Fagnaði sigri á Ólympíuleikunum komin sjö mánuði á leið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 09:00 Nada Hafez fagnar sigri eftir hörkuleik á móti hinni bandarísku Elizabeth Tartakovsky. Getty/Carl Recine Egypska skylmingakonan Nada Hafez komst í gær sæti í sextán manna úrslit í skylmingakeppni Ólympíuleikanna í París. Kannski ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að hún er kona ekki einsömul. Hafez vann hina bandarísku Elizabeth Tartakovsky 15-13 og tryggði sér með því sæti meðal þeirra sextán bestu. Hún varð síðan að sætta sig við 15-7 tap á móti Jeon Ha-young frá Suður-Kóreu í næstu umferð og komst því ekki í átta manna úrslit. Eftir sigurinn á bandarísku stelpunni þá sagði hin 26 ára gamla Hafez frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún væri komin sjö mánuði á leið. Margar áskoranir „Það lítur kannski út fyrir ykkur eins og það hafi verið tveir að keppa á skylmingapallinum í dag en þeir voru reyndar þrír. Það var ég, andstæðingur minn og líka ófædda litla barnið mitt,“ skrifaði Nada Hafez. Hafez fagnaði sigrinum gríðarlega og tilfinningarnar streymdu fram hjá henni. Flestir hefðu eflaust sleppt því að keppa á leikunum í þessari stöðu en hún var ekki bara með. Hún fagnaði sigri. „Ég og barnið mitt höfum fengið okkar góða skerf af áskorunum, bæði líkamlega og andlega. Rússíbani meðgöngunnar er erfiður einn og sér en að halda sér einnig gangandi í íþróttinni sinni á sama tíma var mjög erfitt. Þetta var samt þess virði,“ skrifaði Hafez. Stolt „Ég skrifa þessa færslu full af stolti eftir að hafa tryggt mér sæti í sextán manna úrslitunum. Ég er heppin að hafa traust eiginmanns míns sem og fjölskyldu minnar sem hjálpuðu mér að ná svona langt,“ skrifaði Hafez. „Þessir Ólympíuleikar voru öðruvísi. Þriðju Ólympíuleikarnir mínir en að þessu sinni gekk ég líka með lítið Ólympíubarn,“ skrifaði Hafez. View this post on Instagram A post shared by Nada Hafez (@nada_hafez) Skylmingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Sjá meira
Hafez vann hina bandarísku Elizabeth Tartakovsky 15-13 og tryggði sér með því sæti meðal þeirra sextán bestu. Hún varð síðan að sætta sig við 15-7 tap á móti Jeon Ha-young frá Suður-Kóreu í næstu umferð og komst því ekki í átta manna úrslit. Eftir sigurinn á bandarísku stelpunni þá sagði hin 26 ára gamla Hafez frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún væri komin sjö mánuði á leið. Margar áskoranir „Það lítur kannski út fyrir ykkur eins og það hafi verið tveir að keppa á skylmingapallinum í dag en þeir voru reyndar þrír. Það var ég, andstæðingur minn og líka ófædda litla barnið mitt,“ skrifaði Nada Hafez. Hafez fagnaði sigrinum gríðarlega og tilfinningarnar streymdu fram hjá henni. Flestir hefðu eflaust sleppt því að keppa á leikunum í þessari stöðu en hún var ekki bara með. Hún fagnaði sigri. „Ég og barnið mitt höfum fengið okkar góða skerf af áskorunum, bæði líkamlega og andlega. Rússíbani meðgöngunnar er erfiður einn og sér en að halda sér einnig gangandi í íþróttinni sinni á sama tíma var mjög erfitt. Þetta var samt þess virði,“ skrifaði Hafez. Stolt „Ég skrifa þessa færslu full af stolti eftir að hafa tryggt mér sæti í sextán manna úrslitunum. Ég er heppin að hafa traust eiginmanns míns sem og fjölskyldu minnar sem hjálpuðu mér að ná svona langt,“ skrifaði Hafez. „Þessir Ólympíuleikar voru öðruvísi. Þriðju Ólympíuleikarnir mínir en að þessu sinni gekk ég líka með lítið Ólympíubarn,“ skrifaði Hafez. View this post on Instagram A post shared by Nada Hafez (@nada_hafez)
Skylmingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Sjá meira