Ná síður að hirða salernispappír vegna niðurskurðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. júlí 2024 13:19 Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis í Hofsstaðaskógi fyrr í sumar. Papprínn lá víða um skóginn. vísir/Vilhelm Klósettpappír, hægðir og sóðaskapur í Hofsstaðaskógi er ein birtingarmynd niðurskurðar til Skógræktarfélags Íslands. Framkvæmdastjóri segir félagið ekki hafa tök á að sinna hreinsunarstarfi líkt og áður. Sýndar voru myndir úr Hofastaðaskógi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni þar sem mátti sjá mátti salernispappír á víð og dreif. Pappírinn liggur innan um trén og á göngustígum og er sterk vísbending um að ferðamenn komi við í skóginum til þess að gera þarfir sínar. Brynjólfur Jónsson, skógfræðingur og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, segir þetta miður, þrátt fyrir að vandamálið sé ekki nýtt. Staðan sé þó ef til vill verri en oft áður vegna niðurskurðar hjá félaginu. „Á síðasta ári og á þessu ári fengum við ekki verkenfastyrki sem við höfum fengið í tuttugu ár. Þannig að við höfum sinnt þessu minna en árin áður og það eru bara fjárhagslegir hagsmunir sem knýja okkur til þess að minnka umhirðuna,“ segir Brynjólfur. Hofsstaðaskógur sé einn af sautján opnum skógum sem Skógræktarfélag Íslands hafi með að gera. Styrkurinn sem umhverfisráðuneytið hafi áður veitt félaginu hafi farið í að sinna þeim. „Þó það séu ekki háar upphæðir munar um það. Áður fyrr höfum við getað farið tvær ferðir í kringum landið en núna er það bara ein ferð.“ Hópur á vegum skógræktarfélagsins er nú Vestanlands og mun í vikunni taka til í Hofsstaðaskógi. Þar horfa málin því til betri vegar en Brynjólfur segir brottfall styrkveitingarinnar grátlegt og óútskýrt. Enn sé verk að vinna í uppbyggingu innviða og vandamálið hverfi því ekki, sérstaklega þar sem langt er á milli bensínstöðva og salernisaðstaðna. „Ferðamenn eru bara eins og allir aðir, þeir þurfa að sinna sínum þörfum og því miður er það gert á þessum stöðum.“ Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Sýndar voru myndir úr Hofastaðaskógi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni þar sem mátti sjá mátti salernispappír á víð og dreif. Pappírinn liggur innan um trén og á göngustígum og er sterk vísbending um að ferðamenn komi við í skóginum til þess að gera þarfir sínar. Brynjólfur Jónsson, skógfræðingur og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, segir þetta miður, þrátt fyrir að vandamálið sé ekki nýtt. Staðan sé þó ef til vill verri en oft áður vegna niðurskurðar hjá félaginu. „Á síðasta ári og á þessu ári fengum við ekki verkenfastyrki sem við höfum fengið í tuttugu ár. Þannig að við höfum sinnt þessu minna en árin áður og það eru bara fjárhagslegir hagsmunir sem knýja okkur til þess að minnka umhirðuna,“ segir Brynjólfur. Hofsstaðaskógur sé einn af sautján opnum skógum sem Skógræktarfélag Íslands hafi með að gera. Styrkurinn sem umhverfisráðuneytið hafi áður veitt félaginu hafi farið í að sinna þeim. „Þó það séu ekki háar upphæðir munar um það. Áður fyrr höfum við getað farið tvær ferðir í kringum landið en núna er það bara ein ferð.“ Hópur á vegum skógræktarfélagsins er nú Vestanlands og mun í vikunni taka til í Hofsstaðaskógi. Þar horfa málin því til betri vegar en Brynjólfur segir brottfall styrkveitingarinnar grátlegt og óútskýrt. Enn sé verk að vinna í uppbyggingu innviða og vandamálið hverfi því ekki, sérstaklega þar sem langt er á milli bensínstöðva og salernisaðstaðna. „Ferðamenn eru bara eins og allir aðir, þeir þurfa að sinna sínum þörfum og því miður er það gert á þessum stöðum.“
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira