„Ef menn eru tilbúnir að fara út og deyja fyrir hver annan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2024 13:31 Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er bjartsýnn fyrir leik kvöldsins en vill fá sína menn tilbúna til leiks. Vísir/Arnar Stjörnumenn mæta eistneska liðinu Paide Linnameeskond í kvöld í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Úrslitin gætu ráðið miklu um útkomu einvígsins. Paide sló út velskt lið í fyrstu umferðinni en þetta er fjórða árið í röð sem liðið er í Sambandsdeildinni. Stjörnumenn eru aftur á móti að spila í Evrópukeppni í fyrsta sinn í þrjú ár. Stjarnan vann norður-írska lið Linfield í fyrstu umferðinni. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.00 á Samsungvellinum í Garðabæ og verður sýndur beint á Bestu deildar rás Stöð 2 Sport. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Við erum að mæta öðruvísi liði Valur Páll Eiríksson ræddi þennan mikilvæga leik við þjálfara Garðbæinga. „Þetta er öðruvísi lið og mjög mikið fótboltalið. Linfield voru mjög breskir og leið vel með langa bolta og mikið af fyrirgjöfum. Við erum að mæta öðruvísi liði og það verður mjög gaman,“ sagði Jökull Elísabetarson. „Við þurfum að nýta heimavöllinn okkar vel, vera klárir og tilbúnir í allt í raun og veru,“ sagði Jökull. Er það kostur eða galli að byrja á heimaleik? Núna eru bara möguleikarnir ágætir „Af einhverjum ástæðum þá er ég mjög ánægður með það í þessu einvígi. Ef maður er með afgerandi sterkari andstæðing þá er freistandi að byrja á útivelli og reyna að harka út hagstæða stöðu yfir á heimavöll. Þá áttu heimavöllinn í framlengingu ef svo ber undir,“ sagði Jökull. „Núna eru bara möguleikarnir ágætir og þá viljum við ná að maxa heimavöllinn okkar eins og hægt er. Fara út með öfluga stöðu, eins öfluga og hægt er. Við náðum því ágætlega síðast og fengum einn á móti markmanni í stöðunni 2-0 sem við hefðum viljað nýta og þá hefðum við allir verið rólegri í leiknum úti,“ sagði Jökull. Stjörnumenn lentu 3-1 undir í seinni leiknum á móti Linfield úti en tókst að tryggja sig áfram með marki á 88. mínútu. Klippa: „Þurfum að vera tilbúnir í allt“ Mikill lærdómur „Já þetta var mikill lærdómur. Margt sem við getum tekið úr þeim leik og einvíginu. Við fórum í varnarsinnaðri uppstillingu til þess að loka á fyrirgjafir. Það tókst ekki því það komu jafnmikið ef ekki fleiri fyrirgjafir. Á móti vorum við færri þegar við vorum með boltann,“ sagði Jökull. „Það var ekki fyrr en við breyttum því í lokin sem við náðum einhverjum tökum á leiknum og komum þessu marki inn. Þegar við breyttum þá leið okkur vel. Mér leið mjög vel að fara inn í framlengingu með þann leik,“ sagði Jökull. „Leikurinn var óþarflega tæpur úti,“ sagði Jökull. Er hann sigurviss fyrir leikinn á móti Paide? „Ef að menn eru klárir og hugarfarið er gott. Ef menn eru tilbúnir að fara út og deyja fyrir hver annan þá held ég að við eigum góða möguleika á heimavelli,“ sagði Jökull en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Tengdar fréttir „Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00 „Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Paide sló út velskt lið í fyrstu umferðinni en þetta er fjórða árið í röð sem liðið er í Sambandsdeildinni. Stjörnumenn eru aftur á móti að spila í Evrópukeppni í fyrsta sinn í þrjú ár. Stjarnan vann norður-írska lið Linfield í fyrstu umferðinni. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.00 á Samsungvellinum í Garðabæ og verður sýndur beint á Bestu deildar rás Stöð 2 Sport. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Við erum að mæta öðruvísi liði Valur Páll Eiríksson ræddi þennan mikilvæga leik við þjálfara Garðbæinga. „Þetta er öðruvísi lið og mjög mikið fótboltalið. Linfield voru mjög breskir og leið vel með langa bolta og mikið af fyrirgjöfum. Við erum að mæta öðruvísi liði og það verður mjög gaman,“ sagði Jökull Elísabetarson. „Við þurfum að nýta heimavöllinn okkar vel, vera klárir og tilbúnir í allt í raun og veru,“ sagði Jökull. Er það kostur eða galli að byrja á heimaleik? Núna eru bara möguleikarnir ágætir „Af einhverjum ástæðum þá er ég mjög ánægður með það í þessu einvígi. Ef maður er með afgerandi sterkari andstæðing þá er freistandi að byrja á útivelli og reyna að harka út hagstæða stöðu yfir á heimavöll. Þá áttu heimavöllinn í framlengingu ef svo ber undir,“ sagði Jökull. „Núna eru bara möguleikarnir ágætir og þá viljum við ná að maxa heimavöllinn okkar eins og hægt er. Fara út með öfluga stöðu, eins öfluga og hægt er. Við náðum því ágætlega síðast og fengum einn á móti markmanni í stöðunni 2-0 sem við hefðum viljað nýta og þá hefðum við allir verið rólegri í leiknum úti,“ sagði Jökull. Stjörnumenn lentu 3-1 undir í seinni leiknum á móti Linfield úti en tókst að tryggja sig áfram með marki á 88. mínútu. Klippa: „Þurfum að vera tilbúnir í allt“ Mikill lærdómur „Já þetta var mikill lærdómur. Margt sem við getum tekið úr þeim leik og einvíginu. Við fórum í varnarsinnaðri uppstillingu til þess að loka á fyrirgjafir. Það tókst ekki því það komu jafnmikið ef ekki fleiri fyrirgjafir. Á móti vorum við færri þegar við vorum með boltann,“ sagði Jökull. „Það var ekki fyrr en við breyttum því í lokin sem við náðum einhverjum tökum á leiknum og komum þessu marki inn. Þegar við breyttum þá leið okkur vel. Mér leið mjög vel að fara inn í framlengingu með þann leik,“ sagði Jökull. „Leikurinn var óþarflega tæpur úti,“ sagði Jökull. Er hann sigurviss fyrir leikinn á móti Paide? „Ef að menn eru klárir og hugarfarið er gott. Ef menn eru tilbúnir að fara út og deyja fyrir hver annan þá held ég að við eigum góða möguleika á heimavelli,“ sagði Jökull en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Tengdar fréttir „Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00 „Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
„Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00
„Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30