Skriðurnar féllu eftir gríðarmiklar rigningar sem riðið hafa yfir suðurhluta Eþíópíu síðustu daga.
Fyrri aurskriðan féll á sunnudagskvöld og sú seinni á sama svæði í gærmorgun með þeim afleiðingum að björgunarmenn sem þegar voru komnir á svæðið til að grafa upp þá sem urðu undir þeirri fyrri, lentu undir þeirri seinni.
Samkvæmt upplýsingum sem Reuters hefur frá yfirvöldum stendur leit að þeim sem urðu undir skriðunum enn yfir. Enn eigi eftir að grafa mörg lík upp úr rústunum.