„Við munum ekki eldast saman“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. ágúst 2024 07:00 Tómas Þór og Sunna voru á leiðinni að stofna fjölskyldu þegar örlögin gripu í taumana. Kraftur stuðningsfélag „Fyrsta tilfinningin var bara: „Nei, þetta getur ekki verið,“ segir Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður. Hann og unnusta hans, Sunna Kristín Hilmarsdóttir voru rétt byrjuð að búa sér til líf saman og stefndu á barneignir þegar Sunna Kristín var greind með ólæknandi krabbamein. Tómas Þór er einn þeirra sem rætt er við í veglegu blaði Krafts sem gefið var út á dögunum í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. Tók hlutverk sitt alvarlega Leiðir þeirra Tómasar Þórs og Sunnu Kristínar lágu saman fyrir áratug, þegar þau hófu bæði störf hjá 365 miðlum og drógu þau sig síðan saman, hægt og rólega. Tómas Þór opnaði sig um árið um mikil stakkaskipti í lífinu eftir að hafa gengist undir magaskiptaaðgerð árið 2015. Hann gat farið til útlanda, hvort sem er í vinnu- eða skemmtiferðir, og fann ástina. Lífið var orðið mun betra og ástin meira að segja fundin. Þar sem Sunna Kristín og Tómas Þór voru bæði komin yfir þrítugt þá byrjuðu þau tiltölulega fljótt að ræða barneignir og leituðu seinna meir aðstoðar hjá Livio. Ferlið hjá Livio átti hins vegar eftir að taka óvænta stefnu og kollvarpa lífi parsins. Blóðprufur sem teknar voru úr Sunnu vöktu grunsemdir starfsmanns Livio sem hafði frumkvæði að því að sýnið yrði tekið til frekari rannsókna. Um viku síðar kom í ljós að Sunna var með mergæxli á gríðarlega háu stigi. Tómas Þór segir Sunnu hafa kennt sér aðstandendahlutverkið samhliða því að hún var sjúklingur,Kraftur stuðningsfélag Tómas Þór rifjar hann upp hræðsluna sem heltók þau á sínum tíma. „Sumt af þessu er eitthvað svartnætti sem maður er bara búinn að gleyma viljandi. Það er búið að segja þér úrslitin en maður vonast eftir því að þetta verði eins og í skaupinu ‘85, bara bíður eftir endursýningu og þá verði skotið framhjá.“ Tómas Þór lýsir því einnig hvernig það kom í hans hlut að skýra hlutina fyrir fólkinu í kringum þau. Hann segist hafa tekið hlutverkinu alvarlega, hann svaraði öllum og gaf skýrslu um hvernig allt væri. „Hitt kemur svona af sjálfu sér. Maður reynir að hafa allt eins þægilegt og hægt er að hafa í kringum hana, reynir að segja einhverja brandara á réttum tímapunktum. Ást og umhyggja og eitthvað grín og reyna að hafa þetta kósí, veit ekki hvort það er hægt að gera eitthvað mikið meira.“ Hann bætir við á öðrum stað að þegar útlitið sé ekki sem bjartast þá verði grínið og húmorinn stundum svartari. „Það verður svona óhjákvæmilegt að hann verður eitthvað svartari, hvað ætlaru að gera þegar ég fer, ég mun vera hér og vaka yfir þér og eitthvað svona grín. Þú þarft að breytast í einhvers konar faðmlag.“ Óvissan er verst Mein Sunnu er sem fyrr segir ólæknandi. Lyf við þessu tiltekna meini hafa engu að síður verið í mikilli þróun síðustu ár. Tómas Þór og Sunna takast á við aðstæðurnar saman og af æðruleysi.Kraftur stuðningsfélag „Ég er með unnustu sem samkvæmt læknavísindunum verður … Við munum ekki eldast saman. Það er það erfiðasta sem ég get sagt. Ég reyni að hugsa eins lítið um það og ég mögulega get,“ segir Tómas Þór. Að hans sögn er sjúkdómurinn „rétt fyrir ofan núllið“ hjá Sunnu eins og er og er „alltaf aðeins að láta vita af sér.