Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2024 12:21 Evan Gershkovich (t.v.) og Paul Whelan (t.v.), tveir bandarískir borgarar sem Rússar hafa haldið föngnum fyrir sakir sem vestræn stjórnvöld telja uppdiktaðar. AP Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. Engin opinber staðfesting hefur enn fengist á fangaskiptunum sem Reuters-fréttastofan segir að gætu verið þau umfangsmestu frá lokum kalda stríðsins. Grannt hefur verið fylgst með ferðum flugvélar rússneskra stjórnvalda sem hefur áður verið notuð við fangaskipti en henni hefur verið flogið á milli Moskvu og Kalíníngrad við landamæri Póllands og Litháens í dag. ABC-sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur eftir heimildarmanni innan Bandaríkjastjórnar að Evan Gershkovic, blaðamaður Wall Street Journal, og Paul Whelan, fyrrverandi sjóliði, verði hluti af skiptunum. CNN-fréttastöðin hefur eftir sínum heimildum að hópur Bandaríkjamanna verði á meðal fanganna sem skipt verður á, þar á meðal Gershkovic og Whlean. Auk Gershkovic og Whelan hefur breska ríkisútvarpið BBC fengið staðfest að Alsu Kurmasheva, rússnesk-bandarískur útvarpsfréttamaður, verði látin laus. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir að dreifa röngum upplýsingum um rússneska herinn í síðasta mánuði Alls ætli ríkin að skiptast á 24 föngum sem hafa verið í haldi í Rússlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og þremur Evrópuríkjum. Á meðal þeirra eru sagðir átta Rússar, þar á meðal nokkrir sem eru taldir tengjast rússnesku leyniþjónustunni. Þýska blaðið Der Spiegel segir að Vadím Krasikov, ofursti í rússnesku leyniþjónustunni FSB, sé nú á leið með flugvél til Tyrklands. Krasikov hlaut lífstíðardóm fyrir að myrða andstæðing rússneskra stjórnvalda í almenningsgarði í Berlín um hábjartan dag árið 2019. Skyndilegt hvarf pólitískra fanga í Rússlandi eins og Pauls Whelan, bandarísks fyrrverandi sjóliða, og Vladímírs Kara-Murza, rússnesks andófsmanns, auk nokkurra annara hefur gefið orðrómum um yfirvofandi fangaskipti byr undir báða vængi. Gershkovich var handtekinn við störf sín í Rússlandi í fyrra og dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir meintar njósnir í síðasta mánuði. Whelan hlaut einnig sextán ára dóm fyrir njósnir árið 2020. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, sagðist ekki tjá sig um „nokkuð af þessu ennþá“. Rússland Bandaríkin Slóvenía Þýskaland Belarús Mannréttindi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45 Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00 Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara Ráðamenn í Rússlandi höfnuðu nýlegu tilboði Bandaríkjamanna um frelsun Paul Whelan og Evan Gershkovich. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir tilboðið hafa verið umfangsmikið en sagði ekki af hverju því hefði verið hafnað. 5. desember 2023 23:52 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Engin opinber staðfesting hefur enn fengist á fangaskiptunum sem Reuters-fréttastofan segir að gætu verið þau umfangsmestu frá lokum kalda stríðsins. Grannt hefur verið fylgst með ferðum flugvélar rússneskra stjórnvalda sem hefur áður verið notuð við fangaskipti en henni hefur verið flogið á milli Moskvu og Kalíníngrad við landamæri Póllands og Litháens í dag. ABC-sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur eftir heimildarmanni innan Bandaríkjastjórnar að Evan Gershkovic, blaðamaður Wall Street Journal, og Paul Whelan, fyrrverandi sjóliði, verði hluti af skiptunum. CNN-fréttastöðin hefur eftir sínum heimildum að hópur Bandaríkjamanna verði á meðal fanganna sem skipt verður á, þar á meðal Gershkovic og Whlean. Auk Gershkovic og Whelan hefur breska ríkisútvarpið BBC fengið staðfest að Alsu Kurmasheva, rússnesk-bandarískur útvarpsfréttamaður, verði látin laus. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir að dreifa röngum upplýsingum um rússneska herinn í síðasta mánuði Alls ætli ríkin að skiptast á 24 föngum sem hafa verið í haldi í Rússlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og þremur Evrópuríkjum. Á meðal þeirra eru sagðir átta Rússar, þar á meðal nokkrir sem eru taldir tengjast rússnesku leyniþjónustunni. Þýska blaðið Der Spiegel segir að Vadím Krasikov, ofursti í rússnesku leyniþjónustunni FSB, sé nú á leið með flugvél til Tyrklands. Krasikov hlaut lífstíðardóm fyrir að myrða andstæðing rússneskra stjórnvalda í almenningsgarði í Berlín um hábjartan dag árið 2019. Skyndilegt hvarf pólitískra fanga í Rússlandi eins og Pauls Whelan, bandarísks fyrrverandi sjóliða, og Vladímírs Kara-Murza, rússnesks andófsmanns, auk nokkurra annara hefur gefið orðrómum um yfirvofandi fangaskipti byr undir báða vængi. Gershkovich var handtekinn við störf sín í Rússlandi í fyrra og dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir meintar njósnir í síðasta mánuði. Whelan hlaut einnig sextán ára dóm fyrir njósnir árið 2020. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, sagðist ekki tjá sig um „nokkuð af þessu ennþá“.
Rússland Bandaríkin Slóvenía Þýskaland Belarús Mannréttindi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45 Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00 Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara Ráðamenn í Rússlandi höfnuðu nýlegu tilboði Bandaríkjamanna um frelsun Paul Whelan og Evan Gershkovich. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir tilboðið hafa verið umfangsmikið en sagði ekki af hverju því hefði verið hafnað. 5. desember 2023 23:52 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45
Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00
Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara Ráðamenn í Rússlandi höfnuðu nýlegu tilboði Bandaríkjamanna um frelsun Paul Whelan og Evan Gershkovich. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir tilboðið hafa verið umfangsmikið en sagði ekki af hverju því hefði verið hafnað. 5. desember 2023 23:52