Selma Sól lék áður með Rosenborg milli 2022 og 2023 en fór þaðan til Nürnberg í Þýskalandi. Nürnberg féll úr þýsku úrvalsdeildinni í vor og Selma yfirgaf félagið í kjölfarið.
Hún er nú gengin til liðs við Rosenborg á ný og skrifar undir tæplega þriggja ára samning, út leiktíðina 2026.
Selma Sól er 26 ára miðjumaður og hefur unnið sér inn fast sæti í landsliði Íslands. Hún hefur leikið 41 landsleik og skorað í þeim fjögur mörk.
Fram undan er toppslagur hjá Rosenborg en liðið mætir Vålerenga 9. ágúst næst komandi. Vålerenga leiðir norsku deildina með 42 stig en Rosenborg er í öðru sæti með 34 stig.