Styrkás kaupir Kraft Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2024 11:45 Ásmundur Tryggvason, forstjóri Styrkáss hf.. Styrkás hf. Styrkás hf. og Björn Erlingsson hafa undirritað kaupsamning um kaup Styrkáss á öllu hlutafé í Krafti ehf. sem er söluaðili MAN, Palfinger og Bucher-Municipal á Íslandi. Kraftur rekur jafnframt þjónustuverkstæði fyrir MAN bifreiðar að Vagnhöfða í Reykjavík. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlits og birgja. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Styrkási. Þar segir að Kraftur verði áfram rekið sem sjálfstætt félag í kjölfar kaupanna en stefna nýs eiganda sé að skapa hagræði og efla þjónustu við viðskiptavini Krafts með samnýtingu innviða sem til staðar séu innan Styrkás samstæðunnar. Traton Group sé framleiðandi bæði MAN og Scania og með kaupunum verði söluaðilar beggja vörumerkja á Íslandi innan sömu samstæðu. Velti tveimur milljörðum Velta Krafts árið 2023 hafi numið um tveimur milljörðum króna og hagnaður Krafts fyrir afskriftir árið 2023 hafi verið180 milljónir króna. Kaupverð verði að hluta til greitt með útgáfu nýrra hluta í Styrkási og Björn geti eignast allt að 0,94 prósenta hlut í Styrkási, ef viðmið nást að fullu. „Með kaupum á Krafti er skref stigið til að efla þann kjarna innan Styrkáss sem annast sölu og þjónustu á tækjum og búnaði. Fyrir er Klettur sem er m.a. söluaðili Scania og CAT á Íslandi en með kaupunum er ætlunin að nýta þá innviði sem til staðar eru innan samstæðu Styrkáss og byggja ofan á sterkt samband við Traton Group sem er framleiðandi bæði MAN og Scania,“ er haft eftir Ásmundi Tryggvasyni, forstjóra Styrkáss. Hefur starfað hjá félaginu í rúm fjörutíu ár „Kraftur hóf starfsemi árið 1966 og hef ég starfað hjá félaginu í yfir fjörutíu ár og gengt starfi framkvæmdastjóra félagsins frá árinu 1996. Í gegnum tíðina hefur vörumerkjum fjölgað og umsvifin aukist ár frá ári. Það er ánægjulegt að afhenda keflið til næstu kynslóðar og fá um leið sterkan eiganda að félaginu með mikla burði til að þjónusta viðskiptavini enn betur. Framtíðin er björt enda hefur félagið á að skipa úrvals hópi starfsfólks og býr að traustum viðskiptasamböndum til áratuga, er haft eftir Birni Erlingssyni, framkvæmdastjóra og eiganda Krafts. Vilja komast á markað fyrir lok 2027 Í tillkynningu segir að Styrkás sé í 63 prósenta eigu Skeljar fjárfestingarfélags hf. og 27 prósenta eigu Horns IV slhf., framtakssjóðs í stýringu Landsbréfa. Styrkás hafi markað sér stefnu um að byggja ofan á sterkar stoðir samstæðunnar með innri og ytri vexti á fimm kjarnasviðum, orku og efnavöru, tækjum og búnaði, umhverfi, iðnaði og eignaumsýslu og leigustarfsemi. Innan samstæðu félagsins í dag séu meðal annars Skeljungur, Klettur, Stólpi Gámar, Stólpi Smiðja, Alkul og Tjónaþjónustan, sem séu leiðandi félög á sínum sviðum. Markmið hluthafa sé að skrá alla hluti í félaginu á skipulegan markað í Kauphöll Íslands fyrir árslok 2027. Kaup og sala fyrirtækja Skel fjárfestingafélag Bílar Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Styrkási. Þar segir að Kraftur verði áfram rekið sem sjálfstætt félag í kjölfar kaupanna en stefna nýs eiganda sé að skapa hagræði og efla þjónustu við viðskiptavini Krafts með samnýtingu innviða sem til staðar séu innan Styrkás samstæðunnar. Traton Group sé framleiðandi bæði MAN og Scania og með kaupunum verði söluaðilar beggja vörumerkja á Íslandi innan sömu samstæðu. Velti tveimur milljörðum Velta Krafts árið 2023 hafi numið um tveimur milljörðum króna og hagnaður Krafts fyrir afskriftir árið 2023 hafi verið180 milljónir króna. Kaupverð verði að hluta til greitt með útgáfu nýrra hluta í Styrkási og Björn geti eignast allt að 0,94 prósenta hlut í Styrkási, ef viðmið nást að fullu. „Með kaupum á Krafti er skref stigið til að efla þann kjarna innan Styrkáss sem annast sölu og þjónustu á tækjum og búnaði. Fyrir er Klettur sem er m.a. söluaðili Scania og CAT á Íslandi en með kaupunum er ætlunin að nýta þá innviði sem til staðar eru innan samstæðu Styrkáss og byggja ofan á sterkt samband við Traton Group sem er framleiðandi bæði MAN og Scania,“ er haft eftir Ásmundi Tryggvasyni, forstjóra Styrkáss. Hefur starfað hjá félaginu í rúm fjörutíu ár „Kraftur hóf starfsemi árið 1966 og hef ég starfað hjá félaginu í yfir fjörutíu ár og gengt starfi framkvæmdastjóra félagsins frá árinu 1996. Í gegnum tíðina hefur vörumerkjum fjölgað og umsvifin aukist ár frá ári. Það er ánægjulegt að afhenda keflið til næstu kynslóðar og fá um leið sterkan eiganda að félaginu með mikla burði til að þjónusta viðskiptavini enn betur. Framtíðin er björt enda hefur félagið á að skipa úrvals hópi starfsfólks og býr að traustum viðskiptasamböndum til áratuga, er haft eftir Birni Erlingssyni, framkvæmdastjóra og eiganda Krafts. Vilja komast á markað fyrir lok 2027 Í tillkynningu segir að Styrkás sé í 63 prósenta eigu Skeljar fjárfestingarfélags hf. og 27 prósenta eigu Horns IV slhf., framtakssjóðs í stýringu Landsbréfa. Styrkás hafi markað sér stefnu um að byggja ofan á sterkar stoðir samstæðunnar með innri og ytri vexti á fimm kjarnasviðum, orku og efnavöru, tækjum og búnaði, umhverfi, iðnaði og eignaumsýslu og leigustarfsemi. Innan samstæðu félagsins í dag séu meðal annars Skeljungur, Klettur, Stólpi Gámar, Stólpi Smiðja, Alkul og Tjónaþjónustan, sem séu leiðandi félög á sínum sviðum. Markmið hluthafa sé að skrá alla hluti í félaginu á skipulegan markað í Kauphöll Íslands fyrir árslok 2027.
Kaup og sala fyrirtækja Skel fjárfestingafélag Bílar Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira