Það efast alla vega enginn um styrk hinnar írsku Erin King eftir að myndband með henni fór á flug í netheimum.
Erin King og félagar hennar í írska landsliðinu komust í átta liða úrslitin á leikunum en urðu þar að sætta sig við tap á móti Ástralíu. Nýja-Sjáland varð Ólympíumeistari eftir sigur á Kanada í úrslitaleiknum en Bandaríkin vann Ástralíu í bronsleiknum.
THE STRENGTH THIS TAKES 😳
— espnW (@espnW) July 30, 2024
Erin King went beast mode on this play for Ireland 😤 pic.twitter.com/GrImcJsNhS
Í atvikinu sem svo margir hafa deilt á samfélagsmiðlum má sjá King lyfta liðsfélaga sínum Emily Lane.
Hún lyfti Lane upp til að ná boltanum en hún þarf að fara svo hátt að King missir hana aftur fyrir sig. Að öllu eðlilegu væri Emily á leiðinni í jörðina með mögulegum háls- og bakmeiðslum.
Hún treysti hins vegar styrk Erinar King sem tókst með ótrúlegum hætti að lyfta henni aftur til baka. Það er ekkert skrýtið að tugir milljónir manna hafi horft á myndbandið.
King er aðeins tvítug og því líkleg til að mæta á miklu fleiri Ólympíuleika í framtíðinni.
Impresionante la fuerza de Erin King del equipo nacional de rugby de Irlanda. pic.twitter.com/v3LTyvbKbZ
— Los Coliseinos (@_LosColiseinos) July 30, 2024