Anton Sveinn hélt tilfinningaþrungna ræðu eftir lokasundið á ÓL: „Guðirnir öfunda okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2024 21:09 Anton Sveinn McKee hélt innblásna ræðu eftir að hafa synt í síðasta sinn á Ólympíuleikum. getty/Mustafa Ciftci Anton Sveinn McKee hélt tilfinningaþrungna ræðu eftir að hafa synt í undanúrslitum í tvö hundruð metra bringusundi á Ólympíuleikunum í París. Anton endaði í 8. sæti í seinni undanúrslitariðlinum á 2:10,42 mínútum. Hann varð í 15. sæti í heildina. Eftir sundið tók Einar Örn Jónsson viðtal við Anton á RÚV. Þar staðfesti Anton að Ólympíuferli hans væri lokið og það væri væntanlega lítið eftir af sundferlinum. Hann kvaðst stoltur af sjálfum sér og þeim árangri sem hann hefur náð á löngum og farsælum ferli. Skömmu eftir að viðtalinu lauk var skipt aftur út til Parísar þar sem Anton vildi koma nokkrum orðum frá sér. Og við tók afar tilfinningaþrungin ræða og varla var þurrt auga í myndverinu eftir hana. Manneskjan sem þú verður á leiðinni „Þetta er ekki alveg ræða sem er beint tilbúin en ég ætla að láta það flæða sem stendur mér efst í huga,“ sagði Anton. „Þetta er það sem ég var að segja við Einar áðan, það að fara í einhverja vegferð, elta einhverja drauma sem kunna að hljóma stjarnfræðilegir þegar þeir eru sagðir og þú veist aldrei hvort það muni takast. Það er ekki hvort þú uppfyllir þá eða náir þeim sem skiptir öllu máli, það er manneskjan sem þú verður á leiðinni þangað. Það eru hæðirnar sem þú munt finna fyrir, það eru djúpu dalirnir sem virðast svo djúpir að þú kemst aldrei upp úr þeim.“ Eltið draumana, sama hverjir þeir eru Anton hélt áfram og sendi öllum sem á horfðu mikilvæg skilaboð. „Bara hvatningarorð til ykkar allra. Eltið ykkar drauma, sama hverjir þeir eru. Hvort markmiðið náist eða ekki, það skiptir ekki öllu,“ sagði Anton. „Ég man ekki hvaða gríski heimsspekingur sagði að guðirnir öfunda okkur því við erum dauðleg. Við vitum ekki hvað mun gerast. Við höfum bara takmarkaðan tíma og hvernig við nýtum hann til að vera besta útgáfan af okkur sjálfum er í raun það sem þetta snýst allt um. Ef þetta væri allt ljóst fyrirfram, ef ég hefði vitað að ég myndi komast í úrslit á Ólympíuleikunum eða vinna þá væri þetta ekki jafn sætt að reyna að komast þangað. Stökkvið út í djúpu laugina. Áfram Ísland!“ Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
Anton endaði í 8. sæti í seinni undanúrslitariðlinum á 2:10,42 mínútum. Hann varð í 15. sæti í heildina. Eftir sundið tók Einar Örn Jónsson viðtal við Anton á RÚV. Þar staðfesti Anton að Ólympíuferli hans væri lokið og það væri væntanlega lítið eftir af sundferlinum. Hann kvaðst stoltur af sjálfum sér og þeim árangri sem hann hefur náð á löngum og farsælum ferli. Skömmu eftir að viðtalinu lauk var skipt aftur út til Parísar þar sem Anton vildi koma nokkrum orðum frá sér. Og við tók afar tilfinningaþrungin ræða og varla var þurrt auga í myndverinu eftir hana. Manneskjan sem þú verður á leiðinni „Þetta er ekki alveg ræða sem er beint tilbúin en ég ætla að láta það flæða sem stendur mér efst í huga,“ sagði Anton. „Þetta er það sem ég var að segja við Einar áðan, það að fara í einhverja vegferð, elta einhverja drauma sem kunna að hljóma stjarnfræðilegir þegar þeir eru sagðir og þú veist aldrei hvort það muni takast. Það er ekki hvort þú uppfyllir þá eða náir þeim sem skiptir öllu máli, það er manneskjan sem þú verður á leiðinni þangað. Það eru hæðirnar sem þú munt finna fyrir, það eru djúpu dalirnir sem virðast svo djúpir að þú kemst aldrei upp úr þeim.“ Eltið draumana, sama hverjir þeir eru Anton hélt áfram og sendi öllum sem á horfðu mikilvæg skilaboð. „Bara hvatningarorð til ykkar allra. Eltið ykkar drauma, sama hverjir þeir eru. Hvort markmiðið náist eða ekki, það skiptir ekki öllu,“ sagði Anton. „Ég man ekki hvaða gríski heimsspekingur sagði að guðirnir öfunda okkur því við erum dauðleg. Við vitum ekki hvað mun gerast. Við höfum bara takmarkaðan tíma og hvernig við nýtum hann til að vera besta útgáfan af okkur sjálfum er í raun það sem þetta snýst allt um. Ef þetta væri allt ljóst fyrirfram, ef ég hefði vitað að ég myndi komast í úrslit á Ólympíuleikunum eða vinna þá væri þetta ekki jafn sætt að reyna að komast þangað. Stökkvið út í djúpu laugina. Áfram Ísland!“
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira