„Ég held að stuðningsmenn okkar séu stressaðir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2024 21:47 Arnar Gunnlaugsson og Sölvi Geir Ottesen leggja á ráðin við hliðarlínuna. vísir / ernir Það var að vonum svekktur Arnar Gunnlaugsson sem mætti í viðtal eftir 0-1 tap Víkings gegn KF Egnatia í kvöld. Arnar segir sína menn hafa lagt sig alla fram en skortur á sjálfstrausti og tæknileg mistök urðu þeim að falli. „Mér fannst við reyna, reyna og reyna en það er klárlega eitthvað aðeins off. Við gerðum marga tæknifeila í fyrri hálfleik og vorum að missa boltann á slæmum stöðum, sem þeir þrífast á með sínar skyndisóknir. Þeir eru með klóka leikmenn sem gátu meitt okkur, vorum heppnir kannski að fá ekki á okkur mark úr öllum þessum skyndisóknum. Fyrir mér er of mikið af tæknifeilum sem útskýrist bara af því að menn eru með lágt sjálfstraust og tjá sig ekki almennilega á vellinum.“ Mistök leiddu til marks Markið sem Víkingur fékk á sig var einkar klaufalegt og væri hægt að skella sökinni á nokkra aðila. „Ég á eftir að sjá það betur almennilega en mér fannst þetta dæmigert mark sem lið sem er að ströggla fær á sig. Keðjuverkun á atriðum sem þessi og hinn gat komið í veg fyrir, boltinn fer inn í teig og upp í loftið, bara mark sem strögglandi lið fá á sig. Mómentin eru ekki með okkur þessa stundina.“ Tímatöfin trekkir taugar Arnar talaði um það í viðtölum fyrir leik að leikmenn mættu ekki láta hluti sem þeir hafa ekki stjórn á fara í taugarnar á sér, en leit ekki mikið inn á við og var sjálfur að bölsótast í dómaranum. „Það er virkilega erfitt að láta þetta ekki fara í taugarnar á sér. Það er ekki beint við andstæðinginn að sakast en mikil ósköp vildi ég að dómararnir myndu gefa bara gult spjald í fyrri hálfleik, ekki bíða fram á átttugustu mínútu. Þetta er allt of mikið af töfum og rugli sem er hægt að koma í veg fyrir, hafði auðvitað ekki áhrif á það að við töpuðum leiknum en þetta er leiðingjarnt.“ Slök stemning í stúkunni Víkingar hafa getið sér orð fyrir eina öflugustu stuðningsmannasveit landsins en hún var hvergi sjáanleg í kvöld. „Það er erfitt, maður veit alveg hvaða tími mánaðarins er núna með öll sumarfríin og skólafrí. Ég efast ekki um að margir Víkingar hafi fylgst með okkur og vildu okkur vel en ég held að þeir finni líka að liðið er off. Ég held að stuðningsmenn okkar séu stressaðir, örugglega jafn stressaðir og ég. Stundum þegar fólk stressast þá verður það hljótt í stað þess að öskra stressið úr sér. Um leið og við gerum okkar á vellinum munu kannski fleiri raddir hljóma en ég efast ekki um þeirra stuðning í eina sekúndu.“ Hálfleikur Einvígið er auðvitað ekki nema hálfnað og heill fótboltaleikur er eftir úti í Albaníu. „Ég held við þurfum bara að vera professional og láta þá panikka aðeins. Þó það sé jafnt í hálfleik, eftir sjötíu mínútur, bara allt í lagi. Trúa því að við séum að fá þetta eina mark sem lætur þá efast aðeins um sig. Þeir eru tæknilega góðir og allt það en guð minn almáttugur hvað þeir fara illa úr stöðu. Við náðum ekki að nýta það í dag en vonandi náum við að nýta það úti í Albaníu.“ Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
„Mér fannst við reyna, reyna og reyna en það er klárlega eitthvað aðeins off. Við gerðum marga tæknifeila í fyrri hálfleik og vorum að missa boltann á slæmum stöðum, sem þeir þrífast á með sínar skyndisóknir. Þeir eru með klóka leikmenn sem gátu meitt okkur, vorum heppnir kannski að fá ekki á okkur mark úr öllum þessum skyndisóknum. Fyrir mér er of mikið af tæknifeilum sem útskýrist bara af því að menn eru með lágt sjálfstraust og tjá sig ekki almennilega á vellinum.“ Mistök leiddu til marks Markið sem Víkingur fékk á sig var einkar klaufalegt og væri hægt að skella sökinni á nokkra aðila. „Ég á eftir að sjá það betur almennilega en mér fannst þetta dæmigert mark sem lið sem er að ströggla fær á sig. Keðjuverkun á atriðum sem þessi og hinn gat komið í veg fyrir, boltinn fer inn í teig og upp í loftið, bara mark sem strögglandi lið fá á sig. Mómentin eru ekki með okkur þessa stundina.“ Tímatöfin trekkir taugar Arnar talaði um það í viðtölum fyrir leik að leikmenn mættu ekki láta hluti sem þeir hafa ekki stjórn á fara í taugarnar á sér, en leit ekki mikið inn á við og var sjálfur að bölsótast í dómaranum. „Það er virkilega erfitt að láta þetta ekki fara í taugarnar á sér. Það er ekki beint við andstæðinginn að sakast en mikil ósköp vildi ég að dómararnir myndu gefa bara gult spjald í fyrri hálfleik, ekki bíða fram á átttugustu mínútu. Þetta er allt of mikið af töfum og rugli sem er hægt að koma í veg fyrir, hafði auðvitað ekki áhrif á það að við töpuðum leiknum en þetta er leiðingjarnt.“ Slök stemning í stúkunni Víkingar hafa getið sér orð fyrir eina öflugustu stuðningsmannasveit landsins en hún var hvergi sjáanleg í kvöld. „Það er erfitt, maður veit alveg hvaða tími mánaðarins er núna með öll sumarfríin og skólafrí. Ég efast ekki um að margir Víkingar hafi fylgst með okkur og vildu okkur vel en ég held að þeir finni líka að liðið er off. Ég held að stuðningsmenn okkar séu stressaðir, örugglega jafn stressaðir og ég. Stundum þegar fólk stressast þá verður það hljótt í stað þess að öskra stressið úr sér. Um leið og við gerum okkar á vellinum munu kannski fleiri raddir hljóma en ég efast ekki um þeirra stuðning í eina sekúndu.“ Hálfleikur Einvígið er auðvitað ekki nema hálfnað og heill fótboltaleikur er eftir úti í Albaníu. „Ég held við þurfum bara að vera professional og láta þá panikka aðeins. Þó það sé jafnt í hálfleik, eftir sjötíu mínútur, bara allt í lagi. Trúa því að við séum að fá þetta eina mark sem lætur þá efast aðeins um sig. Þeir eru tæknilega góðir og allt það en guð minn almáttugur hvað þeir fara illa úr stöðu. Við náðum ekki að nýta það í dag en vonandi náum við að nýta það úti í Albaníu.“
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó