Maduro endurkjörinn í afar óeðlilegum kosningum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júlí 2024 07:45 Maduro, sem er lærisveinn Hugo Chávez, virðist hafa tryggt sér sex ár til viðbótar á forsetastóli. AP/Fernando Vergara Nicolás Maduro hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Venesúela en stjórnarandstaðan segir þær hafa verið meingallaðar og boðað hefur verið til mótmæla. „Við unnum og allur heimurinn veit það,“ sagði María Corina Machado, vinsælasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í morgun. Hún sagði niðurstöðurnar, sem sýndu Maduro hafa fengið 51,2 prósent atkvæða, ómögulegar samkvæmt útgönguspám. Milljónir höfðu fylkt sér að baki forsetaefni stjórnarandstöðunnar, Edmundo González, sem varð mótframbjóðandi Maduro eftir að stjórnvöld komu í veg fyrir að Machado gæti boðið sig fram. Hann hét því meðal annars að endurvekja lýðræðið í landinu og fá þá aftur heim sem hefðu flúið land. Edmundo Gonzalez og Maria Corina Machado. Stjórnarandstaðan segir úrslitin hreinlega ómöguleg.AP/Matias Delacroix Samkvæmt New York Times hafa embættismenn í sumum kjördæmum neitað að afhenda pappírsgögn um talningu atkvæða en án þeirra er ómögulegt að staðfesta úrslitin. Þá varð blaðamaður miðilsins vitni að því á kjörstað í Caracas hvernig fimmtán menn í ómerktum svörtum jökkum meinuðu fólki aðgengi um tíma. Kona var kýld í örtröðinni sem myndaðist. Á mörgum stöðum opnuðu kjörstaðir seint og sums staðar hættu kosningavélarnar að virka. Annars staðar var kjörstöðum haldið opið lengur á meðan flokksbræður Maduro smöluðu á vettvang. Fregnir hafa einnig borist af nýjum, óformlegum kjörstöðum og því að kjörstaðir hafi verið færðir án þess að láta fólk vita. Stjórnvöld eru einnig sögð hafa gripið til aðgerða í aðdraganda kosninganna til að tryggja Maduro sigur, meðal annars með því að handtaka starfsmenn framboðs Gonzáles og koma í veg fyrir að utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Venesúela Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
„Við unnum og allur heimurinn veit það,“ sagði María Corina Machado, vinsælasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í morgun. Hún sagði niðurstöðurnar, sem sýndu Maduro hafa fengið 51,2 prósent atkvæða, ómögulegar samkvæmt útgönguspám. Milljónir höfðu fylkt sér að baki forsetaefni stjórnarandstöðunnar, Edmundo González, sem varð mótframbjóðandi Maduro eftir að stjórnvöld komu í veg fyrir að Machado gæti boðið sig fram. Hann hét því meðal annars að endurvekja lýðræðið í landinu og fá þá aftur heim sem hefðu flúið land. Edmundo Gonzalez og Maria Corina Machado. Stjórnarandstaðan segir úrslitin hreinlega ómöguleg.AP/Matias Delacroix Samkvæmt New York Times hafa embættismenn í sumum kjördæmum neitað að afhenda pappírsgögn um talningu atkvæða en án þeirra er ómögulegt að staðfesta úrslitin. Þá varð blaðamaður miðilsins vitni að því á kjörstað í Caracas hvernig fimmtán menn í ómerktum svörtum jökkum meinuðu fólki aðgengi um tíma. Kona var kýld í örtröðinni sem myndaðist. Á mörgum stöðum opnuðu kjörstaðir seint og sums staðar hættu kosningavélarnar að virka. Annars staðar var kjörstöðum haldið opið lengur á meðan flokksbræður Maduro smöluðu á vettvang. Fregnir hafa einnig borist af nýjum, óformlegum kjörstöðum og því að kjörstaðir hafi verið færðir án þess að láta fólk vita. Stjórnvöld eru einnig sögð hafa gripið til aðgerða í aðdraganda kosninganna til að tryggja Maduro sigur, meðal annars með því að handtaka starfsmenn framboðs Gonzáles og koma í veg fyrir að utankjörfundaratkvæðagreiðslur.
Venesúela Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira