Þekkir Kamölu Harris: „Ég held að hún eigi eftir að rassskella hann nokkrum sinnum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2024 18:46 Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna verður líklega forsetaefni Demókrataflokksins. EPA Margrét Hrafnsdóttir, mikil áhugakona um bandarísk stjórnmál, þekkir Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna og líklegt forsetaefni Demókrataflokksins. Hún hefur mikla trú á sinni konu í baráttunni við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og frambjóðanda Repúblikana. „Það eru mörg, mörg ár síðan. Þá hitti ég hana í fallegu húsi einhverstaðar í Bel Air, þar sem ég bjó, og kunni ofboðslega vel við hana,“ sagði Margrét í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag, aðspurð um það hvernig hún kynntist Harris. Harris var um þessar mundir dómsmálaráðherra Kaliforníuríkis og var nýkomin í það embætti. „Síðan tók hún það embætti í raun og veru lengra en nokkur hafði gert. Það gerðist í raun og veru í bankahruninu í Bandaríkjunum 2008 þegar hún varð helsti talsmaður húsnæðiseigenda með húsnæðislán. Hún tók bankastjóranna og bankana kverkataki mætti segja og skipaði þeim að greiða húsnæðislánaeigendum til baka það sem það hafði tapað,“ segir Margrét. „Fyrir þetta varð hún auðvitað þjóðhetja. Þannig kemur hún fram á sviðið.“ Að sögn Margrétar þorði enginn á móti Harris í kjölfarið þegar hún bauð sig fram til öldungardeildarinnar. „Hún átti mjög auðvelt með að fylla í skarð Barböru Boxer, vinkonu minnar.“ Frægðarsól Kamölu Harris reis því hratt segir Margrét, en það var vegna þess að hún tók hvern stórlaxinn fyrir einn af öðrum, og þeir enduðu á að hlýða henni. „Þannig allir sem halda að Kamala Harris eigi ekki séns í Trump, þeir í fyrsta lagi þekkja hana ekki, í öðru lagi skilja ekki hvernig hún er og vinnur, og í þriðja lagi átta sig ekki á því hvers konar kraftur fylgir því að Biden stígur til hliðar og hún inn,“ segir Margrét sem tekur fram að hún hafi aldrei séð jafn mikinn kraft innan Demókrataflokksins og á síðustu 24 tímum. Líklega verður Kamölu Harris hrókerað inn fyrir Joe Biden.EPA Harris hefur ekki formlega verið útnefnd sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins en mörg þungavigtarnöfn hafa þegar lýst yfir stuðningi við hana. Margrét telur ólíklegt að hún muni fá mótframboð frá stórum nöfnum úr flokknum. Þá heldur Margrét að Trump muni eiga í miklum vandræðum með Kamölu Harris og spáir stórsigri Demókrataflokksins. „Ég held að hún eigi eftir að rassskella hann nokkrum sinnum áður en kosningarnar fara fram.“ Bandaríkin Joe Biden Kamala Harris Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
„Það eru mörg, mörg ár síðan. Þá hitti ég hana í fallegu húsi einhverstaðar í Bel Air, þar sem ég bjó, og kunni ofboðslega vel við hana,“ sagði Margrét í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag, aðspurð um það hvernig hún kynntist Harris. Harris var um þessar mundir dómsmálaráðherra Kaliforníuríkis og var nýkomin í það embætti. „Síðan tók hún það embætti í raun og veru lengra en nokkur hafði gert. Það gerðist í raun og veru í bankahruninu í Bandaríkjunum 2008 þegar hún varð helsti talsmaður húsnæðiseigenda með húsnæðislán. Hún tók bankastjóranna og bankana kverkataki mætti segja og skipaði þeim að greiða húsnæðislánaeigendum til baka það sem það hafði tapað,“ segir Margrét. „Fyrir þetta varð hún auðvitað þjóðhetja. Þannig kemur hún fram á sviðið.“ Að sögn Margrétar þorði enginn á móti Harris í kjölfarið þegar hún bauð sig fram til öldungardeildarinnar. „Hún átti mjög auðvelt með að fylla í skarð Barböru Boxer, vinkonu minnar.“ Frægðarsól Kamölu Harris reis því hratt segir Margrét, en það var vegna þess að hún tók hvern stórlaxinn fyrir einn af öðrum, og þeir enduðu á að hlýða henni. „Þannig allir sem halda að Kamala Harris eigi ekki séns í Trump, þeir í fyrsta lagi þekkja hana ekki, í öðru lagi skilja ekki hvernig hún er og vinnur, og í þriðja lagi átta sig ekki á því hvers konar kraftur fylgir því að Biden stígur til hliðar og hún inn,“ segir Margrét sem tekur fram að hún hafi aldrei séð jafn mikinn kraft innan Demókrataflokksins og á síðustu 24 tímum. Líklega verður Kamölu Harris hrókerað inn fyrir Joe Biden.EPA Harris hefur ekki formlega verið útnefnd sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins en mörg þungavigtarnöfn hafa þegar lýst yfir stuðningi við hana. Margrét telur ólíklegt að hún muni fá mótframboð frá stórum nöfnum úr flokknum. Þá heldur Margrét að Trump muni eiga í miklum vandræðum með Kamölu Harris og spáir stórsigri Demókrataflokksins. „Ég held að hún eigi eftir að rassskella hann nokkrum sinnum áður en kosningarnar fara fram.“
Bandaríkin Joe Biden Kamala Harris Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“