„Ég held að stuðningsmenn okkar séu stressaðir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2024 21:47 Arnar Gunnlaugsson og Sölvi Geir Ottesen leggja á ráðin við hliðarlínuna. vísir / ernir Það var að vonum svekktur Arnar Gunnlaugsson sem mætti í viðtal eftir 0-1 tap Víkings gegn KF Egnatia í kvöld. Arnar segir sína menn hafa lagt sig alla fram en skortur á sjálfstrausti og tæknileg mistök urðu þeim að falli. „Mér fannst við reyna, reyna og reyna en það er klárlega eitthvað aðeins off. Við gerðum marga tæknifeila í fyrri hálfleik og vorum að missa boltann á slæmum stöðum, sem þeir þrífast á með sínar skyndisóknir. Þeir eru með klóka leikmenn sem gátu meitt okkur, vorum heppnir kannski að fá ekki á okkur mark úr öllum þessum skyndisóknum. Fyrir mér er of mikið af tæknifeilum sem útskýrist bara af því að menn eru með lágt sjálfstraust og tjá sig ekki almennilega á vellinum.“ Mistök leiddu til marks Markið sem Víkingur fékk á sig var einkar klaufalegt og væri hægt að skella sökinni á nokkra aðila. „Ég á eftir að sjá það betur almennilega en mér fannst þetta dæmigert mark sem lið sem er að ströggla fær á sig. Keðjuverkun á atriðum sem þessi og hinn gat komið í veg fyrir, boltinn fer inn í teig og upp í loftið, bara mark sem strögglandi lið fá á sig. Mómentin eru ekki með okkur þessa stundina.“ Tímatöfin trekkir taugar Arnar talaði um það í viðtölum fyrir leik að leikmenn mættu ekki láta hluti sem þeir hafa ekki stjórn á fara í taugarnar á sér, en leit ekki mikið inn á við og var sjálfur að bölsótast í dómaranum. „Það er virkilega erfitt að láta þetta ekki fara í taugarnar á sér. Það er ekki beint við andstæðinginn að sakast en mikil ósköp vildi ég að dómararnir myndu gefa bara gult spjald í fyrri hálfleik, ekki bíða fram á átttugustu mínútu. Þetta er allt of mikið af töfum og rugli sem er hægt að koma í veg fyrir, hafði auðvitað ekki áhrif á það að við töpuðum leiknum en þetta er leiðingjarnt.“ Slök stemning í stúkunni Víkingar hafa getið sér orð fyrir eina öflugustu stuðningsmannasveit landsins en hún var hvergi sjáanleg í kvöld. „Það er erfitt, maður veit alveg hvaða tími mánaðarins er núna með öll sumarfríin og skólafrí. Ég efast ekki um að margir Víkingar hafi fylgst með okkur og vildu okkur vel en ég held að þeir finni líka að liðið er off. Ég held að stuðningsmenn okkar séu stressaðir, örugglega jafn stressaðir og ég. Stundum þegar fólk stressast þá verður það hljótt í stað þess að öskra stressið úr sér. Um leið og við gerum okkar á vellinum munu kannski fleiri raddir hljóma en ég efast ekki um þeirra stuðning í eina sekúndu.“ Hálfleikur Einvígið er auðvitað ekki nema hálfnað og heill fótboltaleikur er eftir úti í Albaníu. „Ég held við þurfum bara að vera professional og láta þá panikka aðeins. Þó það sé jafnt í hálfleik, eftir sjötíu mínútur, bara allt í lagi. Trúa því að við séum að fá þetta eina mark sem lætur þá efast aðeins um sig. Þeir eru tæknilega góðir og allt það en guð minn almáttugur hvað þeir fara illa úr stöðu. Við náðum ekki að nýta það í dag en vonandi náum við að nýta það úti í Albaníu.“ Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
„Mér fannst við reyna, reyna og reyna en það er klárlega eitthvað aðeins off. Við gerðum marga tæknifeila í fyrri hálfleik og vorum að missa boltann á slæmum stöðum, sem þeir þrífast á með sínar skyndisóknir. Þeir eru með klóka leikmenn sem gátu meitt okkur, vorum heppnir kannski að fá ekki á okkur mark úr öllum þessum skyndisóknum. Fyrir mér er of mikið af tæknifeilum sem útskýrist bara af því að menn eru með lágt sjálfstraust og tjá sig ekki almennilega á vellinum.“ Mistök leiddu til marks Markið sem Víkingur fékk á sig var einkar klaufalegt og væri hægt að skella sökinni á nokkra aðila. „Ég á eftir að sjá það betur almennilega en mér fannst þetta dæmigert mark sem lið sem er að ströggla fær á sig. Keðjuverkun á atriðum sem þessi og hinn gat komið í veg fyrir, boltinn fer inn í teig og upp í loftið, bara mark sem strögglandi lið fá á sig. Mómentin eru ekki með okkur þessa stundina.“ Tímatöfin trekkir taugar Arnar talaði um það í viðtölum fyrir leik að leikmenn mættu ekki láta hluti sem þeir hafa ekki stjórn á fara í taugarnar á sér, en leit ekki mikið inn á við og var sjálfur að bölsótast í dómaranum. „Það er virkilega erfitt að láta þetta ekki fara í taugarnar á sér. Það er ekki beint við andstæðinginn að sakast en mikil ósköp vildi ég að dómararnir myndu gefa bara gult spjald í fyrri hálfleik, ekki bíða fram á átttugustu mínútu. Þetta er allt of mikið af töfum og rugli sem er hægt að koma í veg fyrir, hafði auðvitað ekki áhrif á það að við töpuðum leiknum en þetta er leiðingjarnt.“ Slök stemning í stúkunni Víkingar hafa getið sér orð fyrir eina öflugustu stuðningsmannasveit landsins en hún var hvergi sjáanleg í kvöld. „Það er erfitt, maður veit alveg hvaða tími mánaðarins er núna með öll sumarfríin og skólafrí. Ég efast ekki um að margir Víkingar hafi fylgst með okkur og vildu okkur vel en ég held að þeir finni líka að liðið er off. Ég held að stuðningsmenn okkar séu stressaðir, örugglega jafn stressaðir og ég. Stundum þegar fólk stressast þá verður það hljótt í stað þess að öskra stressið úr sér. Um leið og við gerum okkar á vellinum munu kannski fleiri raddir hljóma en ég efast ekki um þeirra stuðning í eina sekúndu.“ Hálfleikur Einvígið er auðvitað ekki nema hálfnað og heill fótboltaleikur er eftir úti í Albaníu. „Ég held við þurfum bara að vera professional og láta þá panikka aðeins. Þó það sé jafnt í hálfleik, eftir sjötíu mínútur, bara allt í lagi. Trúa því að við séum að fá þetta eina mark sem lætur þá efast aðeins um sig. Þeir eru tæknilega góðir og allt það en guð minn almáttugur hvað þeir fara illa úr stöðu. Við náðum ekki að nýta það í dag en vonandi náum við að nýta það úti í Albaníu.“
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira