunum.
IT'S WHAT HE DOES. 🥶
— USA Basketball (@usabasketball) July 20, 2024
🇺🇸 #USABMNT x 📺 @FoxSports pic.twitter.com/zGBz6TJ54T
„Við tökum ekkert af Suður-Súdan. Þeir spiluðu einstaklega góðan körfubolta og það er þess vegna sem leikurinn vinnst á gólfinu en ekki á pappír,“ sagði LeBron sem skoraði 25 stig í leiknum í O2 höllinni í London.
Suður-Súdan er á leið á sína fyrstu Ólympíuleika og miðað við frammistöðuna í gær getur liðið vel látið að sér kveða í París. Ekki er langt síðan Suður-Súdan fékk sjálfstæði og körfuboltalið þjóðarinnar hefur aðeins verið til í nokkur ár.
Carlik Jones, sem var eitt sinn á mála hjá Chicago Bulls, var með þrefalda tvennu í gær; fimmtán stig, ellefu fráköst og ellefu stoðsendingar, og Marial Shayok, fyrrverandi leikmaður Philadelphia 76ers, skoraði 24 stig og hitti úr sex af tólf þriggja stiga skotum sínum.