“ Óvissan er mikil hvað varðar framtíðina en parið lifir fyrir daginn í dag. „Við vitum ekki hvort það séu tvö ár, fimm ár eða tíu ár áður en hann kemur aftur. Það er það ógeðslega við þetta. Þegar þú ert með svona sjúkdóm þá verðurðu bara að lifa núna, það er ekki annað hægt.“ Sunna Kristín sagði frá áfallinu við að greinast með krabbamein og baráttunni fyrir lífi sínu í viðtali við Ísland í dag árið 2022. Krabbamein Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Trúlofuðu sig á hótelherbergi í New York „Átti vissulega að gerast á fancy rooftop-bar en ekkert er meira týpískt við en að það plan Tomma hafi ekki gengið upp. Sagan er líka betri svona!“ Segir Sunna Kristín Hilmarsdóttir í færslu sinni á Facebook þar sem hún tilkynnir trúlofunina. 18. júlí 2022 15:49 Fór úr stofufangelsi í mun betra líf Tómas var 225 kíló þegar mest var og gekk mest 60 metra án hvíldar. 21. febrúar 2018 10:00 „Mikil ábyrgð á mínum herðum“ Tómas Þór Þórðarson er umsjónarmaður nýs handboltaþáttar á Stöð 2 Sport en sýnt verður frá Olís-deildum karla og kvenna á stöðinni í vetur. Hann segist vera mjög spenntur fyrir því að handboltinn sé kominn yfir á Stöð 2 Sport. 3. september 2017 20:00 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Tómas Þór er einn þeirra sem rætt er við í veglegu blaði Krafts sem gefið var út á dögunum í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. Tók hlutverk sitt alvarlega Leiðir þeirra Tómasar Þórs og Sunnu Kristínar lágu saman fyrir áratug, þegar þau hófu bæði störf hjá 365 miðlum og drógu þau sig síðan saman, hægt og rólega. Tómas Þór opnaði sig um árið um mikil stakkaskipti í lífinu eftir að hafa gengist undir magaskiptaaðgerð árið 2015. Hann gat farið til útlanda, hvort sem er í vinnu- eða skemmtiferðir, og fann ástina. Lífið var orðið mun betra og ástin meira að segja fundin. Þar sem Sunna Kristín og Tómas Þór voru bæði komin yfir þrítugt þá byrjuðu þau tiltölulega fljótt að ræða barneignir og leituðu seinna meir aðstoðar hjá Livio. Ferlið hjá Livio átti hins vegar eftir að taka óvænta stefnu og kollvarpa lífi parsins. Blóðprufur sem teknar voru úr Sunnu vöktu grunsemdir starfsmanns Livio sem hafði frumkvæði að því að sýnið yrði tekið til frekari rannsókna. Um viku síðar kom í ljós að Sunna var með mergæxli á gríðarlega háu stigi. Tómas Þór segir Sunnu hafa kennt sér aðstandendahlutverkið samhliða því að hún var sjúklingur,Kraftur stuðningsfélag Tómas Þór rifjar hann upp hræðsluna sem heltók þau á sínum tíma. „Sumt af þessu er eitthvað svartnætti sem maður er bara búinn að gleyma viljandi. Það er búið að segja þér úrslitin en maður vonast eftir því að þetta verði eins og í skaupinu ‘85, bara bíður eftir endursýningu og þá verði skotið framhjá.“ Tómas Þór lýsir því einnig hvernig það kom í hans hlut að skýra hlutina fyrir fólkinu í kringum þau. Hann segist hafa tekið hlutverkinu alvarlega, hann svaraði öllum og gaf skýrslu um hvernig allt væri. „Hitt kemur svona af sjálfu sér. Maður reynir að hafa allt eins þægilegt og hægt er að hafa í kringum hana, reynir að segja einhverja brandara á réttum tímapunktum. Ást og umhyggja og eitthvað grín og reyna að hafa þetta kósí, veit ekki hvort það er hægt að gera eitthvað mikið meira.“ Hann bætir við á öðrum stað að þegar útlitið sé ekki sem bjartast þá verði grínið og húmorinn stundum svartari. „Það verður svona óhjákvæmilegt að hann verður eitthvað svartari, hvað ætlaru að gera þegar ég fer, ég mun vera hér og vaka yfir þér og eitthvað svona grín. Þú þarft að breytast í einhvers konar faðmlag.“ Óvissan er verst Mein Sunnu er sem fyrr segir ólæknandi. Lyf við þessu tiltekna meini hafa engu að síður verið í mikilli þróun síðustu ár. Tómas Þór og Sunna takast á við aðstæðurnar saman og af æðruleysi.Kraftur stuðningsfélag „Ég er með unnustu sem samkvæmt læknavísindunum verður … Við munum ekki eldast saman. Það er það erfiðasta sem ég get sagt. Ég reyni að hugsa eins lítið um það og ég mögulega get,“ segir Tómas Þór. Að hans sögn er sjúkdómurinn „rétt fyrir ofan núllið“ hjá Sunnu eins og er og er „alltaf aðeins að láta vita af sér.“ Óvissan er mikil hvað varðar framtíðina en parið lifir fyrir daginn í dag. „Við vitum ekki hvort það séu tvö ár, fimm ár eða tíu ár áður en hann kemur aftur. Það er það ógeðslega við þetta. Þegar þú ert með svona sjúkdóm þá verðurðu bara að lifa núna, það er ekki annað hægt.“ Sunna Kristín sagði frá áfallinu við að greinast með krabbamein og baráttunni fyrir lífi sínu í viðtali við Ísland í dag árið 2022.
Krabbamein Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Trúlofuðu sig á hótelherbergi í New York „Átti vissulega að gerast á fancy rooftop-bar en ekkert er meira týpískt við en að það plan Tomma hafi ekki gengið upp. Sagan er líka betri svona!“ Segir Sunna Kristín Hilmarsdóttir í færslu sinni á Facebook þar sem hún tilkynnir trúlofunina. 18. júlí 2022 15:49 Fór úr stofufangelsi í mun betra líf Tómas var 225 kíló þegar mest var og gekk mest 60 metra án hvíldar. 21. febrúar 2018 10:00 „Mikil ábyrgð á mínum herðum“ Tómas Þór Þórðarson er umsjónarmaður nýs handboltaþáttar á Stöð 2 Sport en sýnt verður frá Olís-deildum karla og kvenna á stöðinni í vetur. Hann segist vera mjög spenntur fyrir því að handboltinn sé kominn yfir á Stöð 2 Sport. 3. september 2017 20:00 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Trúlofuðu sig á hótelherbergi í New York „Átti vissulega að gerast á fancy rooftop-bar en ekkert er meira týpískt við en að það plan Tomma hafi ekki gengið upp. Sagan er líka betri svona!“ Segir Sunna Kristín Hilmarsdóttir í færslu sinni á Facebook þar sem hún tilkynnir trúlofunina. 18. júlí 2022 15:49
Fór úr stofufangelsi í mun betra líf Tómas var 225 kíló þegar mest var og gekk mest 60 metra án hvíldar. 21. febrúar 2018 10:00
„Mikil ábyrgð á mínum herðum“ Tómas Þór Þórðarson er umsjónarmaður nýs handboltaþáttar á Stöð 2 Sport en sýnt verður frá Olís-deildum karla og kvenna á stöðinni í vetur. Hann segist vera mjög spenntur fyrir því að handboltinn sé kominn yfir á Stöð 2 Sport. 3. september 2017 20:00