Þótt Aron sé búinn að semja við Þór er ekki vitað hvort hann spili með liðinu í Lengjudeildinni í sumar. Hann er að leita sér liði erlendis til að fara til á láni. Aron hefur þó æfingar með Þór á mánudaginn.
Aron lék síðast með Þór sumarið 2006. Hann lék þá sex leiki í næstefstu deild. Sumarið áður spilaði hann fimm deildarleiki.
Aron fór til AZ Alkmaar í Hollandi 2006 og lék svo á Englandi, með Coventry City og Cardiff City, á árunum 2008-19. Hann fór síðan til Al-Arabi í Katar.
Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband sem Þórsarar birtu í tilefni af komu Arons.
Þór, sem tapaði fyrir Keflavík í gær, 3-2, er í 8. sæti Lengjudeildarinnar.