Lagið Vikivaka söng Sigríður Thorlacius ásamt Barnakór Kársness í helgistund í Dómkirkjunni sem var hluti af innsetningarhátíð Höllu. Halla komst við á meðan flutningnum stóð.
Í Alþingishúsinu söng Sigríður lagið Vetrarsól er eftir Gunnar Þórðarson og Ólaf Hauk Símonarson, við undirspil Tómasar Jónssonar og Ómars Guðjónssonar.
„Hvers virði er að eignast allt í heimi hér, en skorta þetta eitt sem enginn getur keypt? Hversu ríkur sem þú telst og hversu fullar hendur fjár þá átt þú minna en ekki neitt ef þú átt engan vin,“ segir í fallegum textanum. Myndband af flutningnum má sjá hér að neðan.