Lét taka af sér puttann svo hann gæti keppt á Ólympíuleikunum í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2024 07:31 Hvernig sem fer þá mun Matthew Dawson alltaf eiga minnisvarða um þessa Ólympíuleika. Hann fórnaði hægri baugfingri fyrir þá. Getty/Alexander Hassenstein Ástralski hokkíleikmaðurinn Matthew Dawson var tilbúinn að fórna miklu fyrir það að keppa á Ólympíuleikunum í París. Eftir að hann meiddist illa á fingri á dögunum var þátttaka hans á leikunum í hættu. Dawson vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó og vildi alls ekki missa af leikunum í París. Dawson er þrítugur varnarmaður sem hefur skorað 13 mörk í 209 landsleikjum. Hann spilar með liði Amsterdam í Hollandi. 🤯Se AMPUTA un DEDO para ir a los JUEGOS OLÍMPICOS.🇦🇺 Matt Dawson (jugador australiano de hockey) y su 'locura' para llegar a París 2024. pic.twitter.com/BeMcWHNdkt— El Chiringuito TV (@elchiringuitotv) July 22, 2024 Dawson hafði hins vegar brotið baugfingur á hægri hendi. Aðgerð hefði líklega kostað hann þátttöku á leikunum en til að flýta fyrir bata þá lét hann bara taka af sér puttann. „Ég tók upplýsta ákvörðun eftir ráð frá lýtalækni, ekki aðeins til að ná leikunum í París heldur einnig fyrir mig sjálfan út lífið,“ sagði Matt Dawson við 7NEWS. „Þetta er svolítil breyting og spennandi áskorun,“ sagði Dawson. Þjálfari hans, Colin Batch, hrósaði lærisveini sínum fyrir staðfestuna. Hann sjálfur er þó ekki viss um að hann gæti tekið þessa ákvörðun sjálfur. Ástralska hokkíliðið, sem er kallað Kookaburras, er sigurstranglegt á Ólympíuleikunum í ár. Ákvörðun Dawson sýnir liðsfélögum hans hversu mikla seiglu hann býr yfir og mikla ástríðu hann hefur fyrir íþróttinni. Hann fórnar að minnsta kosti ansi miklu fyrir hana. View this post on Instagram A post shared by Pubity (@pubity) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Jorge Costa látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Sjá meira
Eftir að hann meiddist illa á fingri á dögunum var þátttaka hans á leikunum í hættu. Dawson vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó og vildi alls ekki missa af leikunum í París. Dawson er þrítugur varnarmaður sem hefur skorað 13 mörk í 209 landsleikjum. Hann spilar með liði Amsterdam í Hollandi. 🤯Se AMPUTA un DEDO para ir a los JUEGOS OLÍMPICOS.🇦🇺 Matt Dawson (jugador australiano de hockey) y su 'locura' para llegar a París 2024. pic.twitter.com/BeMcWHNdkt— El Chiringuito TV (@elchiringuitotv) July 22, 2024 Dawson hafði hins vegar brotið baugfingur á hægri hendi. Aðgerð hefði líklega kostað hann þátttöku á leikunum en til að flýta fyrir bata þá lét hann bara taka af sér puttann. „Ég tók upplýsta ákvörðun eftir ráð frá lýtalækni, ekki aðeins til að ná leikunum í París heldur einnig fyrir mig sjálfan út lífið,“ sagði Matt Dawson við 7NEWS. „Þetta er svolítil breyting og spennandi áskorun,“ sagði Dawson. Þjálfari hans, Colin Batch, hrósaði lærisveini sínum fyrir staðfestuna. Hann sjálfur er þó ekki viss um að hann gæti tekið þessa ákvörðun sjálfur. Ástralska hokkíliðið, sem er kallað Kookaburras, er sigurstranglegt á Ólympíuleikunum í ár. Ákvörðun Dawson sýnir liðsfélögum hans hversu mikla seiglu hann býr yfir og mikla ástríðu hann hefur fyrir íþróttinni. Hann fórnar að minnsta kosti ansi miklu fyrir hana. View this post on Instagram A post shared by Pubity (@pubity)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Jorge Costa látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Sjá meira