Í fyrsta leik sínum vann Króatía nauman sigur á Japan, 30-29, eftir að hafa verið sex mörkum undir í seinni hálfleik.
Króatar byrjuðu leikinn gegn Slóvenum vel og komust í 1-5. Króatíska liðið var yfir nær allan fyrri hálfleikinn en gaf eftir á síðustu mínútum hans og staðan í hálfleik var jöfn, 13-13.
Króatía komst í 17-19 í byrjun seinni hálfleiks en Slóvenía svaraði með 8-2 kafla og komst fjórum mörkum yfir, 25-21.
Slóvenar létu forystuna ekki af hendi og unnu á endanum tveggja marka sigur, 31-29, og fengu sín fyrstu stig í A-riðli.
Blaz Janc og Aleks Vlah skoruðu átta mörk hvor fyrir Slóveníu en Mario Sostaric, Zvonimir Srna og Ivan Martinovic skoruðu allir fimm mörk fyrir Króatíu.
Í næstu umferð mætir Króatía þýsku strákunum hans Alfreðs Gíslasonar á meðan Slóvenía etur kappi við Svíþjóð.