Ólympíumeistarinn algjörlega óhuggandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 12:30 Uta Abe áttar sig á því að hún hefur tapað bardaganum og er úr leik á Ólympíuleikunum. Getty/Michael Reaves Hin japanska Uta Abe varð Ólympíumeistari í júdó á síðustu Ólympíuleikunum og ætlaði sér mikið á leikunum í París í ár. Það var því mikil áfall fyrir hana þegar hún datt úr leik strax í annarri umferð í gær. Abe keppir í -52 kílóa flokki og hefur unnið tvo heimsmeistaratitla síðan hún vann Ólympíugullið í Tókyó 2021. Hún vann gullið á síðustu leikum með því að vinna Diyora Keldiyorova frá Úsbekistan í úrslitaglímunni. Hefnd frá síðustu leikum Í gær mættust þær stöllur aftur en strax í annarri umferð, sextán manna úrslitum. Þar tókst Úsbekanum að hefna fyrir tapið fyrir þremur árum síðan. Það var í raun ótrúlegt að þær skildu mætast svo snemma í keppninni. Keldiyorova fór síðan alla leið og tryggði sér Ólympíugullið með sigri á Kósóvanum Distria Krasniqi í úrslitaglímunni. Brotnaði niður Tapið í annarri umferð var hins vegar mikið sjokk fyrir Abe sem tók því afar illa. Hún sýndi þó íþróttamennsku og þakkaði Keldiyorovu fyrir bardagann en eftir að hún kom til þjálfara síns þá brotnaði hún algjörlega niður. Ólympíumeistarinn fráfarandi var algjörlega óhuggandi og hágrét í örmum þjálfara síns. Hann reyndi sitt besta að hugga hana og áhorfendur reyndu að hvetja hana áfram með því að klappa fyrir henni. Það gekk aftur á móti lítið enda var Abe greyið algjörlega niðurbrotin eins og sjá má hér fyrir neðan. Reigning Olympic champion, Uta Abe, was absolutely devastated after losing in the second round against Uzbekistan’s Diyora Keldiyorova 💔#Paris2024 #Olympics #Judo pic.twitter.com/k3LPNXqhtB— Eurosport (@eurosport) July 28, 2024 Abe er af mikilli íþróttafjölskyldu en bróðir hennar keppir líka í júdó. Þau unnu bæði gull á leikunum í Tókíó fyrir þremur árum og ætluðu að upplifa drauminn að vinna gull sama daginn í París. Hifumi Abe bróður hennar tókst að landa gullinu og sagðist hafa hugsað mikið til systur sinnar í baráttu sinni fyrir sigrinum í 66 kílógramma flokkinum. „Ég reyndi að sýna styrk minn og vildi virkilega berjast fyrir hönd systur minnar, fyrir systur mína. Ég endurtók það í hugsunum mínum. Þannig mætti ég til leiks,“ sagði Hifumi Abe, bróðir Uta Abe. Ólympíuleikar 2024 í París Júdó Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Abe keppir í -52 kílóa flokki og hefur unnið tvo heimsmeistaratitla síðan hún vann Ólympíugullið í Tókyó 2021. Hún vann gullið á síðustu leikum með því að vinna Diyora Keldiyorova frá Úsbekistan í úrslitaglímunni. Hefnd frá síðustu leikum Í gær mættust þær stöllur aftur en strax í annarri umferð, sextán manna úrslitum. Þar tókst Úsbekanum að hefna fyrir tapið fyrir þremur árum síðan. Það var í raun ótrúlegt að þær skildu mætast svo snemma í keppninni. Keldiyorova fór síðan alla leið og tryggði sér Ólympíugullið með sigri á Kósóvanum Distria Krasniqi í úrslitaglímunni. Brotnaði niður Tapið í annarri umferð var hins vegar mikið sjokk fyrir Abe sem tók því afar illa. Hún sýndi þó íþróttamennsku og þakkaði Keldiyorovu fyrir bardagann en eftir að hún kom til þjálfara síns þá brotnaði hún algjörlega niður. Ólympíumeistarinn fráfarandi var algjörlega óhuggandi og hágrét í örmum þjálfara síns. Hann reyndi sitt besta að hugga hana og áhorfendur reyndu að hvetja hana áfram með því að klappa fyrir henni. Það gekk aftur á móti lítið enda var Abe greyið algjörlega niðurbrotin eins og sjá má hér fyrir neðan. Reigning Olympic champion, Uta Abe, was absolutely devastated after losing in the second round against Uzbekistan’s Diyora Keldiyorova 💔#Paris2024 #Olympics #Judo pic.twitter.com/k3LPNXqhtB— Eurosport (@eurosport) July 28, 2024 Abe er af mikilli íþróttafjölskyldu en bróðir hennar keppir líka í júdó. Þau unnu bæði gull á leikunum í Tókíó fyrir þremur árum og ætluðu að upplifa drauminn að vinna gull sama daginn í París. Hifumi Abe bróður hennar tókst að landa gullinu og sagðist hafa hugsað mikið til systur sinnar í baráttu sinni fyrir sigrinum í 66 kílógramma flokkinum. „Ég reyndi að sýna styrk minn og vildi virkilega berjast fyrir hönd systur minnar, fyrir systur mína. Ég endurtók það í hugsunum mínum. Þannig mætti ég til leiks,“ sagði Hifumi Abe, bróðir Uta Abe.
Ólympíuleikar 2024 í París Júdó Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira