Lýsa yfir óvissustigi og skipa fólki að yfirgefa svæðið Eiður Þór Árnason og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 27. júlí 2024 17:10 Matthías Sveinbjörnsson og Sveinbjörn Darri Matthíasson flugu yfir svæðið í dag. Sveinbjörn Darri Matthíasson Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi beinir því eindregið til fólks að halda sig frá svæðinu milli Skaftártungu og Víkur í Mýrdal. Áhyggjur eru af gosmengun og þá hefur vatn flætt yfir hringveginn og fleiri vegi á svæðinu. Rafleiðni hefur mælst óvenjuhá í ánni Skálm og vatn flæðir yfir þjóðveginn. Hætta getur verið nálægt jökulsporðunum þar sem jökulvatn geisar út og getur þessu fylgt gasmengun sem getur skapað hættu fyrir fólk í lægðum nálægt jökulsporðunum, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Þjóðveginum hefur verið lokað við Höfðabrekku í Mýrdal að Meðallandsvegi í austri. Einnig eru Hrífunesvegur og Öldufellsleið lokuð. Þá hefur lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur tekið ákvörðun um að svæðið við Sólheimajökul verði rýmt. Vatn hefur víða flætt yfir vegi á svæðinu.Sveinbjörn Darri Matthíasson „Þetta er jökulflóð og það er óvissustig í gangi og við erum að ná utan um það,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Lokanir séu við Skaftártungu og Vík í Mýrdal og fólk á svæðinu eigi að koma sér út af svæðinu þar á milli sem fyrst. „Ekki vera að fara inn á svæðið til að skoða, það er ekkert til að sjá eins og er. Við erum með lokanir þarna það langt frá.” Jón Gunnar segir óljóst hvort brúin yfir ánna Skálm sem flæðir nú yfir bakka sína austan Mýrdalsjökuls sé í hættu. Ekki náð hámarki við þjóðveginn Aukning í rafleiðni fór að mælast í Skálm í nótt og í morgun mátti sjá aukinn óróa undir jöklinum. Jökulhlaup fór svo að mælast í ánni Skálm á öðrum tímanum í dag. Á vef Veðurstofunnar segir að hlaupið sé stórt, mögulega stærra en síðasta stóra hlaup sem var árið 2011 og kom undan Kötlujökli í austanverðum Mýrdalsjökli. Samkvæmt upplýsingum sem Veðurstofan fékk frá flugmanni kemur hlaupvatn undan Sandfellsjökli eins og staðan er núna og fer niður í farveg Skálmar. Miðað við þær myndir virðist hlaupið hafa náð hámarksrennsli við jökulsporðinn. Hlaupið eigi þó enn eftir að ná hámarki við þjóðveg 1. Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Jöklar á Íslandi Tengdar fréttir Jökulhlaup hafið úr Mýrdalsjökli og hringveginum lokað Jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli og miklir vatnavextir er í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Hringveginum er lokað milli Víkur og Laufskálavörðu, þar sem vatn flæðir yfir veginn á köflum. 27. júlí 2024 14:46 Áhyggjur af gasmengun vegna jökulhlaups Útlit er fyrir að jökulhlaup sé hafið við Mýrdalsjökul og er fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul. Mestar áhyggjur eru af gasmengun. Hringvegur um Mýrdalssand er lokaður til austurs vegna vatns sem flæðir yfir hann úr ánni Skálm. 27. júlí 2024 12:28 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Rafleiðni hefur mælst óvenjuhá í ánni Skálm og vatn flæðir yfir þjóðveginn. Hætta getur verið nálægt jökulsporðunum þar sem jökulvatn geisar út og getur þessu fylgt gasmengun sem getur skapað hættu fyrir fólk í lægðum nálægt jökulsporðunum, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Þjóðveginum hefur verið lokað við Höfðabrekku í Mýrdal að Meðallandsvegi í austri. Einnig eru Hrífunesvegur og Öldufellsleið lokuð. Þá hefur lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur tekið ákvörðun um að svæðið við Sólheimajökul verði rýmt. Vatn hefur víða flætt yfir vegi á svæðinu.Sveinbjörn Darri Matthíasson „Þetta er jökulflóð og það er óvissustig í gangi og við erum að ná utan um það,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Lokanir séu við Skaftártungu og Vík í Mýrdal og fólk á svæðinu eigi að koma sér út af svæðinu þar á milli sem fyrst. „Ekki vera að fara inn á svæðið til að skoða, það er ekkert til að sjá eins og er. Við erum með lokanir þarna það langt frá.” Jón Gunnar segir óljóst hvort brúin yfir ánna Skálm sem flæðir nú yfir bakka sína austan Mýrdalsjökuls sé í hættu. Ekki náð hámarki við þjóðveginn Aukning í rafleiðni fór að mælast í Skálm í nótt og í morgun mátti sjá aukinn óróa undir jöklinum. Jökulhlaup fór svo að mælast í ánni Skálm á öðrum tímanum í dag. Á vef Veðurstofunnar segir að hlaupið sé stórt, mögulega stærra en síðasta stóra hlaup sem var árið 2011 og kom undan Kötlujökli í austanverðum Mýrdalsjökli. Samkvæmt upplýsingum sem Veðurstofan fékk frá flugmanni kemur hlaupvatn undan Sandfellsjökli eins og staðan er núna og fer niður í farveg Skálmar. Miðað við þær myndir virðist hlaupið hafa náð hámarksrennsli við jökulsporðinn. Hlaupið eigi þó enn eftir að ná hámarki við þjóðveg 1.
Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Jöklar á Íslandi Tengdar fréttir Jökulhlaup hafið úr Mýrdalsjökli og hringveginum lokað Jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli og miklir vatnavextir er í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Hringveginum er lokað milli Víkur og Laufskálavörðu, þar sem vatn flæðir yfir veginn á köflum. 27. júlí 2024 14:46 Áhyggjur af gasmengun vegna jökulhlaups Útlit er fyrir að jökulhlaup sé hafið við Mýrdalsjökul og er fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul. Mestar áhyggjur eru af gasmengun. Hringvegur um Mýrdalssand er lokaður til austurs vegna vatns sem flæðir yfir hann úr ánni Skálm. 27. júlí 2024 12:28 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Jökulhlaup hafið úr Mýrdalsjökli og hringveginum lokað Jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli og miklir vatnavextir er í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Hringveginum er lokað milli Víkur og Laufskálavörðu, þar sem vatn flæðir yfir veginn á köflum. 27. júlí 2024 14:46
Áhyggjur af gasmengun vegna jökulhlaups Útlit er fyrir að jökulhlaup sé hafið við Mýrdalsjökul og er fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul. Mestar áhyggjur eru af gasmengun. Hringvegur um Mýrdalssand er lokaður til austurs vegna vatns sem flæðir yfir hann úr ánni Skálm. 27. júlí 2024 12:28