DV greinir frá nafni hins látna og vísar til taílenskra miðla sem hafa fjallað um málið og lýst því sem dularfullu.
Guðmundur Kristinn hafði dvalið í um mánuð á hótelinu en greitt fyrir herbergið einn dag í einu. Þegar hann hafði ekki skilað sér í móttökuna innan nokkurra klukkutíma fór starfsfólk hótelsins og bankaði upp á.
Engir áverkar fundust á Guðmundi Kristni. Beðið er krufningar en í taílenskum miðlum kemur fram að flöskur af áfengi hafi fundist í herberginu. Er ofneysla áfengis nefnd sem möguleg dánarorsök.