Andri Lucas var í byrjunarliði Gent og lék allan leikinn í fremstu víglínu, en sömu sögu er að segja af Patrik Gunnarssyni sem stóð í rammanum hjá Kortrijk.
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Andri gestunum í Gent í forystu eftir rétt tæplega klukkutíma leik og þar við sat. Niðurstaðan því 1-0 sigur Gent sem er með þrjú stig eftir fyrstu umferðina, en Kortrijk, sem bjargaði sér naumlega frá falli á síðustu leiktíð, er án stiga.