Biðst afsökunar á að hafa óskað nauðgaranum góðs gengis á ÓL Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júlí 2024 13:00 Paula Radcliffe átti heimsmetið í maraþoni í sextán ár. getty/Ian Walton Paula Radcliffe, fyrrverandi heimsmeistari í maraþoni, hefur beðist afsökunar á að hafa óskað dæmdum nauðgara góðs gengis á Ólympíuleikunum í París. Steven van de Velde keppir fyrir hönd Hollands í strandblaki á Ólympíuleikunum sem hefjast formlega á morgun. Árið 2016 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga tólf ára breskri stúlku. Van de Velde sat inni í ár og hélt svo áfram með feril sinn. Hann var síðan valinn í Ólympíulið Hollands fyrir leikana í París. Í viðtali við útvarpsstöðina LBC óskaði Radcliffe Van de Velde góðs gengis á Ólympíuleikunum. Hún sagði að hann hefði snúið lífi sínu við og það væri hart að refsa honum tvisvar. Radcliffe fékk bágt fyrir ummælin í útvarpsþættinum og hefur nú beðist afsökunar á þeim. „Ég er í áfalli yfir því hversu illa ég kom þessu frá mér og fordæmdi ekki nauðgunina,“ sagði Radcliffe. „Ég trúi á önnur tækifæri eftir að hafa setið af sér refsingu en mér finnst að Ólympíuleikar eigi að vera fyrir þá sem halda gildum þeirra á lofti. Ég biðst afsökunar og hefði átt að gera mun betur.“ Þrátt fyrir að Van de Velde fái að keppa á Ólympíuleikunum má hann ekki dvelja í Ólympíuþorpinu. Hann má heldur ekki ræða við fjölmiðla á meðan leikunum stendur. Radcliffe keppti á fernum Ólympíuleikum (1996-2008) en vann engin verðlaun á þeim. Hún varð aftur á móti heimsmeistari 2005 og vann Lundúnamaraþonið í þrígang. Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Blak Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Steven van de Velde keppir fyrir hönd Hollands í strandblaki á Ólympíuleikunum sem hefjast formlega á morgun. Árið 2016 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga tólf ára breskri stúlku. Van de Velde sat inni í ár og hélt svo áfram með feril sinn. Hann var síðan valinn í Ólympíulið Hollands fyrir leikana í París. Í viðtali við útvarpsstöðina LBC óskaði Radcliffe Van de Velde góðs gengis á Ólympíuleikunum. Hún sagði að hann hefði snúið lífi sínu við og það væri hart að refsa honum tvisvar. Radcliffe fékk bágt fyrir ummælin í útvarpsþættinum og hefur nú beðist afsökunar á þeim. „Ég er í áfalli yfir því hversu illa ég kom þessu frá mér og fordæmdi ekki nauðgunina,“ sagði Radcliffe. „Ég trúi á önnur tækifæri eftir að hafa setið af sér refsingu en mér finnst að Ólympíuleikar eigi að vera fyrir þá sem halda gildum þeirra á lofti. Ég biðst afsökunar og hefði átt að gera mun betur.“ Þrátt fyrir að Van de Velde fái að keppa á Ólympíuleikunum má hann ekki dvelja í Ólympíuþorpinu. Hann má heldur ekki ræða við fjölmiðla á meðan leikunum stendur. Radcliffe keppti á fernum Ólympíuleikum (1996-2008) en vann engin verðlaun á þeim. Hún varð aftur á móti heimsmeistari 2005 og vann Lundúnamaraþonið í þrígang.
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Blak Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira