Biden greinir frá þessu á X.
Þar segir að hann muni fjalla um það sem framundan er og hvernig hann ætli sér að „ljúka verkinu fyrir bandarísku þjóðina.“
Joe Biden dró framboð sitt til forseta til baka á sunnudaginn. Hann þótti standa sig afar illa í kappræðum við Trump í síðasta mánuði, og hafði setið undir mikilli pressu meðal annars frá áhrifafólki innan demókrataflokksins, um að draga sig úr framboði.
„Það hefur verið mesti heiður lífs míns að gegna embætti forseta ykkar. Og þó að það hafi verið ætlun mín að sækjast eftir endurkjöri, tel ég að það sé í þágu flokks míns og lands að ég víki og einbeiti mér eingöngu að því að sinna skyldum mínum sem forseti það sem eftir er af kjörtímabili mínu,“ sagði Biden á sunnudaginn.
Tomorrow evening at 8 PM ET, I will address the nation from the Oval Office on what lies ahead, and how I will finish the job for the American people.
— President Biden (@POTUS) July 23, 2024