Segir persónulegan metnað ekki mega standa í vegi fyrir lýðræðinu Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júlí 2024 23:30 Úr ávarpi Joe Biden til bandarísku þjóðarinnar Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ætla að klára kjörtímabil sitt. Hins vegar væri komin tími til að ný og yngri kynslóð tæki við keflinu af honum. Þetta kom fram í ávarpi Joe Biden til bandarísku þjóðarinnar sem hófst á miðnætti á íslenskum tíma. „Á undanförnum vikum hefur það skýrst fyrir mér að ég þarf að sameina flokkinn minn á þessum mikilvægu tímamótum. Ég trúi því að frammistaða mín sem forseti og sýn mín fyrir framtíð Ameríku réttlætu annað kjörtímabil. En ekkert má koma í veg fyrir að við björgum lýðræðinu. Þar með talið er persónulegur metnaður. Þess vegna hef ég komist að þeirri niðurstöðu að besta niðurstaðan sé að afhenda kyndilinn nýrri kynslóð. Það er besta leiðin til að sameina þjóð okkar,“ sagði Biden. „Það er staður og stund fyrir mikla reynslu af því að vera opinber persóna. En það er líka staður og stund fyrir nýjar raddir, ferskar raddir, yngri raddir. Sá tími er runninn upp.“ Ávarpið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Fór fögrum orðum um Kamölu Harris „Ég hef tekið ákvörðun og gert skoðun mína ljósa almenningi,“ sagði Biden þegar hann vék máli sínu að Kamölu Harris, varaforseta og líklegu forsetaefni Demókrataflokksins. Í umræddri ræðu lýsti hann ekki beinlínis yfir stuðningi við hana, en vísaði í raun til þess að hann væri búinn að því. „Mig langar að þakka frábærum varaforseta Kamölu Harris,“ sagði Biden. „Hún er reynd, hörð af sér, og hæf. Hún hefur verið frábær félagi minn og leiðtogi fyrir þjóðina okkar,“ sagði hann. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði tíma til kominn fyrir nýjar og ferskar raddir.Getty Þá lagði Biden áherslu á að það væri í höndum bandarísku þjóðarinnar að bjarga lýðveldi Bandaríkjanna, og gaf til kynna að það fælist í því að kjósa frambjóðanda Demókrata, en ekki Donald Trump fyrrverandi forseta. Mörg mál framundan Í ávarpinu ræddi Biden þau mörgu verkefni sem eru á borði Bandaríkjaforseta. Hann fjallaði um efnahagsmál, hnattræna hlýnun og fleira. Þá minntist hann sérstaklega á stríðið í Úkraínu annars vegar og stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hins vegar. Í báðum málum sagðist hann ætla að vinna að því að binda endi á átökin. „Það hefur verið mesti heiður ævi minnar að fá að sinna þessari þjóð í rúmlega fimmtíu ár. Hvergi annars staðar í heiminum hefði krakki með stama sem fékk lítillátt uppeldi í Delaware í Pennsylvaníuríki getað endað hér, bakvið skrifborðið í forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu sem forseti Bandaríkjanna. En hér er ég. Þetta gerir Bandaríkin svo sérstök,“ sagði Biden sem minntist ítrekað á þakklæti sitt í garð þjóðarinnar. „Vinnum saman, verndum lýðveldið okkar. Megi guð blessa ykkur og vernda hermennina okkar,“ voru lokaorð ræðurnnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Þetta kom fram í ávarpi Joe Biden til bandarísku þjóðarinnar sem hófst á miðnætti á íslenskum tíma. „Á undanförnum vikum hefur það skýrst fyrir mér að ég þarf að sameina flokkinn minn á þessum mikilvægu tímamótum. Ég trúi því að frammistaða mín sem forseti og sýn mín fyrir framtíð Ameríku réttlætu annað kjörtímabil. En ekkert má koma í veg fyrir að við björgum lýðræðinu. Þar með talið er persónulegur metnaður. Þess vegna hef ég komist að þeirri niðurstöðu að besta niðurstaðan sé að afhenda kyndilinn nýrri kynslóð. Það er besta leiðin til að sameina þjóð okkar,“ sagði Biden. „Það er staður og stund fyrir mikla reynslu af því að vera opinber persóna. En það er líka staður og stund fyrir nýjar raddir, ferskar raddir, yngri raddir. Sá tími er runninn upp.“ Ávarpið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Fór fögrum orðum um Kamölu Harris „Ég hef tekið ákvörðun og gert skoðun mína ljósa almenningi,“ sagði Biden þegar hann vék máli sínu að Kamölu Harris, varaforseta og líklegu forsetaefni Demókrataflokksins. Í umræddri ræðu lýsti hann ekki beinlínis yfir stuðningi við hana, en vísaði í raun til þess að hann væri búinn að því. „Mig langar að þakka frábærum varaforseta Kamölu Harris,“ sagði Biden. „Hún er reynd, hörð af sér, og hæf. Hún hefur verið frábær félagi minn og leiðtogi fyrir þjóðina okkar,“ sagði hann. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði tíma til kominn fyrir nýjar og ferskar raddir.Getty Þá lagði Biden áherslu á að það væri í höndum bandarísku þjóðarinnar að bjarga lýðveldi Bandaríkjanna, og gaf til kynna að það fælist í því að kjósa frambjóðanda Demókrata, en ekki Donald Trump fyrrverandi forseta. Mörg mál framundan Í ávarpinu ræddi Biden þau mörgu verkefni sem eru á borði Bandaríkjaforseta. Hann fjallaði um efnahagsmál, hnattræna hlýnun og fleira. Þá minntist hann sérstaklega á stríðið í Úkraínu annars vegar og stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hins vegar. Í báðum málum sagðist hann ætla að vinna að því að binda endi á átökin. „Það hefur verið mesti heiður ævi minnar að fá að sinna þessari þjóð í rúmlega fimmtíu ár. Hvergi annars staðar í heiminum hefði krakki með stama sem fékk lítillátt uppeldi í Delaware í Pennsylvaníuríki getað endað hér, bakvið skrifborðið í forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu sem forseti Bandaríkjanna. En hér er ég. Þetta gerir Bandaríkin svo sérstök,“ sagði Biden sem minntist ítrekað á þakklæti sitt í garð þjóðarinnar. „Vinnum saman, verndum lýðveldið okkar. Megi guð blessa ykkur og vernda hermennina okkar,“ voru lokaorð ræðurnnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent