Hert öryggisgæsla í Víkinni: „Finnst þetta aðeins of ýkt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2024 19:00 Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Vísir/Arnar Hert öryggisgæsla verður bæði í Víkinni og á Kópavogsvelli annað kvöld er Evrópuleikir Víkings og Breiðabliks fara fram. UEFA bregst þannig við ólátum sem urðu á leik Vals við Vllaznia í Sambandsdeildinni á dögunum. Upp úr sauð í lok leiks Vals og Vllaznia sem lauk með 2-2 jafntefli. Stuðningsmenn liðsins létu öllum illum látum, sem og starfsfólk og stjórnarmenn. Annað albanskt lið, Egnatia, heimsækir Víkinga á morgun og verður hert öryggisgæsla á vellinum vegna þessa. Hið sama verður uppi á teningunum á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik mætir Drita frá Kósóvó. „Það er aðeins meiri viðbúnaður en venjulega. UEFA hefur flokkað þennan leik sem high risk leik og sama með leikinn í Kópavogi eftir uppákomuna sem varð á Hlíðarenda um daginn. Það kom hingað öryggiseftirlitsmaður frá UEFA á staðinn og verður okkur til halds og trausts,“ segir Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2) Hann segir ef til vill full langt gengið hjá UEFA, sérstaklega í ljósi þess að engir stuðningsmenn albanska liðsins fylgi því hingað til lands. „Persónulega finnst mér þetta aðeins of ýkt. En eftir uppákomuna á Hlíðarenda álítur UEFA að það þurfi að grípa aðeins inn í hér vegna þess að hér er aftur að koma albanskt lið og lið frá Kósóvó. Vllaznia er frá Norður-Albaníu og þetta eru Kósóvó-Albanar mikið og þeir tengja það einhbern veginn saman,“ „Þeir hafa tilkynnt okkur að engir stuðningsmenn koma með liðinu. En aftur á móti eru Albanar hér á Íslandi sem mæta mögulega á leikinn. Við tökum þeim fagnandi og vonum að þeir hagi sér vel,“ segir Haraldur. Andstæðingar Víkings í heimaleikjabanni Haraldur segist þá feginn því að stuðningsmenn Egnatia komi ekki með liðinu hingað til lands í ljósi þess að UEFA setti liðið í heimaleikjabann sökum hegðunar þeirra á Evrópuleik liðsins í síðustu viku. Klippa: Tjáir sig um herta öryggisgæslu í Víkinni „Við erum ekki þessu vön á Íslandi. Erlendis er þetta alþekkt. Þetta var smá sjokkerandi uppákoma sem kannski vekur okkur til umhugsunar að við þurfum að vera viðbúin öllu svona þegar Evrópuleikir eru í gangi,“ „Við erum fegnir því að það komi ekki stuðningsmenn með liðinu frá Albaníu af því að þeir höguðu sér illa á síðasta leik, í síðustu viku. Þeir munu vegna þess þurfa að leika leikinn á móti okkur ytra fyrir luktum dyrum,“ segir Haraldur. Tóm hamingja í Víkinni En þarf að skoða öryggismálin í kringum Evrópuleiki á Íslandi heildstætt eftir ólætin á dögunum? „Það veltur algjörlega á þeim liðum sem hingað koma. Það er klárlega tilefni til þess að skoða þetta. Við höfum verið til dæmis Lech Poznan fyrir þremur árum, þeim fylgdu 60-70 ultras en þeir höguðu sér mjög vel. Þá var aukin gæsla en enginn öryggisfulltrúi frá UEFA,“ segir Haraldur sem býst ekki við öðru en að allt fari vel fram annað kvöld. „Það verður bara tóm hamingja í Víkinni, að venju.“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Upp úr sauð í lok leiks Vals og Vllaznia sem lauk með 2-2 jafntefli. Stuðningsmenn liðsins létu öllum illum látum, sem og starfsfólk og stjórnarmenn. Annað albanskt lið, Egnatia, heimsækir Víkinga á morgun og verður hert öryggisgæsla á vellinum vegna þessa. Hið sama verður uppi á teningunum á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik mætir Drita frá Kósóvó. „Það er aðeins meiri viðbúnaður en venjulega. UEFA hefur flokkað þennan leik sem high risk leik og sama með leikinn í Kópavogi eftir uppákomuna sem varð á Hlíðarenda um daginn. Það kom hingað öryggiseftirlitsmaður frá UEFA á staðinn og verður okkur til halds og trausts,“ segir Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2) Hann segir ef til vill full langt gengið hjá UEFA, sérstaklega í ljósi þess að engir stuðningsmenn albanska liðsins fylgi því hingað til lands. „Persónulega finnst mér þetta aðeins of ýkt. En eftir uppákomuna á Hlíðarenda álítur UEFA að það þurfi að grípa aðeins inn í hér vegna þess að hér er aftur að koma albanskt lið og lið frá Kósóvó. Vllaznia er frá Norður-Albaníu og þetta eru Kósóvó-Albanar mikið og þeir tengja það einhbern veginn saman,“ „Þeir hafa tilkynnt okkur að engir stuðningsmenn koma með liðinu. En aftur á móti eru Albanar hér á Íslandi sem mæta mögulega á leikinn. Við tökum þeim fagnandi og vonum að þeir hagi sér vel,“ segir Haraldur. Andstæðingar Víkings í heimaleikjabanni Haraldur segist þá feginn því að stuðningsmenn Egnatia komi ekki með liðinu hingað til lands í ljósi þess að UEFA setti liðið í heimaleikjabann sökum hegðunar þeirra á Evrópuleik liðsins í síðustu viku. Klippa: Tjáir sig um herta öryggisgæslu í Víkinni „Við erum ekki þessu vön á Íslandi. Erlendis er þetta alþekkt. Þetta var smá sjokkerandi uppákoma sem kannski vekur okkur til umhugsunar að við þurfum að vera viðbúin öllu svona þegar Evrópuleikir eru í gangi,“ „Við erum fegnir því að það komi ekki stuðningsmenn með liðinu frá Albaníu af því að þeir höguðu sér illa á síðasta leik, í síðustu viku. Þeir munu vegna þess þurfa að leika leikinn á móti okkur ytra fyrir luktum dyrum,“ segir Haraldur. Tóm hamingja í Víkinni En þarf að skoða öryggismálin í kringum Evrópuleiki á Íslandi heildstætt eftir ólætin á dögunum? „Það veltur algjörlega á þeim liðum sem hingað koma. Það er klárlega tilefni til þess að skoða þetta. Við höfum verið til dæmis Lech Poznan fyrir þremur árum, þeim fylgdu 60-70 ultras en þeir höguðu sér mjög vel. Þá var aukin gæsla en enginn öryggisfulltrúi frá UEFA,“ segir Haraldur sem býst ekki við öðru en að allt fari vel fram annað kvöld. „Það verður bara tóm hamingja í Víkinni, að venju.“
Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2)
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn