Fótbolti

Grun­laus Ægir Jarl biðst af­sökunar

Aron Guðmundsson skrifar
Ægir Jarl var leikmaður KR áður en hann skipti yfir til danska félagsins AB á dögunum
Ægir Jarl var leikmaður KR áður en hann skipti yfir til danska félagsins AB á dögunum Vísir/Anton Brink

Ó­­hætt er að segja að dvöl knatt­­spyrnu­­mannsins Ægis Jarls Jónas­­sonar, hjá nýja fé­lagi hans AB, fari brösug­­lega af stað. Sak­­laus vera hans sem á­horf­andi á leik Lyng­by og FC Kaup­manna­hafnar í dönsku úr­­vals­­deildinni í gær, þar sem að hann var að styðja við bakið á vinum sínum, féll í grýttan jarð­veg hjá stuðnings­­mönnum AB.

Ægir Jarl skipti á dögunum yfir til C-deildar liðsins AB í Dan­mörku frá Bestu deildar liði KR en þar mun Ægir Jarl leika undir stjórn Ís­lendingsins Jóhannesar Karls Guð­jóns­sonar. Í við­tali við í­þrótta­deild Stöðvar 2 á dögunum sagði Ægir Jarl frá lang­þráðum draumi sínum að leika knatt­spyrnu er­lendis og því var það erfitt fyrir hann að hafna tæki­færinu að leika fyrir AB.

Nýr í Dana­veldi og ekki hægt að kenna Ægi Jarli um það að hann viti lítið um ná­granna­slagi eða hat­römm sam­bönd liða þar í landi. Því fór hann, myndi maður ætla, ansi ró­legur á leik Lyng­by og FC Kaup­manna­hafnar í dönsku úr­vals­deildinni í gær á heima­velli Lyng­by að styðja við bakið á kunningjum sínum. Sann­kallaðan Ís­lendinga­slag þar sem fjöl­margir Ís­lendingar eru á mála hjá þessum tveimur liðum.

Sögu­lega séð er mikill rígur á milli AB, nú­verandi fé­lags Ægis Jarls, og Lyng­by. Ís­lendingurinn birti færslu á sam­fé­lags­miðlum þar sem mátti sjá að hann var mættur á leik gær­kvöldsins en skyndi­lega var sú færsla dregin til baka.

Færsla Ægis Jarls, afsökunarbeiðni til stuðningsmanna AB, birtist á samfélagsmiðlum í gær.Vísir/Skjáskot

Í kjöl­farið birtir Ægir Jarl af­sökunar­beiðni og ljóst að eitt­hvað mikið hafði gengið á, stuðnings­menn AB látið heyra í sér.

„Varðandi fyrri færslu mína. Þetta er til allra stuðnings­manna AB. Ég biðst af­sökunar, ég biðst af­sökunar!“ sagði í færslu Ægis Jarls þar sem að hann út­skýrir svo hvernig hann hafi ekki áttað sig á þeim stóra sögu­lega ríg sem ríkir á milli AB og Lyng­by.

„Ég er ekki full­kominn. Ég var mættur á leikinn til þess að styðja við ís­lenska leik­menn sem spila fyrir fé­lagið og buðu mér á leikinn. Ég lofa af fullu hjarta að ég mun leggja líf og sál í verk­efnið hjá AB svo við getum náð sam­eigin­legum mark­miðum okkar.“


Tengdar fréttir

Jói Kalli hættir hjá landsliðinu og fer til Danmerkur

Jóhannes Karl Guðjónsson hefur óskað eftir því að láta störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Hann mun taka við þjálfun Akademisk Boldklub (AB), sem spilar í þriðju efstu deild Danmerkur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×