Mikið undir hjá vængbrotnum KR-ingum: „Þýðir ekkert að væla yfir þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2024 14:01 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, segir ljóst að hans menn þurfi að sækja þrjú stig sem allra fyrst. Vísir/Diego Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, segir tíma til kominn fyrir hans menn að ná í þrjú stig. KR mætir KA að Meistaravöllum í Bestu deild karla klukkan 18:00 í kvöld. KR hefur spilað sjö deildarleiki í röð án þess að vinna og er aðeins þremur stigum frá botnsæti deildarinnar. Pálmi Rafn segir menn meðvitaða um stöðuna fyrir kvöldið. „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er bara hrikalega mikilvægur leikur, eins og allir aðrir leikir hjá okkur þessa dagana. Við þurfum virkilega að fara að sækja fleiri stig. Það er bara augljóst,“ segir Pálmi Rafn í samtali við Vísi. Meiðslastaðan er ekki góð vesturfrá. Það fór betur en áhorfðist hjá Theódóri Elmari Bjarnasyni sem meiddist í síðustu viku. Hann er með heilt krossband en verður þó frá um hríð. Önnur meiðsli eru í hópnum. „Við höfum verið ótrúlega óheppnir með hópinn okkar og meiðslin. Það er bara eitthvað sem við því miður Þurfum að glíma við og leysa. Elmar verður frá í einhvern tíma og fyrir eru aðrir frá. Vonandi styttist í Flóka [Kristján Flóka Finnbogason] og það er óvissa með Bigga [Birgi Stein Styrmisson]. Jói [Jóhannes Kristinn Bjarnason] er að koma til baka núna loksins, Aron Kristófer [Lárusson] fékk högg og er frá,“ „Þetta er búið að vera frekar mikið. En það er bara svo mikið sem maður hefur stjórn á þessu. Við þurfum bara glíma við þetta,“ segir Pálmi Rafn og bætir við: „Við erum með aðra menn sem stíga inn og erum ennþá með sterkt lið, finnst mér, mjög sterkt lið. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu.“ Öfugt við KR hefur KA leikið vel undanfarið. Liðið er á mikilli siglingu og unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Pálmi býst við hörkuleik. „Ég býst bara við hörkuleik milli tveggja liða sem þurfa helst stigin. En auðvitað held ég að þetta verði þægilegra fyrir þá að koma inn og geta beðið og séð hvað við ætlum að gera,“ „Ég reikna með að þeir komi þokkalega sáttir með stigið til að byrja með en reyni að refsa okkur. Þeir sjá eflaust möguleika í því, eðlilega, á miðað við hvernig við höfum spilað undanfarið,“ segir Pálmi Rafn. Leikur KR og KA hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Að honum loknum gerir Stúkan alla umferðina í Bestu deildinni upp, klukkan 20:15. KR Besta deild karla KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
KR hefur spilað sjö deildarleiki í röð án þess að vinna og er aðeins þremur stigum frá botnsæti deildarinnar. Pálmi Rafn segir menn meðvitaða um stöðuna fyrir kvöldið. „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er bara hrikalega mikilvægur leikur, eins og allir aðrir leikir hjá okkur þessa dagana. Við þurfum virkilega að fara að sækja fleiri stig. Það er bara augljóst,“ segir Pálmi Rafn í samtali við Vísi. Meiðslastaðan er ekki góð vesturfrá. Það fór betur en áhorfðist hjá Theódóri Elmari Bjarnasyni sem meiddist í síðustu viku. Hann er með heilt krossband en verður þó frá um hríð. Önnur meiðsli eru í hópnum. „Við höfum verið ótrúlega óheppnir með hópinn okkar og meiðslin. Það er bara eitthvað sem við því miður Þurfum að glíma við og leysa. Elmar verður frá í einhvern tíma og fyrir eru aðrir frá. Vonandi styttist í Flóka [Kristján Flóka Finnbogason] og það er óvissa með Bigga [Birgi Stein Styrmisson]. Jói [Jóhannes Kristinn Bjarnason] er að koma til baka núna loksins, Aron Kristófer [Lárusson] fékk högg og er frá,“ „Þetta er búið að vera frekar mikið. En það er bara svo mikið sem maður hefur stjórn á þessu. Við þurfum bara glíma við þetta,“ segir Pálmi Rafn og bætir við: „Við erum með aðra menn sem stíga inn og erum ennþá með sterkt lið, finnst mér, mjög sterkt lið. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu.“ Öfugt við KR hefur KA leikið vel undanfarið. Liðið er á mikilli siglingu og unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Pálmi býst við hörkuleik. „Ég býst bara við hörkuleik milli tveggja liða sem þurfa helst stigin. En auðvitað held ég að þetta verði þægilegra fyrir þá að koma inn og geta beðið og séð hvað við ætlum að gera,“ „Ég reikna með að þeir komi þokkalega sáttir með stigið til að byrja með en reyni að refsa okkur. Þeir sjá eflaust möguleika í því, eðlilega, á miðað við hvernig við höfum spilað undanfarið,“ segir Pálmi Rafn. Leikur KR og KA hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Að honum loknum gerir Stúkan alla umferðina í Bestu deildinni upp, klukkan 20:15.
KR Besta deild karla KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn