Þá verður rætt við menntamálaráðherra sem segir málflutning Viðskiptaráðs um starfsfólk menntakerfisins óásættanlegan og hjákátlegan. Ráðið segir Kennarasamband Íslands hafa leitt málaflokkinn í öngstræti og hvetur stjórnvöld til að taka fyrir frekari afskipti sambandsins.
Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði umtalsvert fyrstu mánuði þessa árs samanborið við í fyrra. Farið verður yfir þróunina en neikvæð áhrif kórónuveirufaraldursins, aukin vanlíðan meðal barna og samfélagsmiðlar eru meðal þess sem kunna að skýra þróunina að sögn forstjóra forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Hún hefur áhyggjur af stöðunni.
Klósettpappír, hægðir og sóðaskapur í Hofstaðaskógi er ein birtingarmynd niðurskurðar til Skógræktarfélags Íslands. Rætt verður við framkvæmdastjóra sem segir félagið ekki hafa tök á að sinna hreinsunarstarfi líkt og áður.
Þessar fréttir og fleiri, auk nýjustu íþróttafrétta með Vali Páli, í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.