Mikill meirihluti landsmanna mótfallinn sjókvíaeldi Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2024 11:25 Samkvæmt nýrri könnun vilja sextíu prósent landsmanna hreinlega banna sjókvíaeldi. vísir/einar Í nýrri könnun Gallups kemur fram að rúm sextíu og fimm prósent þjóðarinnar er andsnúin sjókvíaeldi meðan tæp fjórtán prósent eru jákvæð. Í helstu niðurstöðum kemur fram að 65,4 prósent eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldi en 13,9 segjast jákvæð. Tæp sextíu prósent vilja ganga svo langt að banna sjókvíaeldi og þá telja tæp 62 prósent velferð eldislaxa í sjókvíaeldi slæma. Andstaðan hefur ekki mælst hærri í könnunum Gallups, fleiri vilja bann en áður og þessi nýja spurning um velferðarvandann í sjókvíaeldi sýnir að fólk er orðið vel meðvitað um að þá skuggahlið iðnaðarins. Þetta segir Jón Kaldal en könnunin er unnin að ósk Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Úrtak könnunarinnar var 1948, fjöldi svarenda var 915 sem þýðir að þátttökuhlutfall mælist 47 prósent. Könnunina má finna í viðtengdum skjölum hér neðar. Jón fagnar niðurstöðu könnunarinnar og telur hana meðal annars lýsa því að auglýsingaherferð SFS nái ekki máli. Jón telur engan vafa leika á um að staða baráttu gegn laxeldi í opnum sjókvíum sé ótrúlega sterk. En óttast hann ekki að þeir sem eru hlynntir sjókvíaeldi muni afskrifa niðurstöðurnar á altari þess að könnunin er gerð að undirlagi Íslenska náttúruverndarsjóðsins. „Nei. Ég hef engar áhyggjur af því. Gallup vinnur könnunina eftir sinni viðurkenndu vísindalegu aðferðarfræði. Því til viðbótar hafa önnur könnunarfyrirtæki líka kannað afstöðu þjóðarinnar í þessum efnum að eigin frumkvæði og niðurstöðurnar nánast eins. Fjórum til fimm sinnum fleiri eru á móti þessum skaðlega iðnaði en styðja hann,“ segir Jón. Í könnuninni má lesa ríka andstöðu við sjókvíaeldi: Andstaðan við sjókvíaeldi er afgerandi - í öllum aldurs- og tekjuhópum - meðal karla og kvenna - í öllum kjördæmum - meðal kjósenda allra flokka Afstaða greind eftir flokkapólitík Neikvæðni í garð sjókvíaeldis er yfir 50 prósent meðal stuðningsfólks allra flokka nema Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en þar er þó andstaðan mun meiri en stuðningurinn: Sjálfstæðisflokkur 43% neikvæð 22% jákvæð 35% hvorki né Framsóknarflokkur 39% neikvæð 32% jákvæð 29% hvorki né Mest er andstaðan meðal þeirra sem styðja Pírata og Samfylkinguna: Píratar 97% neikvæð 0% jákvæð 3% hvorki né Samfylkingin: 78% neikvæð 11% jákvæð 11%% hvorki né Auglýsingaherferð SFS skilar litlu Jón segir niðurstöðurnar sérlega gleðilegar í ljósi þess að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hefur rekið nokkuð harða ímyndarauglýsingabaráttu að undanförnu. „SFS er líklega búið að láta framleiða og birta sjónvarps- og netauglýsingar sem kosta um það bil tvöfalt það sem kostar að reka Íslenska náttúruverndarsjóðinn á ári. Ánægjulegt að fá staðfest að þjóðin sér í gegnum þennan glansmyndar áróður SFS,“ segir Jón. Tengd skjöl 4035840_Sjókvíaeldi_170724PDF358KBSækja skjal Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lax Fiskeldi Stjórnsýsla Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Sjá meira
Í helstu niðurstöðum kemur fram að 65,4 prósent eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldi en 13,9 segjast jákvæð. Tæp sextíu prósent vilja ganga svo langt að banna sjókvíaeldi og þá telja tæp 62 prósent velferð eldislaxa í sjókvíaeldi slæma. Andstaðan hefur ekki mælst hærri í könnunum Gallups, fleiri vilja bann en áður og þessi nýja spurning um velferðarvandann í sjókvíaeldi sýnir að fólk er orðið vel meðvitað um að þá skuggahlið iðnaðarins. Þetta segir Jón Kaldal en könnunin er unnin að ósk Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Úrtak könnunarinnar var 1948, fjöldi svarenda var 915 sem þýðir að þátttökuhlutfall mælist 47 prósent. Könnunina má finna í viðtengdum skjölum hér neðar. Jón fagnar niðurstöðu könnunarinnar og telur hana meðal annars lýsa því að auglýsingaherferð SFS nái ekki máli. Jón telur engan vafa leika á um að staða baráttu gegn laxeldi í opnum sjókvíum sé ótrúlega sterk. En óttast hann ekki að þeir sem eru hlynntir sjókvíaeldi muni afskrifa niðurstöðurnar á altari þess að könnunin er gerð að undirlagi Íslenska náttúruverndarsjóðsins. „Nei. Ég hef engar áhyggjur af því. Gallup vinnur könnunina eftir sinni viðurkenndu vísindalegu aðferðarfræði. Því til viðbótar hafa önnur könnunarfyrirtæki líka kannað afstöðu þjóðarinnar í þessum efnum að eigin frumkvæði og niðurstöðurnar nánast eins. Fjórum til fimm sinnum fleiri eru á móti þessum skaðlega iðnaði en styðja hann,“ segir Jón. Í könnuninni má lesa ríka andstöðu við sjókvíaeldi: Andstaðan við sjókvíaeldi er afgerandi - í öllum aldurs- og tekjuhópum - meðal karla og kvenna - í öllum kjördæmum - meðal kjósenda allra flokka Afstaða greind eftir flokkapólitík Neikvæðni í garð sjókvíaeldis er yfir 50 prósent meðal stuðningsfólks allra flokka nema Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en þar er þó andstaðan mun meiri en stuðningurinn: Sjálfstæðisflokkur 43% neikvæð 22% jákvæð 35% hvorki né Framsóknarflokkur 39% neikvæð 32% jákvæð 29% hvorki né Mest er andstaðan meðal þeirra sem styðja Pírata og Samfylkinguna: Píratar 97% neikvæð 0% jákvæð 3% hvorki né Samfylkingin: 78% neikvæð 11% jákvæð 11%% hvorki né Auglýsingaherferð SFS skilar litlu Jón segir niðurstöðurnar sérlega gleðilegar í ljósi þess að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hefur rekið nokkuð harða ímyndarauglýsingabaráttu að undanförnu. „SFS er líklega búið að láta framleiða og birta sjónvarps- og netauglýsingar sem kosta um það bil tvöfalt það sem kostar að reka Íslenska náttúruverndarsjóðinn á ári. Ánægjulegt að fá staðfest að þjóðin sér í gegnum þennan glansmyndar áróður SFS,“ segir Jón. Tengd skjöl 4035840_Sjókvíaeldi_170724PDF358KBSækja skjal
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lax Fiskeldi Stjórnsýsla Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Sjá meira