Skilur ekkert í skipuleggjendum: „Alveg út í hött“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2024 16:31 Vésteinn tjáði sig um stöðuna á þríþrautarkeppninni sem Guðlaug Edda tekur þátt í á ÓL, fyrst Íslendinga. Vísir Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, líst ekki vel á að sundhluta þríþrautar á Ólympíuleikum verði aflýst. Einn Íslendingur verður meðal keppenda í greininni, en óljóst er hvenær og hvernig greinin fer fram. Mikið hefur verið rætt og ritað um mengunarmagn í Signu, ánni sem rennur í gegnum París, en þar á sundhluti þríþrautarinnar að fara fram. Keppni í karlaflokki á að fara fram í fyrramálið og í kvennaflokki morguninn eftir. Guðlaug Edda Hannesdóttir verður fyrsti íslenski keppandinn í greininni á Ólympíuleikum, en um er að ræða keppni þar sem syntur er einn og hálfur kílómetri, hjólaðir 40 kílómetrar og hlaupnir tíu kílómetrar. Svona lítur þríþrautarbrautin í París út.Mynd/IOC Mikil rigning hefur verið í París síðustu daga sem hefur aukið mengunarmagn í ánni, þar sem skólp og önnur óhreinindi hafa streymt í Signu. Og er bakteríumagn yfir leyfilegum mörkum. Það hefur haft áhrif á undirbúning Guðlaugar. „Guðlaug Edda var í því sem kallast briefing á lélegri íslensku í morgun. Þar er farið í gegnum brautina, í sundinu, hjólinu og prófa þetta allt saman. Þá var náttúrulega aðalmálið á tæknifundinum hvort verði synt eða ekki,“ segir Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og fararstjóri íslenska Ólympíuhópsins, í samtali við íþróttadeild. „Þau fengu ekki að synda í morgun í þessari prófkeyrslu, þá fór hún í sundlaugina í staðinn seinni partinn. En þau sem stjórna þessu eru mjög jákvæð fyrir því að það verði af þessu. Það á ekki að rigna næstu daga og svona,“ bætir Vésteinn við. Fréttin heldur áfram eftir viðtalið. Borgarstjórinn synti í ánni Skipulagsaðilar í París hafa sætt gagnrýni vegna þeirra áforma að hafa sundhluta keppninnar í Signu vegna þeirrar miklu mengunar sem verið hefur í ánni. Mörgum milljónum evra hefur verið eytt í hreinsunaraðgerðir svo keppnin geti farið fram. Ekki hefur mátt synda í Signu í meira en hundrað ár vegna óþrifnaðar fram að yfirstandandi Ólympíuleikum. Til að sýna fram á að áin væri sundhæf stakk borgarstjóri Parísar, Anne Hidalgo, sér til sunds fyrir tæpum tveimur vikum en þá mældust bakteríur í hæfilegu magni. Það breyttist við rigningarnar síðustu daga. Ekkert varaplan hvað varðar keppnisstað er til staðar, sem einnig hefur sætt gagnrýni. Synt verður í Signu eða ekki synt yfirhöfuð. Út í hött ef á að breyta greininni Ekki verður hægt að hafa sundhluta keppninnar annarsstaðar en í ánni og því þrennt í stöðunni. Í fyrsta lagi að keppni fari fram að óbreyttu á morgun og hinn, í öðru lagi að keppni verði frestað og Guðlaug keppi ekki fyrr en 2. ágúst, eða í þriðja lagi að sundkeppnin verði lögð af og hlaupið í staðinn. Vésteinn segir Guðlaugu Eddu taka stöðunni sem uppi er af jafnaðargeði en skilur ekkert í því að hægt sé að breyta keppnisgrein svo stórtæklega á stærsta sviðinu. „Hún er náttúrulega mjög sterk í sundi og hjólreiðunum en liggur aðeins á eftir í hlaupunum vegna þessa mjaðmaskurðs sem hún fór í og er ekki alveg komin til baka þar. Hún er náttúrulega fyrrum sundkona og hennar styrkur liggur í sundinu og hún orðin mjög sterk í sundinu,“ segir Vésteinn og bætir við: „Það væri synd ef sundið yrði tekið í burtu en hún er allt í lagi og tekur bara því sem verður. Mér persónulega finnst alveg fáránlegt þegar hún fer að keppa á Ólympíuleikum og fær ekki að synda eina af þremur greinum í þríþraut,“ segir Vésteinn. Varla sé hægt að kalla þetta þríþraut sé ekki synt. „Þetta verður þá í raun tvíþraut. Þá ertu kominn í allt aðra sálma. Það finnst mér persónulega alveg út í hött. Ég ræddi þetta við hana áðan og hún tekur þessu bara eins og þetta verður og var bara nokkuð kúl með það. „Við höldum að þetta verði, en það sé stór möguleiki á því að það verði 2. ágúst frekar en 31. júlí,“ segir Vésteinn. Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um mengunarmagn í Signu, ánni sem rennur í gegnum París, en þar á sundhluti þríþrautarinnar að fara fram. Keppni í karlaflokki á að fara fram í fyrramálið og í kvennaflokki morguninn eftir. Guðlaug Edda Hannesdóttir verður fyrsti íslenski keppandinn í greininni á Ólympíuleikum, en um er að ræða keppni þar sem syntur er einn og hálfur kílómetri, hjólaðir 40 kílómetrar og hlaupnir tíu kílómetrar. Svona lítur þríþrautarbrautin í París út.Mynd/IOC Mikil rigning hefur verið í París síðustu daga sem hefur aukið mengunarmagn í ánni, þar sem skólp og önnur óhreinindi hafa streymt í Signu. Og er bakteríumagn yfir leyfilegum mörkum. Það hefur haft áhrif á undirbúning Guðlaugar. „Guðlaug Edda var í því sem kallast briefing á lélegri íslensku í morgun. Þar er farið í gegnum brautina, í sundinu, hjólinu og prófa þetta allt saman. Þá var náttúrulega aðalmálið á tæknifundinum hvort verði synt eða ekki,“ segir Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og fararstjóri íslenska Ólympíuhópsins, í samtali við íþróttadeild. „Þau fengu ekki að synda í morgun í þessari prófkeyrslu, þá fór hún í sundlaugina í staðinn seinni partinn. En þau sem stjórna þessu eru mjög jákvæð fyrir því að það verði af þessu. Það á ekki að rigna næstu daga og svona,“ bætir Vésteinn við. Fréttin heldur áfram eftir viðtalið. Borgarstjórinn synti í ánni Skipulagsaðilar í París hafa sætt gagnrýni vegna þeirra áforma að hafa sundhluta keppninnar í Signu vegna þeirrar miklu mengunar sem verið hefur í ánni. Mörgum milljónum evra hefur verið eytt í hreinsunaraðgerðir svo keppnin geti farið fram. Ekki hefur mátt synda í Signu í meira en hundrað ár vegna óþrifnaðar fram að yfirstandandi Ólympíuleikum. Til að sýna fram á að áin væri sundhæf stakk borgarstjóri Parísar, Anne Hidalgo, sér til sunds fyrir tæpum tveimur vikum en þá mældust bakteríur í hæfilegu magni. Það breyttist við rigningarnar síðustu daga. Ekkert varaplan hvað varðar keppnisstað er til staðar, sem einnig hefur sætt gagnrýni. Synt verður í Signu eða ekki synt yfirhöfuð. Út í hött ef á að breyta greininni Ekki verður hægt að hafa sundhluta keppninnar annarsstaðar en í ánni og því þrennt í stöðunni. Í fyrsta lagi að keppni fari fram að óbreyttu á morgun og hinn, í öðru lagi að keppni verði frestað og Guðlaug keppi ekki fyrr en 2. ágúst, eða í þriðja lagi að sundkeppnin verði lögð af og hlaupið í staðinn. Vésteinn segir Guðlaugu Eddu taka stöðunni sem uppi er af jafnaðargeði en skilur ekkert í því að hægt sé að breyta keppnisgrein svo stórtæklega á stærsta sviðinu. „Hún er náttúrulega mjög sterk í sundi og hjólreiðunum en liggur aðeins á eftir í hlaupunum vegna þessa mjaðmaskurðs sem hún fór í og er ekki alveg komin til baka þar. Hún er náttúrulega fyrrum sundkona og hennar styrkur liggur í sundinu og hún orðin mjög sterk í sundinu,“ segir Vésteinn og bætir við: „Það væri synd ef sundið yrði tekið í burtu en hún er allt í lagi og tekur bara því sem verður. Mér persónulega finnst alveg fáránlegt þegar hún fer að keppa á Ólympíuleikum og fær ekki að synda eina af þremur greinum í þríþraut,“ segir Vésteinn. Varla sé hægt að kalla þetta þríþraut sé ekki synt. „Þetta verður þá í raun tvíþraut. Þá ertu kominn í allt aðra sálma. Það finnst mér persónulega alveg út í hött. Ég ræddi þetta við hana áðan og hún tekur þessu bara eins og þetta verður og var bara nokkuð kúl með það. „Við höldum að þetta verði, en það sé stór möguleiki á því að það verði 2. ágúst frekar en 31. júlí,“ segir Vésteinn.
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira