Nýjustu vísbendingar bendi til komandi kólnunar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2024 20:59 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. vísir/vilhelm Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að grundvöllur sé að myndast fyrir minni verðbólgu á næstunni. Þá ályktun dregur hann af nýjustu vísbendingum, svo sem væntingakönnunum, minni ráðningaráformum og minni neyslu. Formenn Verkalýðsfélaga hafa talað á þeim nótum að kjarasamningar séu í hættu í kjölfar þess að tólf mánaða verðbólga fór úr 5,8 prósentum í 6,3 prósent í vikunni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði atvinnulífið hafa brugðist í baráttunni við verðbólgudrauginn en Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA gaf lítið fyrir þessar yfirlýsingar. Hinn raunverulegi sökudólgur í verðbólgumælingum sé húsnæðisliðurinn. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur ólíklegt að vextir verði lækkaðir í ágúst. Varðandi verðbólguskotið og þátt húsnæðisliðarins segir hann: „Á ýmsa mælikvarða er ástandið skárra, en verðbætur sýna samt viðvarandi verðbólguþrýsting sem er meiri en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Það er ekki síst vegna þess að það hefur haldist betri gangur í hagkerfinu okkar,“ segir Jón Bjarki og nefnir lítið atvinnuleysi og kraft í útflutningsgreinum. Það hafi hins vegar dregið nýlega úr þeim krafti, til dæmis í ferðaþjónustu. Jón Bjarki telur að minni tekjur í útflutningsgreinum muni leiða til kólnunar á húsnæðismarkaði, en einnig vinnumarkaði þegar líður á veturinn. „Það hefur áhrif á launaskrið og í kjölfarið harðnar samkeppnin hjá verslunum og þjónustu þar sem barist er um kúnna með minni fjárráð og neysluvilja. Þetta er að taka lengri tíma en maður vonaði,“ segir Jón Bjarki. Hann er hins vegar bjartsýnn og nefnir nýjar vísbendingar um að það dragi úr verðbólgu. „Væntingakannanir hjá fyrirtækjum og heimilum þar sem svartsýni er að aukast, minni ráðningaáform fyrirtækja, fólk er að plana færri utanlandsferðir, bílakaup og húsakaup en fyrir nokkrum fjórðungum. Kortaveltutölur sömuleiðis. Allt ber þetta að sama brunni, að það sé núna að myndast fastari rætur fyrir þessari kólnun sem Seðlabankinn var að reyna að kalla fram með hækkun vaxta þangað til í ágúst í fyrra.“ Hlusta má á viðtal við Jón Bjarka í heild sinni í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan. Seðlabankinn Verðlag Íslandsbanki Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Formenn Verkalýðsfélaga hafa talað á þeim nótum að kjarasamningar séu í hættu í kjölfar þess að tólf mánaða verðbólga fór úr 5,8 prósentum í 6,3 prósent í vikunni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði atvinnulífið hafa brugðist í baráttunni við verðbólgudrauginn en Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA gaf lítið fyrir þessar yfirlýsingar. Hinn raunverulegi sökudólgur í verðbólgumælingum sé húsnæðisliðurinn. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur ólíklegt að vextir verði lækkaðir í ágúst. Varðandi verðbólguskotið og þátt húsnæðisliðarins segir hann: „Á ýmsa mælikvarða er ástandið skárra, en verðbætur sýna samt viðvarandi verðbólguþrýsting sem er meiri en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Það er ekki síst vegna þess að það hefur haldist betri gangur í hagkerfinu okkar,“ segir Jón Bjarki og nefnir lítið atvinnuleysi og kraft í útflutningsgreinum. Það hafi hins vegar dregið nýlega úr þeim krafti, til dæmis í ferðaþjónustu. Jón Bjarki telur að minni tekjur í útflutningsgreinum muni leiða til kólnunar á húsnæðismarkaði, en einnig vinnumarkaði þegar líður á veturinn. „Það hefur áhrif á launaskrið og í kjölfarið harðnar samkeppnin hjá verslunum og þjónustu þar sem barist er um kúnna með minni fjárráð og neysluvilja. Þetta er að taka lengri tíma en maður vonaði,“ segir Jón Bjarki. Hann er hins vegar bjartsýnn og nefnir nýjar vísbendingar um að það dragi úr verðbólgu. „Væntingakannanir hjá fyrirtækjum og heimilum þar sem svartsýni er að aukast, minni ráðningaáform fyrirtækja, fólk er að plana færri utanlandsferðir, bílakaup og húsakaup en fyrir nokkrum fjórðungum. Kortaveltutölur sömuleiðis. Allt ber þetta að sama brunni, að það sé núna að myndast fastari rætur fyrir þessari kólnun sem Seðlabankinn var að reyna að kalla fram með hækkun vaxta þangað til í ágúst í fyrra.“ Hlusta má á viðtal við Jón Bjarka í heild sinni í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan.
Seðlabankinn Verðlag Íslandsbanki Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira