Hringvegurinn líklega lokaður til kvölds Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2024 12:09 Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. Hringvegurinn fór í sundur á sjö hundruð metra kafla um hádegisbil í gær austanmegin brúarinnar við ánna Skálm. Vegagerðin lokaði því veginum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs en viðgerð hófst í gær og svo aftur snemma í morgun. Hátt í tíu manns frá Vegagerðinni gera við veginn og eru tvær gröfur notaðar í verkefnið. Svanur Bjarnason svæðisstjóri hjá Vegagerðinni býst hins vegar ekki við því að það takist að opna veginn fyrr en undir kvöld. „Það hefur sjatnað mikið í ánni. Það var byrjað að gera við veginn strax i morgun að keyra fyllingu í gatið sem rofnaði austan við brúnna. Það þarf heilmikið efni í verkefnið en vegurinn er skemmdur á sjö hundruð metra kafla og er því mjög þröngur,“ segir Svanur. Aðspurður um hversu langan tíma viðgerðin taki svarar Svanur: „Það er mjög erfitt að svara því núna en við erum að gæla við að okkur takist að hleypa einhverri umferð á með takmörkunum undir kvöld. Vegurinn verður bara einbreiður til að byrja með. Þetta á svo bara eftir að koma í ljós þegar líður á daginn.“ Sérbúnir bílar hafa getað keyrt hjáleið um Fjallabak nyrðra. Svanur segir að vegna mikillar úrkomu geti sú leið líka orðið illfær. „Þessi leið hefur verið jeppafær en gæti líka lokast vegna mikillar rigningar í dag og þar að leiðandi mikils vatnsmagns í ám,“ segir hann að lokum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Hringvegurinn fór í sundur á sjö hundruð metra kafla um hádegisbil í gær austanmegin brúarinnar við ánna Skálm. Vegagerðin lokaði því veginum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs en viðgerð hófst í gær og svo aftur snemma í morgun. Hátt í tíu manns frá Vegagerðinni gera við veginn og eru tvær gröfur notaðar í verkefnið. Svanur Bjarnason svæðisstjóri hjá Vegagerðinni býst hins vegar ekki við því að það takist að opna veginn fyrr en undir kvöld. „Það hefur sjatnað mikið í ánni. Það var byrjað að gera við veginn strax i morgun að keyra fyllingu í gatið sem rofnaði austan við brúnna. Það þarf heilmikið efni í verkefnið en vegurinn er skemmdur á sjö hundruð metra kafla og er því mjög þröngur,“ segir Svanur. Aðspurður um hversu langan tíma viðgerðin taki svarar Svanur: „Það er mjög erfitt að svara því núna en við erum að gæla við að okkur takist að hleypa einhverri umferð á með takmörkunum undir kvöld. Vegurinn verður bara einbreiður til að byrja með. Þetta á svo bara eftir að koma í ljós þegar líður á daginn.“ Sérbúnir bílar hafa getað keyrt hjáleið um Fjallabak nyrðra. Svanur segir að vegna mikillar úrkomu geti sú leið líka orðið illfær. „Þessi leið hefur verið jeppafær en gæti líka lokast vegna mikillar rigningar í dag og þar að leiðandi mikils vatnsmagns í ám,“ segir hann að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira