Breskur Ólympíumeistari drýgir tekjurnar á OnlyFans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2024 12:31 Jack Laugher er vinsæll á OnlyFans. instagram-síða jack laugher Jack Laugher, sem varð fyrsti Ólympíumeistari Breta í dýfingum, setur inn efni á OnlyFans til að afla fjár. Hann segir ekki mjög arðbært að vera afreksmaður í dýfingum. Þrátt fyrir að hafa unnið til þriggja verðlauna á Ólympíuleikum og vera einn fremsti dýfingamaður heims er Laugher ekkert sérstaklega fjáður, allavega ekki miðað við margt annað íþróttafólk. Hann hefur því hugsað út fyrir boxið til að afla sér aukinna tekna. Og það hefur hann gert með því að selja aðgang að myndum og myndböndum af sér fáklæddum á OnlyFans. „Það er ekki mikill peningur í dýfingum svo ég geri hvað sem er fyrir auka pening. Ég hef svolítið sem fólk vill og ég sel það glaður. Þetta er mjög, mjög góð leið fyrir mig til að græða smá auka pening,“ sagði Laugher sem er kominn til Parísar þar sem hann keppir á Ólympíuleikunum. Laugher segist þéna 28 þúsund pund á ári, eða um fimm milljónir íslenskra króna. Hann segir að það sé ágætt og hann hafi það gott á þeim launum en þau séu ekki há miðað við það sem íþróttafólk í öðrum greinum þénar. Til að mynda fær keppandi sem fellur út í 1. umferð á Wimbledon-mótinu í tennis sextíu þúsund pund, eða um 10,7 milljónir króna. Pabbinn átti hugmyndina Að sögn Laughers stakk faðir hans upp á því að hann myndi rukka fólk fyrir efni með sér. „Pabbi sagði: Þú setur efni á Instagram en þegar efnið er frítt, eins og Instagram, ert þú efnið,“ sagði Laugher sem tók pabba sinn á orðinu og skráði sig á OnlyFans fyrir þremur árum, skömmu eftir Ólympíuleikana í Tókýó. Laugher og Chris Mears unnu gull á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir átta árum.getty/Adam Pretty Síðan þá hefur Laugher birt 570 ljósbláar myndir af sér og 54 myndbönd. Og það hefur skilað honum þúsundum punda. Mánaðaráskrift af OnlyFans kostar tæplega fjórtán hundruð krónur og þá geta áskrifendur gefið eins konar þjórfé fyrir einstaka færslur. Laugher fékk til að mynda tæplega 61 þúsund krónur í þjórfé fyrir myndband af sér í sturtu á nærfötunum í apríl. Engin nekt Laugher er ekki beint spéhræddur enda myndi það flækja málin fyrir OnlyFans-fyrirsætu. En hann passar sig á að fara ekki yfir strikið og vera siðsamlegur. „Ég skil hvernig er litið á þetta og ef fólk horfir neikvæðum augum á þetta. En ég veit hvað ég er að gera og líður vel með það,“ sagði Laugher. Laugher á æfingu í París.getty/Clive Rose „Það kemur skýrt fram að á síðunni minni að það er engin nekt. Ég færi fólki eitthvað mjög svipað því sem ég gerði áður en ég rukka bara smá áskriftargjald fyrir það. Mér finnst gaman að sýna mig og það er það sem ég er að gera. Svona get ég bara grætt smá pening og komið mér í betri stöðu fyrir framtíðina.“ Laugher er ekki eini breski dýfingakappinn sem situr fyrir á OnlyFans því Noah Williams skráði sig inn á síðuna í fyrra. Hann er mjög virkur og hefur birt 134 myndir og 129 myndbönd á rúmu ári á OnlyFans. Ólympíuleikar 2024 í París OnlyFans Dýfingar Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa unnið til þriggja verðlauna á Ólympíuleikum og vera einn fremsti dýfingamaður heims er Laugher ekkert sérstaklega fjáður, allavega ekki miðað við margt annað íþróttafólk. Hann hefur því hugsað út fyrir boxið til að afla sér aukinna tekna. Og það hefur hann gert með því að selja aðgang að myndum og myndböndum af sér fáklæddum á OnlyFans. „Það er ekki mikill peningur í dýfingum svo ég geri hvað sem er fyrir auka pening. Ég hef svolítið sem fólk vill og ég sel það glaður. Þetta er mjög, mjög góð leið fyrir mig til að græða smá auka pening,“ sagði Laugher sem er kominn til Parísar þar sem hann keppir á Ólympíuleikunum. Laugher segist þéna 28 þúsund pund á ári, eða um fimm milljónir íslenskra króna. Hann segir að það sé ágætt og hann hafi það gott á þeim launum en þau séu ekki há miðað við það sem íþróttafólk í öðrum greinum þénar. Til að mynda fær keppandi sem fellur út í 1. umferð á Wimbledon-mótinu í tennis sextíu þúsund pund, eða um 10,7 milljónir króna. Pabbinn átti hugmyndina Að sögn Laughers stakk faðir hans upp á því að hann myndi rukka fólk fyrir efni með sér. „Pabbi sagði: Þú setur efni á Instagram en þegar efnið er frítt, eins og Instagram, ert þú efnið,“ sagði Laugher sem tók pabba sinn á orðinu og skráði sig á OnlyFans fyrir þremur árum, skömmu eftir Ólympíuleikana í Tókýó. Laugher og Chris Mears unnu gull á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir átta árum.getty/Adam Pretty Síðan þá hefur Laugher birt 570 ljósbláar myndir af sér og 54 myndbönd. Og það hefur skilað honum þúsundum punda. Mánaðaráskrift af OnlyFans kostar tæplega fjórtán hundruð krónur og þá geta áskrifendur gefið eins konar þjórfé fyrir einstaka færslur. Laugher fékk til að mynda tæplega 61 þúsund krónur í þjórfé fyrir myndband af sér í sturtu á nærfötunum í apríl. Engin nekt Laugher er ekki beint spéhræddur enda myndi það flækja málin fyrir OnlyFans-fyrirsætu. En hann passar sig á að fara ekki yfir strikið og vera siðsamlegur. „Ég skil hvernig er litið á þetta og ef fólk horfir neikvæðum augum á þetta. En ég veit hvað ég er að gera og líður vel með það,“ sagði Laugher. Laugher á æfingu í París.getty/Clive Rose „Það kemur skýrt fram að á síðunni minni að það er engin nekt. Ég færi fólki eitthvað mjög svipað því sem ég gerði áður en ég rukka bara smá áskriftargjald fyrir það. Mér finnst gaman að sýna mig og það er það sem ég er að gera. Svona get ég bara grætt smá pening og komið mér í betri stöðu fyrir framtíðina.“ Laugher er ekki eini breski dýfingakappinn sem situr fyrir á OnlyFans því Noah Williams skráði sig inn á síðuna í fyrra. Hann er mjög virkur og hefur birt 134 myndir og 129 myndbönd á rúmu ári á OnlyFans.
Ólympíuleikar 2024 í París OnlyFans Dýfingar Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira